Jökull


Jökull - 01.12.1970, Side 9

Jökull - 01.12.1970, Side 9
loftsflösku var blásið með 5—10 kg/cm2 þrýst- ingi inn í strokkinn til að reka hitamælinn inn i vegg holunnar eða til að draga hann út aftur. Á þennan hátt var unnt að reka hitamælinn Mynd 4. Tæki til mælinga á hitastigi í vegg borholu. R: rör með innsteyptu torleiðiviðnámi. B: bulla, sem þrýstir R inn í vegg borholunnar, þegar þrýstilofti er blásið inn í strokkinn. Sl: þrýstiloftsslanga. K: kapall, tengdur við viðnám. Fig. 4. Temperature probe for measuring the temperature in the wall of a borehole. R: a steelpipe with a thermistor. B: cylinder, that presses R into the wall of the borehole, when air is pressed into the cylinder. Sl: pressure rubber tube. 4—5 cm inn í vegginn. Prófað var að reka hita- mælinn á sama hátt inn í gryfjuvegginn, og virtist hann ganga greiðlega, jafnvel inn í mjög hart hjarn. Vel gekk að rnæla hitastig borholanna með þessum hitamæli og bar mælingum vel saman við niðurstöður botnhitamælisins. Vegna þrýsti- loftskerfisins er vegghitamælirinn fyrirferðar- meiri. Enda þótt hann hafi nú leyst megin- hlutverk sitt af hendi, þ. e. að staðfesta niður- stöður botnhitamælisins, tel ég þó, að mælir af þessari gerð geti síðar komið í góðar þarfir. Sé búið að mæla hitastig í borholu með botn- hitamæli, getur komið í ljós, að æskilegt sé að kanna hitaferil hennar nokkuð nánar, t. d. að taka þéttar hitamælingar á takmörkuðum kafla. Þetta er ekki unnt að gera með botnhitamæl- inum, því að hann er einungis hægt að nota jafnóðum og borað er, en með vegghitamælin- um má að sjálfsögðu mæla hitastigið, hvar sem er í holunni. MÆLING Á ÞYKKT JÖKULSINS Að sjálfsögðu er mjög mikilvægt að vita þykkt jökulsins, áður en ráðizt er í djúpborun. Þykkt Vatnajökuls var mæld í fransk-íslenzka leiðangrinum árið 1950 (Joset og Holtzscherer 1951). Var þá ein mælingalínan lögð frá Dyngju- jökli að Hamrinum, i um 12 km fjarlægð frá hápunkti Bárðarbungu. Því miður fékkst ekki örugg niðurstaða úr þykktarmælingunum í þeim mælipunktum, sem næstir lágu hábung- unni. Mælipunktur nr. 32, sem liggur 20 km austur af hábungunni, er sá punktur, sem næst- ur liggur og gefur þykkt jökulsins með vissu. Þar mældist þykktin vera 495 metrar. Suðvestur af þessum stað er mælipunktur i 14 km fjar- lægð frá hábungunni, og virtist þykkt jökuls- ins þar vera 445 metrar, en mæliniðurstaða þessi er talin óviss. Þessar þykktarmælingar gefa vissulega mikil- vægar upplýsingar, en nauðsynlegt er að afla ítarlegri vitneskju um þykkt jökulsins. Örugg- ustu þykktarmælingarnar á jöklum eru skjálfta- mælingar sem þær, er gerðar voru í fransk- íslenzka leiðangrinum 1950. Þær krefjast hins vegar sérhæfðra tækja og mikillar vinnu. Var því gripið til annarrar aðferðar, sem notuð hef- ur verið í vaxandi mæli hin síðari ár, enda þótt hún gefi ekki jafnörugga og nákvæma JÖKULL 20. ÁR 7

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.