Jökull


Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 20

Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 20
við breytingum í afkomu. í fyrsta lagi flyzt af- gangur ákomu frá ákomusvæðinu niður jökul- inn við það, að bylgja (kinematic wave) skýtur upp kryppunni, og fer hún niður jökulinn þrem til fjórum sinnum hraðar en sjálfur jökul- ísinn hreyfist. Þessum bylgjum mætti líkja við flóðbylgjur í ám og hnúta í umferðarstraumi á þjóðvegum. Hinn þátturinn er rekflæði (dif- fusion), sem leitast við að eyða bylgjunni, og áhrif þess eru í öfugu hlutfalli við yfirborðs- halla jökulsins. Finna má einfalda lausn á mis- munalíkingunni, ef ekki er tekið tillit til rek- flæðis. Slík einföldun er raunhæf á mjög brött- um jöklum. Sést þá, að áhrifa breytingar í af- komu kynni að gæta í 25 ár á bröttum daljökli. Sé hins vegar tekið tillit til rekflæðis sést, að slík breyting gæti verkað í hundruð ára á venju- legum daljökli og mun lengur á stærri og flat- ari jöklum. Við þessa uppgötvun vöknuðu al- varlegar efasemdir um, hvernig tiilka ætti hátt- erni jökla. Nye sýnir fram á, að ef segja skal fyrir um hegðun jökuls, þarf nokkurra alda samfelldar afkomumælingar. Það er því óvinnandi eins og nú horfir um þekkingu. Hins vegar þarf ein- ungis nákvæmar mælingar á gangi jökultungna í áratug til þess að reikna út afkomubreytingar. Nye (1965) hefur beitt slíkum útreikningum á Storglaciáren í Svíþjóð og South Cascade Glacier í Bandaríkjunum með athyglisverðum árangri (Mynd 2). Þeirri spurningu hefur verið svarað, hve lengi ákomubreyting getur skilið eftir spor í jökli. En hvenœr fer slíkrar breytingar að gæta í gangi jökulsinsf Nye leitar svars í mismunalíkingunni og gerir ráð fyrir, að lýsa megi langtímabreyt- ingu í afkomu með svonefndum harmóniskum líkingum. Af niðurstöðum hans má nefna, að væri heil sveifla í afkomu skemmri en 600 ár, er timavik afkomusveiflu og svörunar jökulsins nálægt fjórðungur af sveiflutímanum. Þannig mundi jökull ganga lengst fram (aftur) 10 árum eftir að ákomusveifla með 40 ára sveiflutíma næði hámarki (lágmarki). Hafi jöklar á Islandi tekið að vaxa á síðastliðnum áratug eftir hálfr- ar aldar rýrnun, væri því ekki óeðlilegt, að þeir hopuðu enn. Nú skulum við rifja upp það, sem hér hefur verið sagt um samhengi milli veðurfars og jökla- breytinga. Mynd 3 sýnir sex helztu stig í því samhengi. Með kenningum Nye’s og fleiri um viðbrögð jökuls © má hugsa sér, að túlka megi lengingu og styttingu jökulsporða © sem afleiðingu breytinga í afkomu jökulsins ©. Lengra verður samhengi ekki rakið án nánari mælinga á meg- inþáttum afkomunnar — ákomu og leysingu (massaskiptum) 0. Ljóst er, að sérhvert gildi af- komu gæti verið útkoma af óendanlega mörg- um gildum af ákomu og leysingu. Afkomumæl- ingar sýna breytingar á veðurfari, en gera þarf athuganir á massa- og orkuskiptum 0 til þess að sjá, hvers kyns þær breytingar eru. Loks þarf að fara yfir einn þröskuld, sem létt er að hrasa um. Veðrátta við jökla getur verið svo staðbundin 0, að líf þeirra, afkoma og hegðun sé óviss mælikvarði á veðurfar landsins O Pílurnar í örvaritinu eiga að sýna í hverja átt samhengisrásin gengur. I raun og veru er stöðug víxlverkun milli hinna ýmsu stiga í rásinni, og kemur það kannski bezt í Ijós, ef litið er yfir aldaraðir. Rétt er einnig að benda á, að veður- farsbreyting gæti breytt svo eiginleikum íss, t. d. liitastigi, að viðbrögð jökuls gjörbreyttust. Nú fyrst er tímabært að snúa sér að mæling- um á jöklum. Fyrst mun rætt um gildi jökul- sporðamælinga, síðan um ákomumælingar og rannsóknir á orkuskiptum lofts og jökuls. o 0 0 o e o Almennt veðurfar -> Staðbundið veðurfar '—> Massa- og orkuskipti -> Afkoma í búskap -> Viðbrögð jökuls -> Gangur jökulsporða Mynd 3. Örvarit, sem sýnir nokkur helztu stig í samhengi milli gangs jökulsporða og almenns veðurfars. (Tekið frá Paterson 1969, sem vitnar í Meier (1965)). Fig. 3. The steps in the relation between the position of a glaciers terminus and the climate. 1 8 JÖKULL 20. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.