Jökull


Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 21

Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 21
GILDI JÖKULSPORÐAMÆLINGA Mælingar á lengingu og styttingu jökul- tungna hófust fyrst allra jöklamælinga, og þær hafa nær einar veitt alla vitneskju um stærstu drætti jöklabreytinga fram á síðustu ár. Hér- lendis eru slíkar athuganir, ásamt mælingum á rennsli jökulvatna, nær einu kerfisbundnu jökla- mælingarnar, sem unnar hafa verið. Þær eru því mikils virði. Hins vegar er augljóst, að mjög er varhugavert að reyna að lesa veðurfarsbreyt- ingar úr þeirn gögnurn, sem til eru um hop og framskrið nokkurra stakra jökla á Islandi. En jtar sem mælingar á fjölmörgum jökulsporðum eru til á afmörkuðu svæði, má túlka niðurstöð- urnar tölfræðilega. Sem dærni má nefna niður- stöður frá Vatnajökli i Mynd 4. Frá því að reglulegar mælingar hófust, hafa allflestir sporð- ar Vatnajökuls hopað. Síðan um 1930 hefur þó fjöldi sporða, sem staðið hefur í stað eða gengið fram, farið hægt vaxandi. Mynd 4 c sýnir einnig, að hop þriggja stuttra jökulsporða hefur að meðaltali minnkað á sarna tímabili. Brýnt er, að mælingum á jökulsporðum verði haldið áfram, og helzt verði mælt á fleiri jökul- tungum, en varast verður þó að draga almennar ályktanir af þessum mælingum um brevtingar á veðurfari. MÆLING Á AFKOMU JÖKULS. SNJÓMÆLINGAR Á HÁLENDI Nú mun gerð grein fyrir þrenns konar að- ferðum við mælingar á afkomu jökla. Þær mætti kalla snjómælingaaðferð, landmælingaaðferð og vatnafræðilega aðferð (surface balance method, geodetic method, hydrological method). I. Fyrsta aðferðin er fólgin í því, að vetrar- ákoman er mæld að vori og sumarleysingin að hausti á fjölmörgum stöðum á jöklinum. Fæst þá ársafkoman, sem eftir liggur. Nokkuð nákvæmt kort þarf að vera til af jöklinum. Með þessari aðferð finnst hæð jafnvægislínu á jökli, sem skilur að ákomu- og leysingarsvæðið. Einnig finnst samhengi massabreytingar og hæðar yfir sjó. Athygli skal vakin á því, að einungis þessi aðferð skilur að meginþætti afkomunnar — ákomu og leysingu. Mætti reyna, með fullri varúð, að nota þessa aðferð til þess að áætla rúm- málsbreytingar nálægra jökla, ef kort eru til af þeim. 2. Önnur aðferðin felst í því, að rúmmáls- breyting jökulsins er fundin með saman- burði landkorta, sem teiknuð eru af jökl- inum með nokkurra ára millbili (t. d. með lijálp loftmynda). Mikilvægt er, að kortin séu gerð í lok jökulárs. Sé gert ráð fyrir einhverjum meðalþéttleika á snjó og ís og að sá þéttleiki breytist ekki með tímanum á hverjum stað, má fá mynd af rýrnun eða vexti jökulsins. Sú útkoma fæst eingöngu fyrir jökulinn allan, því að hæðarmunur á kortunum á einstökum stöðum stafar ekki eingöngu af ákomu og leysingu, heldur einnig af hreyfingu jökulsins. Náskyld þess- ari aðferð er mæling á langsniðum á jökli. 3. Þriðja aðferðin kallast vatnafræðileg og felst í því, að vatnsrennsli er mælt frá jökl- inum, og regn er mælt á vatnasviði hans. Ef berggrunnur er þéttur og regnmælingar haldgóðar, má finna heildarafkomu jökuls- ins. Loks er rétt að minna á, að fá má nokkra hugmynd um búskap jöklanna með mjög ein- földum og ódýrum athugunum. Koma þarf á þeirri reglu, að hvert haust séu teknar ljós- myndir af mældum jökulsporðum frá sama sjón- arhorni. Að hausti má úr flugvél teikna hæð snælínu á landakort og safna gögnum með ljós- myndun. Þá má finna nokkurn veginn flatar- mál ákomusvæðis og leysingarsvæðis og taka mið af því um veðurfarsbreytingar, hvernig hlut- fallið milli flatarmáls þessara svæða breytist ár frá ári. Einnig vil ég benda á ummæli í bók eftir Paterson (1969): „Liggi snjólína lágt og séu skörp skil við ís, bendir það til þess, að afkoman sé jákvæð. Séu skilin skörp, en snæ- lína hátt, hefur ákoman aukizt eftir mörg ár með neikvæða afkomu. Ef fyrningar liggja á svæði milli íss og snælínu, bendir það til þess,, að afkoman sé neikvæðari en verið hefur hin fyrri ár.“ — Skiptir miklu, að glöggir menn sendi Jöklarannsóknafélaginu frásagnir af slík- um athugunum. Þær gætu orðið hvatning til nánari rannsókna. Víkjum nú aftur að mæliaðferðum á afkomu. Fyrsttalda aðferðin er nákvæmust og veitir flest- ar upplýsingar, en hentar helzt á smáum jökl- um. Þó mætti nota hana á vel valda skika úr stórum jöklum, og reyna síðan að meta afkomu á öllum jöklinum í ljósi þeirra niðurstaðna. Mun einfaldari aðferð, og að sama skapi óná- JÖKULL. 20. ÁR 1 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.