Jökull


Jökull - 01.12.1970, Side 21

Jökull - 01.12.1970, Side 21
GILDI JÖKULSPORÐAMÆLINGA Mælingar á lengingu og styttingu jökul- tungna hófust fyrst allra jöklamælinga, og þær hafa nær einar veitt alla vitneskju um stærstu drætti jöklabreytinga fram á síðustu ár. Hér- lendis eru slíkar athuganir, ásamt mælingum á rennsli jökulvatna, nær einu kerfisbundnu jökla- mælingarnar, sem unnar hafa verið. Þær eru því mikils virði. Hins vegar er augljóst, að mjög er varhugavert að reyna að lesa veðurfarsbreyt- ingar úr þeirn gögnurn, sem til eru um hop og framskrið nokkurra stakra jökla á Islandi. En jtar sem mælingar á fjölmörgum jökulsporðum eru til á afmörkuðu svæði, má túlka niðurstöð- urnar tölfræðilega. Sem dærni má nefna niður- stöður frá Vatnajökli i Mynd 4. Frá því að reglulegar mælingar hófust, hafa allflestir sporð- ar Vatnajökuls hopað. Síðan um 1930 hefur þó fjöldi sporða, sem staðið hefur í stað eða gengið fram, farið hægt vaxandi. Mynd 4 c sýnir einnig, að hop þriggja stuttra jökulsporða hefur að meðaltali minnkað á sarna tímabili. Brýnt er, að mælingum á jökulsporðum verði haldið áfram, og helzt verði mælt á fleiri jökul- tungum, en varast verður þó að draga almennar ályktanir af þessum mælingum um brevtingar á veðurfari. MÆLING Á AFKOMU JÖKULS. SNJÓMÆLINGAR Á HÁLENDI Nú mun gerð grein fyrir þrenns konar að- ferðum við mælingar á afkomu jökla. Þær mætti kalla snjómælingaaðferð, landmælingaaðferð og vatnafræðilega aðferð (surface balance method, geodetic method, hydrological method). I. Fyrsta aðferðin er fólgin í því, að vetrar- ákoman er mæld að vori og sumarleysingin að hausti á fjölmörgum stöðum á jöklinum. Fæst þá ársafkoman, sem eftir liggur. Nokkuð nákvæmt kort þarf að vera til af jöklinum. Með þessari aðferð finnst hæð jafnvægislínu á jökli, sem skilur að ákomu- og leysingarsvæðið. Einnig finnst samhengi massabreytingar og hæðar yfir sjó. Athygli skal vakin á því, að einungis þessi aðferð skilur að meginþætti afkomunnar — ákomu og leysingu. Mætti reyna, með fullri varúð, að nota þessa aðferð til þess að áætla rúm- málsbreytingar nálægra jökla, ef kort eru til af þeim. 2. Önnur aðferðin felst í því, að rúmmáls- breyting jökulsins er fundin með saman- burði landkorta, sem teiknuð eru af jökl- inum með nokkurra ára millbili (t. d. með lijálp loftmynda). Mikilvægt er, að kortin séu gerð í lok jökulárs. Sé gert ráð fyrir einhverjum meðalþéttleika á snjó og ís og að sá þéttleiki breytist ekki með tímanum á hverjum stað, má fá mynd af rýrnun eða vexti jökulsins. Sú útkoma fæst eingöngu fyrir jökulinn allan, því að hæðarmunur á kortunum á einstökum stöðum stafar ekki eingöngu af ákomu og leysingu, heldur einnig af hreyfingu jökulsins. Náskyld þess- ari aðferð er mæling á langsniðum á jökli. 3. Þriðja aðferðin kallast vatnafræðileg og felst í því, að vatnsrennsli er mælt frá jökl- inum, og regn er mælt á vatnasviði hans. Ef berggrunnur er þéttur og regnmælingar haldgóðar, má finna heildarafkomu jökuls- ins. Loks er rétt að minna á, að fá má nokkra hugmynd um búskap jöklanna með mjög ein- földum og ódýrum athugunum. Koma þarf á þeirri reglu, að hvert haust séu teknar ljós- myndir af mældum jökulsporðum frá sama sjón- arhorni. Að hausti má úr flugvél teikna hæð snælínu á landakort og safna gögnum með ljós- myndun. Þá má finna nokkurn veginn flatar- mál ákomusvæðis og leysingarsvæðis og taka mið af því um veðurfarsbreytingar, hvernig hlut- fallið milli flatarmáls þessara svæða breytist ár frá ári. Einnig vil ég benda á ummæli í bók eftir Paterson (1969): „Liggi snjólína lágt og séu skörp skil við ís, bendir það til þess, að afkoman sé jákvæð. Séu skilin skörp, en snæ- lína hátt, hefur ákoman aukizt eftir mörg ár með neikvæða afkomu. Ef fyrningar liggja á svæði milli íss og snælínu, bendir það til þess,, að afkoman sé neikvæðari en verið hefur hin fyrri ár.“ — Skiptir miklu, að glöggir menn sendi Jöklarannsóknafélaginu frásagnir af slík- um athugunum. Þær gætu orðið hvatning til nánari rannsókna. Víkjum nú aftur að mæliaðferðum á afkomu. Fyrsttalda aðferðin er nákvæmust og veitir flest- ar upplýsingar, en hentar helzt á smáum jökl- um. Þó mætti nota hana á vel valda skika úr stórum jöklum, og reyna síðan að meta afkomu á öllum jöklinum í ljósi þeirra niðurstaðna. Mun einfaldari aðferð, og að sama skapi óná- JÖKULL. 20. ÁR 1 9

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.