Jökull


Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 18

Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 18
þær niðurstöður gætu síðar komið að notum við að skýra veðurfarsbreytingar, sem áttu sér stað fyrr á tímum. Þar sem jökfarannsóknir hafa verið reknar af vanefnum á ísfandi, hafa kerfisbundnar athug- anir að mestu orðið að beinast að mælingum á lengingu og styttingu á jökulsporðum. Samhengi gangs í jökulsporðum og veðurfars er hins veg- ar mjög flókið, og mörg vandamál þarf að leysa við túlkun mælinga. Nú skal það samhengi rak- ið nokkuð. Jöklar fá tekjur sinar einkum að vetri og út- gjöld mest að sumri. Ymsir veðurþættir, bæði sumar og vetur, ráða úrslitum um, hver verður afkoma jökulsins við ársuppgjör að hausti. Þá mætti kalla einu nafni veðurfar, en þyngstir á metunum eru þeir þættir, sem valda snjókomu Year 1891 1895 1899 5 " I I ] I I I I I | Mynd 1. Meðalhæð yfirborðs á Mer de Glace, Frakklandi, í fjórum þversniðum frá árunurn 1891 — 1899. Bylgja skýtur upp kryppunni og fer niður jökulinn með hraða 800 rn/ár. Hraði jökulsins var um 150 m/ár. Fig. 1. Changes of mean surface elevation of Mer de Glace, France, along four cross-profiles over a period of 9 years. The broken line cor- responds io a wave velocity of 800 mjy. From Llibou.try (1958). 1 6 JÖKULL 20. ÁR og stjórna sumarleysingu. Til nánari rannsókna á þeirri verkun veðurfars þarf búveðurfræðilegar athuganir á orkuskiptum lofts og jökuls, og er nánar vikið að því síðar. Augljóst er hins vegar, að afkoma jökuls að hausti ræðst af heildar- verkun ailra þessara veðurþátta. Afkoman er því einfaldur og marktækur mælir á veðurfars- breytingar. Þegar snjóa fer að hausti, fyrnist afgangur tekna og leggst með þunga sínum á jökulinn. En viðbrögð hinna ýmsu jökla við afkomu sinni eru gjörólík. A afmörkuðu svæði, þar sem ætla mætti, að veðurfar væri svipað, ganga sum- ir jöklar fram, en aðrir hopa. Sums' staðar má skýra slikan mun í hegðun jökla með sérkennum í staðbundnu veðurfari. Oftast er þó skýringar að ieita í eiginleikum jökulsins, svo sem halla, lögun, stærð, hraða og vatnsrennsli undir jökli. Aflfræðileg vandamál taka nú við af hinum veðurfræðilegu. Veðurfarið er síbreytilegt frá ári til árs, og í takt við það verða sveiflur í afkomunni. Eitt ár getur afkoman verið jákvæð og næsta ár nei- kvæð. Yfir langt árabil hefur þó mátt greina hægari langtímasveiflur í veðurfari og afkomu. Hinar tíðu smásveiflur verða oftast ekki greind- ar í viðbrögðum jökulsins. Þeir eru svo tregir til svars, að þeir virðast eingöngu skeyta um langtímasveiflurnar, og einnig virðist töluvert txmavik milli sveiflunnar og svörunar jökulsins. Brattir jöklar, sem hreyfast hratt, bregðast skjót- ar við sveiflum í afkomu sinni en flatir jöklar og hægfara. Að öðru jöfnu má segja, að litlir jöklar séu röskir, en stórir jöklar svifaseinir. Hinir síðarnefndu virðast eingöngu bregðast við stærstu áföllum í afkomu og helzt ekki öðru en langvinnu hallæri eða stærstu veðurfars- sveiflum. Litlir jöklar ættu því að vera næm- ustu veðurfarsmælarnir en stærri jöklarnir gróf- ari. Skilningur manna á viðbrögðum jökuls við afkornu sinni óx mjög á síðastliðnum áratug, einkum vegna eðlisfræðilegra útreikninga Bret- ans J. F. Nye. Gott yfirlit um þá er gefið í bók Paterson’s (1969). Nye hugsar sér jökul með ein- faldri lögun, sem er nærri jafnvægisástandi („datum state“). Hann tengir samfellulíking- una, sem er krafa um að massi jökulsins sé samfelldur, við líkingu, sem lýsir hreyfingu jökulsins. Hann fær þá fram mismunalíkingu, sem sýnir, að tveir þættir ráða svörun jökulsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.