Jökull


Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 16

Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 16
nærri ósnert af róti manna og gróðri skapar- ans. Ekki var hægt að hugsa sér betri endi á góðri jöklaferð en við fengum þarna, og enn eftirminnilegri varð dagurinn fyrir það, að við jökulbrúnina hittum við stóran hóp félaga og vina úr Jöklarannsóknafélaginu og nutum með þeim nokkra stund unaðar þessa fagra haust- dags. Tilgangur ferðarinnar á jökulinn var vísinda- rannsóknir. Þegar við kvöddum jökulinn þarna, virtust þær vera hégómi einn. LOKAORÐ Með rannsóknum þeim, sem hér hefur verið Iýst, hefur eftirfarandi árangri verið náð: 1) Sýnt hefur verið fram á, að Bárðarbunga er þíðjökull. 2) Tvívetnis- og þrívetnismælingar hafa sýnt, að þrátt fyrir það, að jökullinn er á frost- marki á Bárðarbungu, verður ekki mikil röskun á upprunalegum tvívetnis- og þrí- vetnisstyrk jökulsins. 3) I ljós hefur komið, að ekki er unnt að nota bræðslubor til djúpborunar í Bárðarbungu, a. m. k. ekki án breytinga, sem koma i veg fyrir, að kjarninn bráðni að mestu við bor- unina. 4) Náðst hefur góður árangur með vélknún- um snúningsbor. Reynsla sú, sem þar hefur fengizt, auðveldar væntanlegar endurbætur á bortækninni. 5) Komið hefur í ljós, að mjög auðvelt er að greina öskulög í jökulísnum. 6) Aflað hefur verið aukinnar vitneskju um þykkt jökulsins. Ekki hefur þó enn unnizt tími til að vinna úr gögnunum. Á grundvelli þess árangurs, sem náðst hefur, hlýtur áhugi okkar á djúpborun í Bárðarbungu að vera meiri en áður. Megintilgangur þeirrar borunar yrði: 1) Að mæla tvívetni í ísnum til að leita upp- lýsinga um veðurfar liðinna alda. 2) Að rannsaka öskulög í ískjarnanum. 3) Að mæla þrívetnisstyrk íssins frá síðustu 50—100 árum. Rétt er að benda á, að með slíkri djúpborun yrði ný aðferð til rannsókna á jöklum tekin upp hér, en ekki er ósennilegt, að hún mundi 1 4 JÖKULL 20. ÁR færa okkur meiri árangur en okkur getur nú grunað. Vegna mikilvægis þessa verkefnis, er nú unn- ið að umfangsmikilli áætlun um djúpborun í Bárðarbungu á Raunvísindastofnun Háskólans. Rannsóknarverkefnið hefur verið kynnt hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni í Vín og er mikill áhugi þar á þessum rannsóknum vegna hins alþjóðlega mikilvægis þeirra. Eru góðar horfur á því, að stofnunin muni veita fjárhags- aðstoð við væntanlega djúpborun. Stefnt er að því að endurbæta bortæknina árið 1971, en að ráðast í sjálfa djúpborunina sumarið 1972. Þessu verkefni verður væntanlega lýst nánar í skýrslu, sem höfundur vinnur nú að. Verður hún gefin út á vegum Raunvísindastofnunar Háskólans. HEIMILDARIT Árnasofi, Bragi. 1968: Tvívetni í grunnvatni og jöklum á íslandi. Jökull, 18, 337—349. — 1970: Exchange of deuterium between ice and water in glaciological studies in Ice- land. Proc. Symp. IAEA, Vienna 1970. Dansgaard, Willy. 1953: The abundance of O18 in atmospheric water and water vapour. Tellus, 5, 461-469. — 1954: The 018 abundance in fresh water. Geochim. et Comoschim. Acta, 6, 241—260. — 1964: Stable isotopes in precipitation. Tellus, 16, 436-468. — et al. 1969: One thousand Centuries of climatic record from Camp Century on Greenland ice sheet. Science, 166, 377—381. Johnsen, Sigfús, et al. 1970: Climatic oscilla- tions 1200-2000 AD. Nature, 227, 482- 483. Joset, Alain og Holtzscherer, Jean-Jacques. 1954: Expedition Franco-Islandaise au Vatnajökull mars-avril 1951. Jökull, 4, 1— 33. Kjartansson, Vilhjálmur Þ. 1970: Sending út- varpsmerkja frá Bárðarbungu. Raunvísincla- stofnun Háskólans. Theodórsson, Páll. 1968: Þrívetni í grunnvatni og jöklum á íslandi. Jökull, 18, 350—358. Udea, H. og Garfield, F. 1968: U. S. Army Cold Region Research and Engineering Labora- tory (CRREL), Special report 126.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.