Jökull


Jökull - 01.12.1970, Side 92

Jökull - 01.12.1970, Side 92
Veizla í Jónsskála. J. F. Nye er lengst til vinstri á myndinni. Ljósm. P. Bellair. unum, þótt rigning væri mestalla leiðina austur. Um kvöldið lauk fyrirlestrahöldum. Dvölin í Skógum var öll hin ánægjulegasta, enda gerði hótelstýran, Berta Konráðsdóttir, allt til þess að gestum liði sem bezt. Meðal þeirra erinda, sem þátttakendur fluttu í Skógum, má nefna ítarlegt erindi W. Dans- gaards um rannsóknir hans og Sigfúsar John- sen á borkjarna úr Grænlandsjökli, erindi R. J. Price um rannsóknir hans og félaga hans á Breiðamerkursandi. Minnisstæðast mun þó flest- um þátttakendum verða erindi J. F. Nye’s um nokkur undirstöðuatriði til skilnings á eðli jökla, enda mun hann hafa lagt meira af mörk- um til skilnings á hreyfingum jökla en nokkur annar jöklafræðingur. Þeir þremenningarnir Bragi Árnason, Páll Theodórsson og Þorvaldur Búason töluðu um rannsóknir sínar á súrefnis- samsætum (ísótópum) í ískjörnum úr Langjökli og Vatnajökli. Guttormur Sigbjarnarson talaði um rýrnun íslenzkra jökla, Guðmundur Guð- mundsson um samband rennslis jökulvatna og ýmissa þátta veðurfarsins, en Sigurður Þórarins- son talaði um Kötluhlaup og Grímsvatnahlaup. Sýndar voru kvikmyndirnar Surtur fer sunnan og Sveitin milli sanda. A. m. k. sum þeirra er- inda, sem Islendingarnir fluttu, verða birt í tímaritinu Journal of Glaciology. Hinrt 24. júní var haldið inn í Jökulheima í blíðskaparveðri. Þar innfrá var fyrir álitlegur hópur jöklafólks, sem hafði á vegum Jökla- rannsóknafélagsins og undir forustu Stefaníu Pétursdóttur, Stefáns Bjarnasonar og Þórðar Sigurðssonar undirbúið veizlu góða í Jónsskála. Stóð sú veizla langt fram á nótt. Morguninn eftir var gengið á jaðar Tungnárjökuls, en haldið heim á leið eftir hádegið. Komið var við hjá Oldugígum, og enda þótt jöklar væru viðfangsefni þessarar ráðstefnu, þótti sumum erlendum þátttakendum það vera hápunktur ferðarinnar, er þeir voru leiddir inn í bombu- regnið úr stærsta Oldugígnum. Munaði ekki miklu, að bomba lenti á klárasta kollinum þarna, þ. e. kollinum á J. F. Nye. Kvöldverður var snæddur að Búrfellsvirkjun, í boði stjórnar Landsvirkjunar, og komið í bæinn upp úr mið- nætti. Þar með lauk þessari ráðstefnu, sem í heild þótti hafa tekizt vel og vera Jöklarannsókna- félaginu til sóma. Þetta mun vera fyrsta alþjóð- lega ráðtefnan, sem haldin er hérlendis utan höfuðstaðarins. Gæti það orðið til eftirbreytni og lengt nokkuð nýtnitíma einhverra hótela utan Reykjavíkur, sem ekki mun af veita. Sigurður Þóraxinsson. 90 JÖKUL-L 20. ÁR

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.