Jökull


Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 83

Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 83
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Haustið 1969 voru lengdarbreytingar mældar á 47 stöðum. Jökuljaðar hafði gengið fram á 5 stöðum, haldizt óbreyttur á 8 stöðum, en hopað á 34 stöðum. Niðurstaðan er því ámóta og undan- farin ár, í heild halda jöklar enn áfram að hopa. Veita ber því athygli, hve miðhluti hins flata Breiðamerkurjökuls styttist mikið, og það einmitt á sama tíma, er jökuljaðrar sinn hvoru megin ganga fram. Snœfellsjökull. Haraldur Jónsson tekur fram í bréf frá 8. nóv. 1969, að í votviðrunum í sumar hafi þiðnað mikið af jöklinum, líklega öllu meira en í fyrra. Aðfaranótt 19. sept. lagðist svo vetur að þar uppi með mikilli snjó- komu, og hefur snjó ekki tekið þar upp síðan. Hallsteinn sonur Haraldar er kunnugur stað- háttum við jökuljaðar. Leirufjarðarjökull. í bréfi með mælinga- skýrslunni segir Sólberg Jónsson m. a.: „ . .. er ég mældi jökuljaðarinn 13. sept. (1969), var allur vetrarsnjór farinn, en snjór frá 1967 og 1968 þakti nálægt 15% af yfirborði jökulsins. I sumar hefur jökullinn rýrnað nokkuð, eink- um norðurhlutinn og svo að vestanverðu, ná- lægt jökulsporði." I lok bréfsins segir Sólberg: „Síðastliðinn vetur (1968/69) var frekar snjó- léttur. Nú í september (1969) fennti í fjöll og hefur þann snjó ekki tekið upp.“ Ber þeim Sólberg og Haraldi bærilega vel saman. Bagisárjökull. Helgi og Jóhann luku við rannsóknarverkefni sitt á jöklinum haustið 1968, engin athugun var gerð á jöklinum 1969. Grein er væntanleg frá þeim félögum í Jökli 1971 (21. ár) um helztu niðurstöður ásamt korti af jöklinum. Athugunum á vatnsbúskap jökuls- ins verður væntanlega haldið áfram. Gljúfurárjökull. Vignir Sveinsson og Björn á Þverá mældu jökulinn 25. ágúst (1969) og settu upp nýja vörðu 80 m frá jökuljaðri. Auk þess að styttast urn 30 m frá 1966 hefur átt sér stað allveruleg breyting við jökuljaðarinn; jökulsporður endaði áður í þröngri gilskoru, en nú eru komnar upp sléttar áreyrar. Langjökull. Arið 1966/67 var hvorki um hop né framskrið að ræða á Hagafellsjökli eystri, samanber skýrslu 1967. Aksel gefur nú skýringu á þessu: „Engin stytting var 1966/67 sökum þess, að þá var jökuljaðar í lægð (gili) og ekki mótaði þá fyrir gilbarminum, sem var hulinn jökli, en eftir að lægðin varð jökullaus, hefur jökullinn hopað hratt. Hofsjökull. Magnús Hallgrímsson segir í skýringum á mæliskýrslu, að jaðar Nauthaga- jökuls sé í senn brattur og sléttur og vel ákveð- inn. Við jaðarinn er 15 m breitt lón um 40 m á lengd. Stefna mælilínu, þ. e. a. s. frá jökul- merkjum að jökli, er 341° misvísandi. Magnús mældi einnig vesturhlið Múlajökuls. Þar er stefna mælilínu 73° misvísandi. Jökul- jaðar er sléttur og sprungulaus. Upphafspunkt- ur mælilínanna við Nauthagajökul og vestur- hlið Múlajökuls er einn og hinn sami: Kopar- bolti í steini og auðkenndur frekar með T- járni í vörðu. Punkturinn er greinilega inn- mældur þríhyrningspunkur, ennfremur auð- kenndur myndmælimerkjum úr álplötum. Halldór Olafsson, sem mældi suðurhlið Múla- jökuls, tekur fram, að jökuljaðar sé reglulegur, sléttur og greiður yfirferðar. Auk Halldórs og Magnúsar eru þeir Sigur- geir Runólfsson, Skáldabúðum, og Aðalsteinn Steinþórsson, Hæli, kunnugir staðháttum við mælistaðina. Gígjökull. Asamt Guðjóni Gíslasyni og Kjartani Benjamínssyni hefur Aksel Piihl kort- lagt Gígjökulslónið. Þegar dýptarmælingu á lóninu er lokið, verður teikningin birt í Jökli. Sólheimajökull. Valur Jóhannesson segir svo í skýrslu sinni: „Undanfarin ár kom áin und- an jökli beint gegn mælistefnu við Sólheima- jökul W og rann þar í gegnum lón við jökul- jaðar. Nú hefur hún fær sig um set, nál. 250 m til vesturs. Þar sem áin var áður, er nú að- eins smálækur. Lónið er horfið. Stór og aur- borin jökulstykki eru að losna úr jöklinum við núverandi útfall. Á árunum 1964/66 gekk Sól- heimajökull fram. Jökulgarður frá þeim tíma sést greinilega, hann er allvíða um 2% metri að hæð.“ Kjartan Jóhannesson telur, að á árunum 1946 — 1966 hafi jökullinn hopað um 800—1000 m milli Sandfells og Merkigilja. Kjartan bendir á, að á landabréfum gæti nokkurs ruglings á nöfnum. Hið rétta er: Fjalllendið allt kringum Ólafshaus heitir Merkigil, en gilið, sem ber það nafn á kortinu, heitir að réttu lagi Vonda- gil. Vont er yfir það að komast, reyndar ófært nema á einum stað, að fært er gangandi manni. Heitir þar Yfirferð. JÖKULL 20. ÁR 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.