Jökull


Jökull - 01.12.1970, Side 83

Jökull - 01.12.1970, Side 83
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Haustið 1969 voru lengdarbreytingar mældar á 47 stöðum. Jökuljaðar hafði gengið fram á 5 stöðum, haldizt óbreyttur á 8 stöðum, en hopað á 34 stöðum. Niðurstaðan er því ámóta og undan- farin ár, í heild halda jöklar enn áfram að hopa. Veita ber því athygli, hve miðhluti hins flata Breiðamerkurjökuls styttist mikið, og það einmitt á sama tíma, er jökuljaðrar sinn hvoru megin ganga fram. Snœfellsjökull. Haraldur Jónsson tekur fram í bréf frá 8. nóv. 1969, að í votviðrunum í sumar hafi þiðnað mikið af jöklinum, líklega öllu meira en í fyrra. Aðfaranótt 19. sept. lagðist svo vetur að þar uppi með mikilli snjó- komu, og hefur snjó ekki tekið þar upp síðan. Hallsteinn sonur Haraldar er kunnugur stað- háttum við jökuljaðar. Leirufjarðarjökull. í bréfi með mælinga- skýrslunni segir Sólberg Jónsson m. a.: „ . .. er ég mældi jökuljaðarinn 13. sept. (1969), var allur vetrarsnjór farinn, en snjór frá 1967 og 1968 þakti nálægt 15% af yfirborði jökulsins. I sumar hefur jökullinn rýrnað nokkuð, eink- um norðurhlutinn og svo að vestanverðu, ná- lægt jökulsporði." I lok bréfsins segir Sólberg: „Síðastliðinn vetur (1968/69) var frekar snjó- léttur. Nú í september (1969) fennti í fjöll og hefur þann snjó ekki tekið upp.“ Ber þeim Sólberg og Haraldi bærilega vel saman. Bagisárjökull. Helgi og Jóhann luku við rannsóknarverkefni sitt á jöklinum haustið 1968, engin athugun var gerð á jöklinum 1969. Grein er væntanleg frá þeim félögum í Jökli 1971 (21. ár) um helztu niðurstöður ásamt korti af jöklinum. Athugunum á vatnsbúskap jökuls- ins verður væntanlega haldið áfram. Gljúfurárjökull. Vignir Sveinsson og Björn á Þverá mældu jökulinn 25. ágúst (1969) og settu upp nýja vörðu 80 m frá jökuljaðri. Auk þess að styttast urn 30 m frá 1966 hefur átt sér stað allveruleg breyting við jökuljaðarinn; jökulsporður endaði áður í þröngri gilskoru, en nú eru komnar upp sléttar áreyrar. Langjökull. Arið 1966/67 var hvorki um hop né framskrið að ræða á Hagafellsjökli eystri, samanber skýrslu 1967. Aksel gefur nú skýringu á þessu: „Engin stytting var 1966/67 sökum þess, að þá var jökuljaðar í lægð (gili) og ekki mótaði þá fyrir gilbarminum, sem var hulinn jökli, en eftir að lægðin varð jökullaus, hefur jökullinn hopað hratt. Hofsjökull. Magnús Hallgrímsson segir í skýringum á mæliskýrslu, að jaðar Nauthaga- jökuls sé í senn brattur og sléttur og vel ákveð- inn. Við jaðarinn er 15 m breitt lón um 40 m á lengd. Stefna mælilínu, þ. e. a. s. frá jökul- merkjum að jökli, er 341° misvísandi. Magnús mældi einnig vesturhlið Múlajökuls. Þar er stefna mælilínu 73° misvísandi. Jökul- jaðar er sléttur og sprungulaus. Upphafspunkt- ur mælilínanna við Nauthagajökul og vestur- hlið Múlajökuls er einn og hinn sami: Kopar- bolti í steini og auðkenndur frekar með T- járni í vörðu. Punkturinn er greinilega inn- mældur þríhyrningspunkur, ennfremur auð- kenndur myndmælimerkjum úr álplötum. Halldór Olafsson, sem mældi suðurhlið Múla- jökuls, tekur fram, að jökuljaðar sé reglulegur, sléttur og greiður yfirferðar. Auk Halldórs og Magnúsar eru þeir Sigur- geir Runólfsson, Skáldabúðum, og Aðalsteinn Steinþórsson, Hæli, kunnugir staðháttum við mælistaðina. Gígjökull. Asamt Guðjóni Gíslasyni og Kjartani Benjamínssyni hefur Aksel Piihl kort- lagt Gígjökulslónið. Þegar dýptarmælingu á lóninu er lokið, verður teikningin birt í Jökli. Sólheimajökull. Valur Jóhannesson segir svo í skýrslu sinni: „Undanfarin ár kom áin und- an jökli beint gegn mælistefnu við Sólheima- jökul W og rann þar í gegnum lón við jökul- jaðar. Nú hefur hún fær sig um set, nál. 250 m til vesturs. Þar sem áin var áður, er nú að- eins smálækur. Lónið er horfið. Stór og aur- borin jökulstykki eru að losna úr jöklinum við núverandi útfall. Á árunum 1964/66 gekk Sól- heimajökull fram. Jökulgarður frá þeim tíma sést greinilega, hann er allvíða um 2% metri að hæð.“ Kjartan Jóhannesson telur, að á árunum 1946 — 1966 hafi jökullinn hopað um 800—1000 m milli Sandfells og Merkigilja. Kjartan bendir á, að á landabréfum gæti nokkurs ruglings á nöfnum. Hið rétta er: Fjalllendið allt kringum Ólafshaus heitir Merkigil, en gilið, sem ber það nafn á kortinu, heitir að réttu lagi Vonda- gil. Vont er yfir það að komast, reyndar ófært nema á einum stað, að fært er gangandi manni. Heitir þar Yfirferð. JÖKULL 20. ÁR 81

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.