Jökull - 01.12.1976, Síða 63
Tilgáta um orsök hamfarahlaupsins í Jökulsá á Fjölíum
og um jarðvísindalega þýðingu þessa mikla hlaups
TRAUSTI EINARSSON,
VERKFRÆÐI- OG RAUNVISINDADEILD OG RAUNVÍSINDASTOFNUN
HÁSKÓLA ÍSLANDS
í 43. árgangi Náttúrufræðingsins 1973, sbr.
lista um tilvitnanir, skrifaði Haukur Tómasson,
land- og jarðfræðingur athyglisverða grein með
heitinu Hamfarahlaup í Jökulsá á Fjöllum. Er
þar skýrt frá ótvíræðum ummerkjum um slíkt
stórhlaup í ánni, að jafnvel Skeiðarárhlaup þau,
sem mæld hafa verið, komast vart nema í hálf-
kvisti við það. A öræfunum gætti hlaupsins ým-
ist þannig, að áin rann mjög breitt eða að hún
rann í mörgum farvegum eftir því, hvernig
landslagi var háttað. En er neðar dró, gróf hún
mjög mikið í núverandi Jökulsárgljúfri, en fyllti
það svo mjög, að beljandi móða flóði út úr
gljúfrinu og út yfir brekkur upp af láglendi
Kelduhverfis og gróf í brekkurnar þá gróp, sem
nú er Ásbyrgi, en Eyjan varð eftir milli tveggja
kvísla.
Haukur segist hafa fengið hugmyndina að
þessari myndunarsögu Jökulsárgljúfurs og Ás-
byrgis og að þessu stórhlaupi í ánni, — sem
hann velur heitið hamfarahlaup, — er hann
kynntist ummerkjum eftir sérstök ofurhlaup í
Washingtonfylki í Bandarikjunum, en þau
skýra menn þar á sannfærandi hátt með snöggri
tæmingu jökulstíflaðra vatna við suðurjaðar ís-
aldarjökulsins, er hann var að hörfa í lok eða
eftir ísöld á nálægu fjalllendi ofan við hlaupfar-
vegina. Og Haukur gerir einnig ráð fyrir því,
að hamfarahlaupið í Jökulsá á Fjöllum eigi sér
ekki óskyldan uppruna, hafi komið út undan
Dyngjujökli frá einhverju söfnunarsvæði vatns
inni í Vatnajökli, en telur orsökina til vatnssöfn-
unar og tæmingar í stórhlaupinu ekki ljósa, eða
vill ekki geta sér til um þessi atriði.
Mér finnst þetta hamfarahlaup og þær rann-
sóknarhamfarir, sem fylgt hafa í kjölfar þess liið
merkilegasta mál, og vildi mega leggja fáein
orð í belg, bæði varðandi orsakir hlaupsins, svo
og um útbreiðslu þess, og ef til vill lekur fleira
úr pennanum.
Fjórir íslenzkir jarðfræðingar hafa aðallega
unnið að rannsókn Jökulsárgljúfurs og hlaupa
í Jökulsá, fyrstur, að ráði, Sigurður Þórarinsson,
og leyfi ég mér að vísa til heimildalista með rit-
gerð Hauks í því sambandi, og telur Haukur
hlut Sigurðar mestan. Sigurður hafði við þær
rannsóknir fundið farveg frá Jökulsárgljúfri út
í Ásbyrgi og tímasett hann með ljósum öskulög-
um frá Heklu, sem hann var með mikilli elju-
semi búinn að gera að geysi-haglegum tíma-
niæli á tímanum sem spannar yfir um 7000 síð-
ustu árin í jarðvegssögu landsins. Á grundvelli
áðurnefnds farvegs hafði Sigurður sett fram
kenningu um myndun Ásbyrgis.
Þá hefur Guttormur Sigbjarnarson tekið að
sér að rekja farvegi hamfarahlaupsins ofan frá
Dyngjujökli og niður á Ásbyrgissvæðið og hefur
rakið og mælt hámarksstöðu hlaupvatnsins í ár-
gljúfrinu og fleiri atriði, sem máli skipta fyrir
lýsingu á hlaupinu og afleiðingum þess, sem
Haukur rekur nánar í grein sinni.
Eftir að kenning Hauks um hamfaralilaupið
var komin fram og böndin fóru að berast að
henni, lagði Sigurður Þórarinsson aftur hönd á
plóginn við aldursgreininguna, og kemur það
þá skýrlega í ljós, að hamfarahlaupið varð fyrir
um það bil 2500 árum. Skýring Sigurðar á mynd-
un Ásbyrgis í jökulhlaupi hafði verið spor í
rétta átt, en hlaut nú að víkja fyrir kenningu
Hauks um hamfarahlaupið og gögnunum um
vatnsmagnið í því. Þetta var þó stærra skref en
að skipta um nafn á hlaupinu, eins og ljóst
verður, þegar skýra á orsök hamfarahlaupsins
og áhrif þess skv. grein Hauks, bæði í Jökulsár-
gljúfri og í Ásbyrgi.
Síðast en ekki síst hefur Kristján Sæmunds-
JÖKULL 26. ÁR 61