Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1976, Qupperneq 63

Jökull - 01.12.1976, Qupperneq 63
Tilgáta um orsök hamfarahlaupsins í Jökulsá á Fjölíum og um jarðvísindalega þýðingu þessa mikla hlaups TRAUSTI EINARSSON, VERKFRÆÐI- OG RAUNVISINDADEILD OG RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS í 43. árgangi Náttúrufræðingsins 1973, sbr. lista um tilvitnanir, skrifaði Haukur Tómasson, land- og jarðfræðingur athyglisverða grein með heitinu Hamfarahlaup í Jökulsá á Fjöllum. Er þar skýrt frá ótvíræðum ummerkjum um slíkt stórhlaup í ánni, að jafnvel Skeiðarárhlaup þau, sem mæld hafa verið, komast vart nema í hálf- kvisti við það. A öræfunum gætti hlaupsins ým- ist þannig, að áin rann mjög breitt eða að hún rann í mörgum farvegum eftir því, hvernig landslagi var háttað. En er neðar dró, gróf hún mjög mikið í núverandi Jökulsárgljúfri, en fyllti það svo mjög, að beljandi móða flóði út úr gljúfrinu og út yfir brekkur upp af láglendi Kelduhverfis og gróf í brekkurnar þá gróp, sem nú er Ásbyrgi, en Eyjan varð eftir milli tveggja kvísla. Haukur segist hafa fengið hugmyndina að þessari myndunarsögu Jökulsárgljúfurs og Ás- byrgis og að þessu stórhlaupi í ánni, — sem hann velur heitið hamfarahlaup, — er hann kynntist ummerkjum eftir sérstök ofurhlaup í Washingtonfylki í Bandarikjunum, en þau skýra menn þar á sannfærandi hátt með snöggri tæmingu jökulstíflaðra vatna við suðurjaðar ís- aldarjökulsins, er hann var að hörfa í lok eða eftir ísöld á nálægu fjalllendi ofan við hlaupfar- vegina. Og Haukur gerir einnig ráð fyrir því, að hamfarahlaupið í Jökulsá á Fjöllum eigi sér ekki óskyldan uppruna, hafi komið út undan Dyngjujökli frá einhverju söfnunarsvæði vatns inni í Vatnajökli, en telur orsökina til vatnssöfn- unar og tæmingar í stórhlaupinu ekki ljósa, eða vill ekki geta sér til um þessi atriði. Mér finnst þetta hamfarahlaup og þær rann- sóknarhamfarir, sem fylgt hafa í kjölfar þess liið merkilegasta mál, og vildi mega leggja fáein orð í belg, bæði varðandi orsakir hlaupsins, svo og um útbreiðslu þess, og ef til vill lekur fleira úr pennanum. Fjórir íslenzkir jarðfræðingar hafa aðallega unnið að rannsókn Jökulsárgljúfurs og hlaupa í Jökulsá, fyrstur, að ráði, Sigurður Þórarinsson, og leyfi ég mér að vísa til heimildalista með rit- gerð Hauks í því sambandi, og telur Haukur hlut Sigurðar mestan. Sigurður hafði við þær rannsóknir fundið farveg frá Jökulsárgljúfri út í Ásbyrgi og tímasett hann með ljósum öskulög- um frá Heklu, sem hann var með mikilli elju- semi búinn að gera að geysi-haglegum tíma- niæli á tímanum sem spannar yfir um 7000 síð- ustu árin í jarðvegssögu landsins. Á grundvelli áðurnefnds farvegs hafði Sigurður sett fram kenningu um myndun Ásbyrgis. Þá hefur Guttormur Sigbjarnarson tekið að sér að rekja farvegi hamfarahlaupsins ofan frá Dyngjujökli og niður á Ásbyrgissvæðið og hefur rakið og mælt hámarksstöðu hlaupvatnsins í ár- gljúfrinu og fleiri atriði, sem máli skipta fyrir lýsingu á hlaupinu og afleiðingum þess, sem Haukur rekur nánar í grein sinni. Eftir að kenning Hauks um hamfaralilaupið var komin fram og böndin fóru að berast að henni, lagði Sigurður Þórarinsson aftur hönd á plóginn við aldursgreininguna, og kemur það þá skýrlega í ljós, að hamfarahlaupið varð fyrir um það bil 2500 árum. Skýring Sigurðar á mynd- un Ásbyrgis í jökulhlaupi hafði verið spor í rétta átt, en hlaut nú að víkja fyrir kenningu Hauks um hamfarahlaupið og gögnunum um vatnsmagnið í því. Þetta var þó stærra skref en að skipta um nafn á hlaupinu, eins og ljóst verður, þegar skýra á orsök hamfarahlaupsins og áhrif þess skv. grein Hauks, bæði í Jökulsár- gljúfri og í Ásbyrgi. Síðast en ekki síst hefur Kristján Sæmunds- JÖKULL 26. ÁR 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.