Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1976, Qupperneq 64

Jökull - 01.12.1976, Qupperneq 64
Son rakið farvegi eða framburð Jökulsár á hraunasvæðinu frá Asbyrgi og vestur fyrir Und- irvegg, þar sem lítil ástæða var til að búast við framburði Jökulsár, enda lætur Kristján það liggja milli hluta í grein sinni, sem liér er vitn- að til, hvernig á framburðinum standi. Hins- vegar hefur Kristján ekki látið sig muna um það, að greina öii hraunin sunnan Kelduhverfis og milli Jökulsár og Þeistareykja og sýnt fram á tengingu eins mesta hraunsins við jökuljaðar, sem teygði sig út á það, og þannig lagt grund- völlinn að tímasetningu þess hrauns. Mér bland- ast nú nokkuð hugur um einkunnagjöf Hauks, sem áður getur. Það er í fyrsta lagi allt of mikil hæverska, að hans verk hafi naumast verið ann- að en að setja fram hugmyndina um hamfara- hlaup, rétt eins og snjallar og djarfar hugmynd- ir, sem ryðja nýja braut og opna nýtt útsýni, séu lítils virði miðað við snilld þeirra, sem kunna að fara í slóðina. Og svo held ég, að Kristján verði nú að komast á blað, en grein hans kann Haukur ekki að hafa séð, og þó að það hafi verið drjúgur hluti af atvinnu minni í 40 ár að gefa einkunnir, gefst ég upp í þetta skipti. Ekkert af framlögum hinna fjögurra mátti vanta, og að minnsta kosti verður mér mikill matur úr framlögum þeirra allra. Mitt eigið tilviljunarkennda framlag um út- breiðslu Jökulsárframburðar verður lítið í þess- um samanburði, og ekki mitt að gefa því ein- kunn. Eg læt fyrst nægja að vitna í dagbók mína frá sumrinu 1948 um framburðinn, sem ég rekst á ofan veggjar vestan Undirveggs: „Grófporfyrit- iskt þétt, grátt basalt er hér um allt yfirborð hraunsins í vel rúnnuðum hnullungum og möl. Hnullungar með allt að 50—60 cm þvermáli koma fyrir. Þetta er úr allt öðru efni en hraun- ið, en það virðist vera með fersku yfirborði, þótt undarlegt sé, og ekki finnast að ráði rúnn- aðir hnullungar úr efni þess. Jökul get ég ekki hugsað mér hér sem skýringu á þessu aðkomna efni, og flutningur Jökulsárframburðar hingað meðfram strönd væri of langsótt skýring, þar sem hæð hraunsins er hér um 90 m yfir sjó.“ Því má bæta við, að ég minnist á þykkt, hvítt öskulag í jarðveginum meðfram skástígu gjá- röðinni suður frá Hóli. Ég hefi sem sagt ekki verið svo hugmyndafrjór við athugunina, að láta mér detta í hug slíka „fjarstæðu", að Jök- ulsá: hefði getað flutt þetta efni rennandi í eigin farvegi, og þá fyrir þann tíma, er gjár og 62 JÖKULL 26. ÁR mikil umturnun urðu til í Gjástykki. En eftir að heim kom, og einkum eftir að farvegur ár- innar út í Asbyrgi varð kunnur, fór að sækja á mig sú spurning, hvort kvísl frá Jökulsá ltafi getað komist vestur undir Undirvegg. Hefði ég þá komið auga á mikilvægi þess að rekja slíka kvísl, hefði ég ekki beðið boðanna. En nú verð ég að vænta þess að yngri menn taki þessa leit að sér, enda mun ég skýra tilganginn og frum- athugun eftir loftmyndum Landmælinga Is- lands. Fyrsta hugmynd mín var sú, að vel gæti kom- ið til greina að kvísl úr hlaupinu hafi komist í Eilifsvötn og svo norður úr vesturenda þeirra, þangað sem landinu hallaði niður til Keldu- hverfis á svæðinu milli Tóveggs og Hóls eða Undirveggs, og þannig niður til alls þess svæðis, þar sem við Kristján höfðum fundið aðflutt efni ofan á hraunum. En vitanlega yrði að hafa það í huga, að ekki aðeins gætu gjárnar verið yngri en hlaupið, heldur gætu hafa átt sér stað meiri háttar mislyftingar frá tíma hlaupsins. Yrði hlaup þessa leið hinsvegar rakið með vissu, mundu nauðsynlegar hæðarbreytingar til skýr- ingar á rennsli þess, vera orðin aðferð til að mæla mislyftingar á s.l. 2500 árum, og hefði hún augljósa jarðfræðilega þýðingu. Frumkönnun eftir loftmyndum gæti verið eðlilegt byrjunarspor, og skoðun mín á mynd- unum gaf mjög athyglisverða niðurstöðu. Eftir korti í mælikvarða 1:100 000 kom til greina eðlileg leið að austurenda Eilífsvatna milli Vest- ari og Austari brekku, síðan eftir Grænulág og loks niður halla meðfram brekkum vestast í enda vatnsins, og þar virtust nokkur ummerki rennslis á loftmynd, en ekki greinileg. Hins- vegar benti kortið til að hlaup hefði getað klofnað rétt áður en kom að Grænulág, og aust- urkvíslin farið meðfram suðurmörkum Grjót- hálsins og þar niður í vatnið. Og einmitt þarna er eins og laxastigi niður bratta brekku til vatnsborðs. Ég sé ekki betur en að þetta sé hlaupfarvegur, þar sem allt lauslegt hefur hreins- ast af grágrýtislögunum sunnan undir Grjót- liálsi og bæði ltafi lagskipting komið þannig skýrt í ljós, en auk þess hafi eitt eða fleiri minniháttar byrgi grafist inn í bergið undan fossandi hlaupvatni, þótt byrgin séu lítil miðað við Ásbyrgi. Þessi „laxastigi“ nær sem næst nið- ur að núverandi vatnsborði, sem er í 354 m hæð. Næst er það ljóst, að eðlileg lág liggur norðaustur frá Eilífsvötnum og sveigir brátt til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.