Jökull


Jökull - 01.12.1976, Page 66

Jökull - 01.12.1976, Page 66
ast á sögnum, er fælu í sér endurminningar um:;i||iiskýring á hamfarahlaupinu í jökulsá á Fjöllum. þessi harðindi. Frá vaxandi jökulhettum á • Bárðarbungu og Kverkfjöllum mundu teygja sig skriðjöklar í ýmsar áttir, og bæði eftir mynd Jóns og enn ákveðnar eftir mynd Helga var ekkert eðlilegra en að jöklar mættust um miðbikið á Dyngjujökulsdalnum og rynnu í byrjun saman í stíflugarð um þveran dalinn. Bak við garðinn mundi safnast saman vatn, uns það hefði náð slíkri hæð, að garðurinn flyti upp, en vatnið tæmdist í geysi-stríðum straumi, þ. e. hamfara- hlaupinu. Svona tæming jökulstíflaðra vatna með lyftingu jökulstíflunnar er alþekkt fyrir- bæri og er óþarft að rökstyðja fyrirbærið nánar hér. En lítum nú á dalinn milli Kverkfjalla og Breiðubungu. Hann er það breiður, að þarna verður hæpið að reikna með stíflugarði þvert yfir dalinn. I þess stað mundu skriðjöklar sækja til dalsins úr þremur áttum, frá Breiðubungu, Esjufjöllum og Kverkfjöllum, og á breiðri sókn- arlínu frá Esjufjöllum og Breiðubungu. Vötn kynnu að króast af um stundarsakir og leiða ef til vill til minni háttar hlaupa, en samruni jökl- anna í stuttan Brúarjökul fyrst, en síðan heild- arframskrið hans út dalinn, virðist eðlilegri þróun, og hún gæfi ekki tilefni til eða líkur á hamfarahlaupum, enda eru ekki þekkt ummerki slíkra hlaupa frá Brúarjökli. Ef við lítum loks á Skeiðarárdalinn á mynd Jóns, virðist ekki fráleitt, að stíflugarður hefði getað myndast ASA frá Háubungu. En hafi það- an komið hlaup fyrir 2500 árum, er harla ólík- legt, að ummerki þess sæjust nú á Skeiðarársandi, eftir öll þau síðari hlaup, sem hafa vaðið yfir Skeiðarársand og að minnsta kosti æði-mörg af öðrum rótum runnin. Ég hefi talið eðlilegast, að ég fjallaði í al- mennum orðum um líkur á stíflugarði um þver- an Dyngjujökulsdal og hvernig hann getur verið ' ÍHinsvegar virðist mér það ákaflega æskilegt yerkefni fyrir jöklafræðing, að hann gefi okkur mynd af jöklum á Vatnajökulslandinu á tíma árshitahámarksins nokkru fyrir Fimbulvetur og reki síðan þróun jökla og sköpun Vatnajökuls eftir að hann myndaðist og óx á og eftir Fimbul- vetur. Nú vinnur einmitt Helgi Björnsson jökla- fræðingur að slíku verkefni og verður fróðlegt að sjá, hver niðurstaða verður, enda munu leikir sem lærðir, eins og sagt er, sjá, hvað efnið er forvitnilegt. Og fyrr en jöklafræðilegri sér- þekkingu á nútímastigi hefur verið beitt á verk- efnið, mundi Jón Eyþórsson ekki hafa talið mynd sína af Vatnajökulslandinu fullgerða, og ég tel vissulega, að skýringin á hamfarahlaup- inu, sem ég hefi dregið upp, þarfnist slíkrar prófunar. TILVITNANIR Haukur Tómasson. 1973: Hamfarahlaup í Jök- ulsá á Fjöllum. Náttúrufræðingurinn 43, 12—33. Ritgerðinni fylgir ýtarleg heimilda- skrá og virðist eðlilegra að vísa á hana í stað þess, að endurtaka að miklu leyti heim- ildaskrá Hauks. Viðbótartilvitnanir koma hér aðeins í ritgerðir, sem beint er stuðst við. Jón Eyþórsson. 1951: Þykkt Vatnajökuls. Jökull, 1, 1-6. — 1952: Landið undir Vatnajökli. Jökull, 2,, 1-4. Helgi Björnsson. 1974: Explanation of Jökul- hlaups from Grímsvötn, Vatnajökull, Ice- land. Jökull, 24, 1—25, að meðtöldu 2 bls. ágripi á íslensku. Kristján Sæmundsson. 1973: Straumrákaðar klappir kringum Asbyrgi. Náttúrufræðing- urinn, 43, 52—60. 64 JÖKULL26. ÁR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.