Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1976, Qupperneq 69

Jökull - 01.12.1976, Qupperneq 69
én vatnsþrýstingurínn frá Grímsvötnum. Við þetta mikinn þrýstingsmun hafa vatnsrásirnar orðið mjóslegnar og flestar lokast, þó vatnið sem að þeim streymdi héldist hlýtt. Lágu vatnsborði í Grímsvötnum hefur fylgt frekar lágur straum- hraði í rásunum, svo möl og hnullungar í botni þeirra hafa haldist kyrrstæðir, jafnvel þar sem stríðast var, en méla og sandur skolast burt, án þess að annað kæmi í staðinn. Þannig gæti graf- ist gil með lekri urð í botni. Um þessa urð gæti vatn seitlað, þó hlýtt vatn gengi til þurrðar og ísinn legðist á urðina. Þegar hlýtt vatn bærist svo aftur að, mundi þetta seitl auðvelda opnun- ina, leysingarvatnið þyrfti þá ekki að fara til, baka, heldur gæti haldið áfram niður urðina. Fyrstu árin eftir hlaupið 1938 hefur útrásin ver- ið svo þröng, að hún hefur ekki getað flutt burt allt það vatn, sem barst að, svo að hækkað hefur í Grímsvötnum. Þegar undirborð flotíss- ins reis upp fyrir yfirfallið í berghryggnum, hef- ur 4° C heitt vatn borist að útrásinni, víkkað hana og aukið vatnsrennsli, sem gat rutt burt möl og hnullungum úr gilinu. Þetta kann að hafa verið framvindan þegar vöxtur kom í Skeiðará 1939. Næsta hlaup varð þegar 1941. Það óx mjög hægt og bendir það til þess, að útrásin hafi verið lítið eitt opin í byrjun hlaups og víkkað hægt undir háum yfirþrýstingi. Þá tel ég, að vatnrás hafi einnig haldist opin eftir þetta hlaup. Hlaupið 1945 var lítið, þó að ís- hryggur væri í 1570 m y. s. Hlauphæð Grímsvatna virðist smám saman fara hækkandi. Tel ég það benda til þess, að gil undir íshryggnum fyllist nú smátt og smátt á ný. Hlaupin 1941, 1945 og síðari hlaup hafa verið svo stór, að útrásir þeirra hafa skipst í greinar. En þegar rásirnar greinast, ná þær í hverju hlaupi að flytja jökulruðning fram og aftur, svipað og kvíslar á sandi og þannig fyllist smám saman gilið, sem fyrr myndaðist, meðan útrásin var stöðug og lítil méla og ruðningur barst að, en það sem fyrir var, skolaðist burt í jafnstreyminu. Nú skal vikið að möguleikum á að koma í veg fyrir Grímsvatnahlaup. Það mætti gera á margan hátt, en hér verður aðeins lýst þeirri aðferð, sem mér virðist hagkvæmust í ljósi þeirra hugleiðinga, sem fram hafa komið hér að fram- an. Hér á ég við þann möguleika að líkja eftir því ástandi, sem ég tel hafa verið í Grímsvötn- um fyrstu árin eftir 1938, það er að segja að óslitið rennsli hafi verið út úr vötnunum, þar sem bræðsla frá hlýju vatni hafi haft við ísað- hnigi í vatnsrásina. Ef stefnt væri að því að halda vatnsborði Grímsvatna í segjum 1380 m y. s., tel ég að 20 m3 á sekúndu af 4° C heitu vatni ættu að geta haldið útrásinni opinni. Kúnstin væri að varna rásinni að vikka svo, að vatnsborðið lækkaði mikið niður fyrir það, sem æskilegt væri, og á hinn bóginn að þrengjast svo, að vatnsborðið hækkaði úr hófi. Þessu mætti ná með því að láta 4° C heitt vatn renna óhindrað í útrásina, þegar hún ætti að víkka, en hræra í vatninu við útrásina, þegar ætti að þrengja hana, svo að vatnið væri ekki lagskipt eftir hita heldur bland- aðist leysingarvatni. Köld blanda færi þá í út- rásina og bræðsla yrði minni en aðsígið. Til þess að gera þetta mögulegt þyrfd að finna út- rásina með jöklaþykktarmælitækjum, bora þar niður gegnum 400 m þykkan jökulinn, og setja þar niður hræriútbúnaðinn. Þar sem jökullinn skríður yrði að færa búnaðinn í nýja holu með fárra ára millibili. Kostnaður við framkvæmd ofangreindrar hug- myndar kynni að vera meiri en vert væri að greiða fyrir frið á Skeiðarársandi. Hugsanlegt er þó að standa undir þessum kostnaði með því að nýta hluta fallsins úr 1380 m y. s. af 20 m3/s vatns. Besta aðstaða til slíkrar nýtingar virðist vera 1000 m fall í 3 km jarðgöngum gegnum Miðfell niður í Morsárdal. Norðan að Miðfelli gengur jökulhryggur í 1200 m y. s. og landtak- an við Miðfell virðist í besta lagi, en koma þyrfti vatninu að Miðfelli. Hugsa ég mér, að vatnið verði leítt í ísgöngum frá botni Skeiðarárdals að Miðfelli. Mun ég nú gera nokkra grein fyrir legu þessara ganga. Það er ekki ljóst, hvernig vatnið frá útfalli Grímsvatna kemst niður í ofanverðan Skeiðar- árdal. Það gæti runnið í einni rás eða svo mörg- um, að jaðraði við himnurennsli, og það gæti auðveldlega verið óstöðugt og breyst fram og aftur milli þessara rennslismáta. En hvernig sem þessu er háttað, þá hlýtur vattnið að leita botns Skeiðarárdals og vera nokkurn veginn sameinað við 500 m hæðarlínu í botni hans (sjá 7. mynd í grein Helga Björnssonar í Jökli 24. ár). Yfir- borð jökulsins yfir þessum botni er í 1460 m hæð, svo að ísþykktin er 960 m. íssúla af þessari hæð væri jafnþung 864 m hárri vatnssúlu, sem næði upp í 1360 m y. s. Um 4 km eru á milli hæðarlínanna í 1460 m og 1360. Ef boruð væru göng skáhallt frá yfirborði jökulsins í 1360 m JÖKULL 26. ÁR 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.