Jökull


Jökull - 01.12.1976, Side 70

Jökull - 01.12.1976, Side 70
hæð niður á botn jökulsins undir 1460 m hæðar- línunni myndu göngin lækka um 9 metra fyrir hvern metra sem yfirborð jökulsins hækkaði og þess vegna væri alls staðar sami þrýstingur utan og innan gangnanna, ef þau væru full af vatni. I reynd þyrfti að vera nokkuð lægri þrýstingur í göngunum en utan þeirra, bæði til þess að safna saman vatni í þau af dalbotninum, og til þess að halda veggjum þeirra sprungulausum. Ef við segjum að hæfilegur þrýstingsmunur væri 4 bör, þyrfti að taka vatnið úr göngunum í 1320 m y. s. — Önnur göng tækju síðan við vatninu og flyttu það í átt til Miðfells. Þessi göng ættu að vera um 30 m undir yfirborði jökulsins, svo að sprunguhætta væri lítil, og hallast minnst 1:1000 40—45 km leið til Mið- fells. Þegar að hryggnum út að Miðfelli kæmi væri vatnið í 1280 m y. s., en þar sem íshrygg- urinn norðan við Miðfell hangir í 1200 m y. s. myndi ráðlegt að nota þessa 80 m, sem umfram eru til þess að auka halla og straum i göngun- um sem þá þyrftu ekki að vera eins víð og ella. Það mundi ráð að bæta ofan á hrygginn með því að sprauta á hann vatni í frostum og skaf- renningi. A þann hátt mætti sennilega hækka hann um 60 metra á 20 árum, og þá fengist vel yfir 1000 m nýtilegt fall. Auðvelt væri að laga ísgöngin að þessari breyttu stöðu, því nýjum göngum yrði að koma upp á 5 til 10 ára fresti, bæði vegna þess að jökulskriðið bæri þau af leið og að þau mundu grafast í jökulinn vegna ákomu. Isgöngin yrðu ekki sérlega dýr, ef hentug tæki væru fengin, en þess bæri að gæta, að kostnað við gerð gangnanna ætti að reikna fremur til viðhalds en stofnkostnaðar. Enginn grundvöllur er fyrir kostnaðaráætlun, og liér er aðeins bent á nægilega glæsilega mögu- leika, til þess að vert væri að athuga þá nánar. Þetta orkuver gæfi svipaða orku og Sigöldu- verið, og í Grímsvötnum mætti geyma vatn frá einu ári til annars, en það væri ekki fært að breyta verulega afkastagetu þess á skemmri tíma en svo sem viku. Það tæki þann tíma að breyta vídd útrásarinnar úr Grímsvötnum. Þess vegna væri hagkvæmast að reka þetta orkuver í sam- bandi við önnur, sem gætu ráðið við daglegar sveiflur i orkuþörfinni. Athugandi væri að reka Miðfellsorkuverið í sambandi við jarðvarmaorkuver í Grímsvötnum. Þar væru surnar aðstæður erfiðar en aðrar ákjós- anlegar. Má þar fyrst telja yfirdrifið leysingar- vatn, sem yrði framúrskarandi kælir. Auðvelt væri að bora gegnum ís og vatn, fyrstu 300 til 400 metrana. Þá er líklegt að taki við frekar vatnsþétt leirlag og undir því mikið sprungið berg, sem aldrei hefur soðið í, svo sprungurnar séu kísilfríar, og að vatn hafi runnið um bergið nægilega til þess að skola burt sýrum og öðrum óþverra. Vona mætti, að þarna fengist vatn 200° C eða jafnvel vel það, en þó engin gufa, vegna þrýst- ings. Þegar þetta vatn kæmi upp undir minni þrýsting, mundi fyrst rjúka úr því svo að segja allt gas, sem halda mætti sér og nýta niður í eina loftþyngd. Þegar farginu væri létt af vatninu á uppleið, fengist svo til hrein gufa, og hana mætti taka undir mismunandi þrýstingi eftir því sem hent- aði þrepum í túrbínunni. Það mætti fá góða nýtingu á jafnvel 100° C gufu, vegna þess hve kælirinn væri ágætur. Eftir að vatnið kældist við gufuframleiðsluna hefði það samt nægan varma til þess að bræða orkuverinu leið um ísinn, hvort sem það væri flotís eða skriðís. Að sjálfsögðu yrði orkuverið að vera fljótanadi í vatni. Það má spyrja, hvað á að gera við rafmagnið? Ekki er fært að reisa venjulega háspennulínu, því möstrin mundu berast af leið, eða fenna í kaf, en svar við því er einfalt. Tækin, sem not- uð væru við vatnsleiðslugöngin, mætti einnig nota við gerð umferðargangna. I þau mætti leggja háspennukapal, kæling á honum væri næg, ef hann lægi á ísnum. Um þessi göng gæti líka gengið sleðalest sem héldi uppi samgöngum, livernig sem viðraði. Göngin næðu aðeins að Miðfelli, og það yrði sennilega hagkvæmast að leggja spor fyrir lest- ina niður fellið. Þetta yrði nokkuð kostnaðar- samt, en undir nokkru af þeim kostnaði gætu staðið flutningar á fólki frá Skaftafellsþjóðgarð- inum, upp á hájökul og til baka eftir áætlun óháðri veðurfari. Skíðafólk gæti leikið sér á öllum árstímum og forvitnir ferðalangar gætu séð jarðgufuorkuver á floti niðri í jökli. Þessir möguleikar ættu að ýta eftir framkvæmd þeirrar tillögu Sigurðar Þórarinssonar að gera mikið af Vatnajökli að þjóðgarði. Þess skal getið, að án uppörvunar og aðstoðar þeirra Elelga og Sveinbjörns Björnssona hefði þessi grein ekki orðið til. 68 JÖKULL 26. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.