Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1976, Qupperneq 74

Jökull - 01.12.1976, Qupperneq 74
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR ABSTRACT Glacier variations were recorded at 40 loca- tions. The retreat 1975/76 is 20 meters on the average. This figure is, however, of little signi- ficance as the interval is too short. No glacier was surging this year, but one surging glacier can completely distort the average figure. The average for the last 12 years yields a more de- pendable average value of 9 to 10 meters re- treat per year. Haustið 1976 voru lengdarbreytingar mældar á 40 stöðum. Á 27 stöðum hopaði jökuljaðar, en gekk fram á 13 stöðum. Samtals sýndu fram- skriðsstaðirnir 223 m framskrið, en hopstaðir 1038 m hop, eða 815 m hop umfram framskrið. Það svarar til 20 m hops að meðaltali við hverja mælistöð. Taka ber niðurstöðu þessa eina árs með varúð, t. d. gæti framhlaup (surge) einnar jökultungu snúið dæminu við, sbr. Jökul 24. ár, bls. 80. Ef litið er yfir síðastliðin 12 ár má full- yrða: Jöklar eru á undanhaldi hér á landi. Hop jökuljaðars er 9 til 10 metrar að meðaltali á ári. Rýrnunin er ólíkt hægari en hún var á árabil- inu 1931/1964, þá var hopið 27 m á ári, reikn- að með sömu aðferð. Veturinn 1975/76 var vestanátt ríkjandi og stöðugir umhleypingar. Veturinn var snjóþung- ur suðvestanlands, en snjóléttur norðanlands og austan. Skil milli hins snjóþunga og snjólétta liluta landsins lágu um Isafjarðardjúp og nálægt vatnaskilum Norður- og Suðurlands. Um allt land lagðst snjór i hlíðar mót norðaustri, jafn- vel var berangur mót suðvestri, einmitt þar sem að jafnaði er stórfenni á vetrum, þ. e. a. s. eftir norðaustanátt. Vart féllu snjóflóð í hlíðum mót vestri. Sumarið 1976 var hlýtt, vott suð- vestanlands og þurrt norðaustanlands. Mikið vatn í jökulám einkum nálægt 10. júlí. Hinn 9. júlí var hitamet i Reykjavík 24,2° C. í lok sum- ars voru fornar fannir orðnar litlar í fjöllum. Það vakti því nokkra eftirtekt, að í dölum norð- anlands og víðar lifðu af sumarið fannadílar úr snævi síðasta vetrar, þar sem um áraraðir allan snjó liefur tekið upp. Kom þarna skýrt fram, hvernig snjór hafði lagst 1 fjöll á síðast- liðnum vetri, því að þessir nýju fannadílar voru allir í hlíðum mót norðaustri, þ. e. a. s. í skjóli undan suðvestan-skafrenningsáttinni. Framhlaup Hagafellsjökuls eystri, sem rætt 72 JÖKULL 26. ÁR var um í skýrslu s.l. árs, er nú skráð. Enn held- ur Tungnaárjökull hjá Jökulheimum áfram að hopa. Vert er að veita því athygli, að smájökl- arnir vestan Oræfajökuls allt frá Svínafellsjökli og austur að Kvíárjökli skríða fram á sama tíma og stóru jöklarnir, Skeiðarárjökull og Breiða- merkurjökull, styttast. Athugasemdir Guðlaugs í Svínafelli varðandi Skaftafellsjökul og athugasemdir Flosa á Ivví- skerjum um Hrútárjökul og Fjallsjökul og at- hugasemd Gunnsteins á Egilsstöðum varðandi Kverkjökul gefa til kynna, að búast megi við, að þessir jöklar skríði fram á næsta ári (1976/ 1977). Snæfellsjökull I bréfi með mæliskýrslunni segir Hallsteinn, að enn hafi ekki tekist að finna merkin við Jökulháls. Það var 1973, sem jökullinn lengdist um 320 metra, að mestu sökum þess, að þykkur hjarnskafl lagðist við jökuljaðar. Kaldalónsjökull Á mæliskýrslunni tekur Aðalsteinn fram, að jökullinn hafi þynnst mikið í sumar og Borgin hækkað. Nú er þröngt sund á milli Jökulholta og Borgarinnar. Allbreitt sund er sunnan Borg- arinnar og yfir að Votubjörgum. Niður frá Borg- inni liggur mjó jökulræma yfir farvegi árinnar. Jökultanginn er sléttur og sprungulaus. Nú er hvergi eftir nýsnævi á jöklinum, hvorki á skrið- jöklinum eða upp á aðaljöklinum. Aðalsteinn telur allan snjó horfinn, sem safnast hafði frá því 1966. Um árferðið skrifar Aðalsteinn: „Síðastliðinn vetur er sá snjóléttasti, sem ég man, var aðeins þræsingur frá jólum og fram á þorrann, eftir það ríkjandi vestanátt að mestu og úrkomulítið. Gróður kom seint, þó vorið væri góðviðrasamt, mun hafa vantað úrkomu. Veruleg úrkoma kom ekki hér fyrr en í byrjuðum júlí, þá fóru tún að spretta. Þegar sláttur hófst, komu óþurrk- arnir. Þriðja ágúst var skínandi þurrkur, svo ekki þurrkur úr því út mánuðinn, fyrr en á liöfuðdag, en svo rakinn þurrkur eftir það að mestu fram að veturnóttum. Fram að desember gerði hér aðeins tvisvar hvíta jörð, og stóð það í sólarhring í hvort skipti. Hér þroskuðust eng- in ber í sumar. Úthagi var mjög vel sprottinn og blómgaður í sumar. Snjó leysti snemma, eftir það var enginn nýgræðingur, öfugt við það sem var í fyrra. Dilkar rýrari en í fyrra. Fornar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.