Jökull - 01.12.1976, Side 79
No.12
Mynd 3. Skaftárhlaup
nr. 12 (6. til 16. febrúar
1977).
Fig. 3. Jökulhlaup in
Skaftá river no. 12 (Feb.
6 to 19, 1977).
Q
m3/s
1000
800
600
400
200
0
6. 7 8. 9. 10. II 12 13. 14. 15. 16.
IQ Gl
250
228 Gl
200
150
100
50
0
FEBRÚAR 1977
Sumarið 1975 endurtók sama sagan sig, hlaup-
skvettur komu úr Grænalóni. Ein mesta hlaup-
gusan kom 2. október. Flóðtoppurinn var á bil-
inu 800 til 1000 m3/s.
Sumarið 1976 var Súla vatnslítil, þótt veður
væri gott og hlýtt. Ljóst var, að ekkert rann úr
Grænalóni, en ekki var hugað að vatnsstöð-
unni. Hinn 1. ágúst kl. 17 hófst jökulhlaup við
Súlubrú. Þá rann vatn ofan á jöklinum niður
með Súlutindum. Hlaupinu var að mestu lokið
kl. 21. Heimildarmenn: Filippus Hannesson á
Núpsstað og Jón Valmundsson, brúarsmiður í
Vík.
Hinn 3. ágúst kl. 4 hefst hlaup að nýju, náði
hámarki milli kl. 20 og 22. Heimild: Þorsteinn
Jóhannsson, vegaverkstjóri, Svínafelli og fleiri.
— Okkur vatnamælingamönnum tókst ekki að
komast á staðinn til mælinga fyrr en kl. 8 um
morguninn daginn eftir. Þá var rennslið rúmir
1000 m3/s og minnkaði allhratt. Hlaupinu lauk
5. ágúst.
Flóðtoppur hefur verið um 3000 m3/s, Að
vatnsmagni til hefur hlaupið verið um 190 gíga-
lítrar (Gl). Áætla má hlaupskvettuna 1. ágúst
um 5 Gl, svo að hér hafa farið fram urn 200 G1
(200 milljónir teningsmetra). Taka ber þessar
tölur með varúð, eða með skekkjumörkunum
± 25%.
Hinn 22. september 1976 fór Andri Heiðberg
með mig og Loft Þorsteinsson, verkfræðing hjá
Vegagerð ríkisins, í þyrlu sinni upp að Græna-
lóni. Fyrir þremur árum, upp á dag, höfðum
við þrimenningarnir verið uppi við Grænalón,
sjá Jökul 23. ár, bls. 55.
Nú var vatnsstaðan 2 m neðar heldur en í
sept. ’73. Hæsta vatnsborðsstaða sumarsins var
greinileg. Jakadreif og önnur einkenni sýndu
flóðfarið. Staðan hefur verið hæst í þann mund
er hlaupið hófst 1. ágúst. Lækkunin frá hæstu
stöðu og fram til 22. sept. var 23 m og rúmmál
vatnsfyllunnar, sem farið hefur úr Grænalóni er
275 Gl. Sírennsli hefur verið úr Grænalóni síð-
an í hlaupinu 3. ágúst og hefur vatnsborðið
haldið áfram að lækka eitthvað eftir hlaupið,
um örfáa metra, en ekki var unnt að átta sig
nákvæmlega á því.
Hinn 22. sept. ’76 var jökullinn að loka fylli-
lega fyrir útrennslið. Nú gekk hærri og efnis-
JÖKULL 26. ÁR 77