Jökull


Jökull - 01.12.1977, Síða 72

Jökull - 01.12.1977, Síða 72
Á G R I P ÞYNGDARBREYTINGAR TENGDAR ELDSUMBROTUM OG JARÐSKJÁLFTUM Á NORÐUllLANDI 1975/1976 Árið 1938 framkvæmdi Schleusener þyngdar- mælingar á línu, sem lá þvert yfir gosbeltið á Norðausturlandi, frá Akureyri til Grímsstaða á Fjöllum. Voru settir upp 40 mælipunktar á þessari línu. Þyngdarmælingar í þessurn punkt- um voru síðan endurteknar 1965, 1970 og 1975, fyrst undir umsjón Schleusener, en síðan undir umsjón Torge, jafnframt ]>ví sem nýjum rnæli- punktum var bætt við. Aðalmælilínan var fram- lengd til austurs að Hofi í Vopnafirði, og um 50 nýjum punktum bætt við á svæðinu frá Mý- vatni norður í Axarfjörð. Tilgangur allra þessara mælinga hefur verið að mæla langtíma þyngdarbreytingar á gosbelt- inu. Á tímabilunum 1965—70 og 1970—75 mækl- ust breytingar, sem námu að meðaltali allt að 0.01 mgal á ári á gosbeltinu miðað við l)lá- grýtissvæðið vestan þess. Sé stuðst við svokallað Bouguerb'kan svarar þetta til sigs um allt að 0.05 m á ári. Samfara þyngdarmælingum bafa mælipunktarnir auk þess verið hæðarmældir beint. Hefur aðalmælilínan verið fallmæld, en punktar norðan hennar aðeins verið mældir með loftþrýstingsmæli. Eftir gosið í Leirbnjúk í desember 1975 var ákveðið að endurtaka bæði þyngdarmælingar og fallmælingar sumarið 1976, þar eð ljóst var út frá mælingum Orkustofnunar, að gosið hefði valdið umtalsverðri röskun í a. m. k. hluta mæli- punkta, og nauðsynlegt var talið að ákvarða þá breytingu til þess að unnt væri að greina bana frá langtímabreytingum. Lega punkta, sem voru endurmældir á aðal- mælilínu, er sýnd á mynd 1. Yfirlit yfir mældar þyngdar- og hæðarbreytingar frá 1975 til 1976 í jressum punktum er að finna í töflu 2, og þær eru auk þess sýndar í mynd 2. Meginbreyt- ingin, sem mælist, er á um 5 km belti í kring- um Námaskarð, þar sem mælist þyngdaraukn- ing allt að 0.04 mgal. Þessi aukning endur- speglast í mældu sigi allt að 0.3 m samkvæmt fallmælingu, j)ótt slíkt sig sé reynclar aðeins meira en þyngdarmælingin gefur til kynna mið- að við Bouguerlíkan. Þá mælist samkvæmt fall- mælingu sig um allt að 0.1 m við Grímsstaði. Þetta sig endurspeglast ekki í þyngdaraukningu og er talið stafa af mæliskekkju. Leka punkta, sem voru endurmældir á svæð- inu milli Mývatns og Axalfjarðar, er sýntl á mynd 4. Þar er og sýnd mæld þyngdarbreyting frá 1965 eða 1970 til 1976 í einingunni 0.01 mgal. Nánar er gerð grein fyrir þessum breyt- ingurn í töflu 3. Athyglisverðust er liin mikla aukning á svæðinu kringum Kröflu, sem svarar til sigs allt að 5 m samkvæmt Bouguerlíkani. Þessar mælingar eru J)ó taldar óáreiðanlegar vegna óöruggra staðsetninga mælipunkta. Þá er athyglisverð þyngdarbreyting í Gjástykki, þar sem mesti munur milli þyngdaraukningar og -minnkunar er 0.25 mgal, er svarar til afstæðrar bæðarbreytingar yfir 1 m samkvæmt Bouguer- líkani. Yfirlit yfir Gjástykkismælingarnar er að linna á mynd 5. Þyngdarmælingarnar hafa verið framkvæmdar með Jrremur LaCoste-Romberg mælum, sem not- aðir eru samhliða. Mikil alúð hefur verið lögð við að leiðrétta mæligildi fyrir reki í mælum og áhrifum flóðs og fjöru. Mynd 1 sýnir niður- stöður hringmælinga milli grunnpunkta mæli- nets. Nákvæmni mælinga er talin vera um ± 0.01 mgal og nákvæmni í mældri þyngdarbreytingu J)ví um ± 0.02 mgal. Þá hafa nokkrir af mæli- punktum Orkustofnunar verið endurmældir til viðmiðunar og eru þær niðurstöður sýndar í töflu 4. Loks hefur verið endurmælclur þyngdar- mismunur milli mælipunkta á Akureyri, í Reykjavík og í Hannover í Þýskalandi. Niður- stöður, sem eru sýndar í töflu 1, gefa til kynna að engin marktæk breyting hafi orðið á Jjessum mismunum frá tímabilinu 1964/1975 til 1976. 70 JÖKULL 27. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.