Jökull - 01.12.1977, Page 95
sumar, sem án efa hefur stafað af þessu ryki.
A skriðjöklunum, a. m. k. hinum lægri, mun
þess liins vegar ekki hafa orðið vart.“
I bréfi með mælingaskýrslunni segir Steinn:
.. við Fellsfjall er jökuljaðarinn þykkur.
Meðfram jöklinum á milli Stemmu og Jökulsár
er lón. Lónið teygir sig stöðugt lengra til vest-
urs, í átt að Jökulsárlóni, eftir því sem jökull-
inn hopar. Þarna er fremur þunnur jökulgarð-
ur, hann eyðist nokkuð hratt."
Hoffellsjökull
„Gjávatn hljóp um mánaöamótin maí/júní.
Hlaupið breikkaði farveginn í öldunni þar sem
jökullinn liggur næst henni, Geitafells megin.
Smá hlaupskvettur komu síðar um sumarið,"
skrifar Helgi í skýrslu sinni.
Eyjabakkajökull
„Jökullinn liefur lækkað mikið," segir Gunn-
steinn í mælingaskýrslunni.
Brúarjökull
„Farið er að votta fyrir gróðri frernst í ruðn-
ingnum frá 1963,“ skrifar Gunnsteinn.
Kverkjökull
í bréfi með mælingaskýrslunni segir Gunn-
steinn: „Jökullinn heldur enn áfram að ýtast
upp, þar sem hann kemur út úr Kverkinni.
Aftur á móti hefur jiikuljaðarinn lækkað. Mest
er breytingin austan við íshellinn. Þar liefur
komið upp malarruðningur og klöpp. Sú auðna
myndar tanga upp eftir jöklinum. Hrun er nú
ekkert í íshellinum."
Sigurjón Rist.
JÖKULL 27. ÁR 93