Jökull


Jökull - 01.12.1977, Page 97

Jökull - 01.12.1977, Page 97
staðar norður frá fökulsá þetta haust, um það er brennisteinsfýlan og þó einkum askan næg vitni, en hvar sá eldur var er óvíst. Þetta ár töldu menn norðan og austan jökulsins nokkr- um sinnum að vart hefði orðið við eldgos, en óvíst hvar væri. I bókinni Ódáðahraun, II. bindi, eftir Ólaf Jónsson, bls. 313—314, stendur: „Þann 30. ágúst er eldmóða í Þingeyjarsýslu, og er þá talið að eldur muni vera uppi í Öskju, og fyrstu dag- ana í september er öskufall í Mývatnssveit og á Grímsstöðum. Var eldmóða á Hólsfjöllum 1.— 7. dag mánaðarins og öskuryk þann 6. A Teigar- horni var öskufall 10.—12. október . .. .“ Ekki er líklegt að vart hefði orðið við eldgos sunnan jökuls, þó það hefði komið upp einhvers staðar í miðjum Vatnajökli 6.-8. sept. 1927, því dimmviðri liindraði algerlega útsýn þangað fyrstu viku mánaðarins. Engar heimildir eru kunnar um að svipuð hlaup hafi áður komið í Jökulsá, og Sveinn Pálsson getur þess að hlaup komi ekki í hana. Þorvaldur Thoroddsen getur að vísu um jökulhlaup á Breiöamerkursandi ár- ið 1852, en af heimild hans er ljóst að þar var um framskrið jökuls að ræða, sennilega á tak- miirkuðu svæði. Það hefur að líkindum verið minni jökultunga en sú, sem nærri lokaði leið- inni 1892, en þá átti hann aðeins 213 m í sjó. (Mæling Þorv. Thoroddsens, sjá Ferðabók III, bls. 234). A seinni árum hafa nærri árlega komið smá- hlaup í Jökulsá, oftast í júlí eða ágúst, og hafa staðið nærri sólarhring. Ekki er vitað hvaðan þau stafa, en þau hafa ekki verið nema örlítið brot af blaupinu sem kom 1927. ABSTRACT The author describes a jökulhlaup in the river Jökulsá on Breidamerkursandur Sept. 7—8 1927. A postman, Jón Pálsson, perished on Sept. 7 while crossing the glacier sliort inside the outlet of the river, when the glacier roof of the river tunnel broke down. The flood is by far the biggest ever known to have occurred in Jiikulsá. Strong sulphuric stench was felt on Breidamerkursandur that autumn and once ash fell when strong wind was blowing from north. This points to an eruption either in or north of Vatnajökull. Frá ritstjórn um íslenskt efni Á undanförnum árum hefir borið æ meira á kvörtunum lesenda um, að íslenskt efni sé orðið of lítið í ritinu. Eru þetta orð að sönnu. Frá- sagnir af vorferðum félagsins á Vatnajökul hafa t. d. ekki birst síðan 1970. Ákveðið hefir verið að reyna að bæta úr þessu, með því að fá skráð- ar og birtar skýrslur um ferðir félagsins, sem ekki hafa komið í ritinu, og birta framvegis frá- sagnir þessar jöfnum höndum. Ennfremur gera tilraun til að safna 1 ritið frásögnmn af löngum jöklaferðum og sleðaferðum um hálendið á vetrum. Fyrstu greinarnar af þessu tagi birtast nú. Eru þær allar um ferðir á Vatnajökul. — Sigurður Björnsson skrifar um ferð um alda- mótin 1800, Sigurður Þórarinsson minnir á ferð Skaftfellings á sjöunda tug sautjándu aldar, og Gunnar Benediktsson skrifar um ferð þeirra fé- laga Helga Guðmundssonar, Sigurbergs Árna- sonar og Unnars Benediktssonar yfir Vatnajökul og aftur til baka árið 1926. Þessi ferð er fyrsta alíslenska ferðin yfir Vatnajökul á síðari tímum. Benedikt Gunnarsson aðstoðaði ritstjórn við að útvega greinina, sem var í vörslu Sigurbergs í Svínafelli. Veittu hann og Gunnar góðfúslega leyfi til að birta greinina, og fylgdi henni eftir- farandi bréf frá Sigurbergi, dags. 28. febr. 1978: ,,Nú eftir rúm 50 ár síðan þessi ferð var farin sé ég ekki ástæðu til að það þurfi að vera neitt feimnismál lengur, að það var ég sem átti hug- myndina að þessari lerð og vakti máls á því við Unnar frænda minn, er við vorum á smákendiríi saman. Seinna vakti ég máls á þessu við Helga, og var það auðsótt, að hann gerðist félagi okkar í þessari ferð, og var ég íararstjórinn. Mér finnst líka rétt, að það komi fram, að hinn mæti maður, L. H. Múller kaupmaður, gaf mér landabréf og vöðlur, er hann notaði yfir Sprengisand, en ég man ekki, hvort hann gaf mér „prímusinn“ og vasaáttavitann, eða ég keypti það í verslun hans.“ Til Jiess að áformum um að birta aukið ís- lenskt efni í Jökli verði náð, leitar ritstjórnin nú til félagsmanna um að senda ritinu greinar og ábendingar. M. H. JÖKULL 27. ÁR 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.