Jökull


Jökull - 01.12.1977, Síða 99

Jökull - 01.12.1977, Síða 99
þriðjung, stendur þetta liér um bil heima við það sem lierra Björn Gunnlaugsson hefur mynd- að jökulinn breiðan." Það er vissulega skaði að sr. Sigurður skyldi ekki skrifa ítarlega skýrslu um þessa ferð strax eftir samtal jreirra nafnanna, en mikii lieppni að hann skyldi þó skrifa þetta greinargóða lýs- ingu af lienni, jafnvel svo að líkur má færa að því, að hægt sé að ákveða eftir mynd frá gervi- hnetti hvar á jöklinum þeir félagar sneru við. (Sbr. mynd af Vatnajökli ERTS-i í Jökli 23. ár 1973). En sitthvað er það samt, sem í þessa frásögn vantar. Ljóst er hvaðan þeir lögðu upp, en hvað snemma afturelding var, fór eftir því livað þetta var snemma á sumri, en trúlegt er að ferðin hafi verið farin í júní, og þá lagt af stað upp úr miðnætti. Ovíst er hvoru megin þeir hafa farið við Skarðatind, en líklegra að þeir hafi farið vestan við hann, því sagnir liermdu að þar hafi verið farið áður, meðan samgöngur voru milli Skaftafells og Möðrudals. Ekki verð- ur heldur vitað hvaða ár þessi ferð var farin, en þó hefur það verið nokkru seinna en sr. Sigurður ætlaði, því Sigurður í Svínafelli var ekki eins aldraður þegar hann sagði ferðasög- una og sr. Sigurð minnti. Það fer ekki milli mála hver Sigurður bóndi í Svínafelli var, og hafi hann sagt sr. Sigurði ferðasöguna árið 1834, eins og virðist hafa verið eða nálægt því, þá var Sigurður Þorsteinsson ekki á áttræðisaldri, lieklur aðeins 58 ára, fæddur árið 1776. Hann var jrví aðeins 25 ára 1801, og er líklegt að ferðin hafi verið farin fyrir þann tíma, þó það verði ekki fullyrt. Ekki verður með vissu sagt hver með honum fór; það getur hafa verið Vig- fús bróðir hans, sem var tveim árum yngri, en orðalagið hjá sr. Sigurði bendir til að Sigurður í Svínafelli hafi talað um þennan mann sem sér tengdan, en sr. Sigurður ekki munað með hvaða liætti. Þeir leggja upp frá Skaftafelli, og gæti hinn maðurinn vel liafa verið jjaðan. Væri jrá líklegastur til Bjarni Jónsson, mágur Sigurðar, en hann var 7 árum eldri en Sigurður, og eykur j>að líkur á að ferðin hafi verið farin fyrir alda- mót, ef hann hefur farið. Þó sr. Sigurður færi svona villt um aldur Sigurðar í Svínafelli, kemur lýsing hans á hon- um að öðru leyti heim við sagnir, sem geymst hafa um hann, en eftir þeim hefur hann ein- mitt verið með afbrigðum frískur og j)olinn. Samtíma heimildir greina j)ó ekki frá þessu, en geta hans sem góðs bónda, sem oft hafi rétt öðrum hjálparhönd. Hann var fæddur og upp- alinn á Kvískerjum, og er einmitt maðurinn, sem Sveinn Pálsson minnist á að hafi farið frá Svínafelli austur í Breiðamerkurfjall til að líta eftir tófum, og hefur þau orð um hann og lians fólk, að hann þori vel að leggja eið út á það, sem það hafi sagt sér, eftir kynnum sínum af því. Vigfús bróðir hans var einnig röskur maður og gæti þess vegna hafa farið þessa ferð, en lík- legra er þó að j)að hafi verið Bjarni, sem ferð- ina fór. Um Bjarna jonsson hafa ekki geymst neinar afrekasagnir eða skráðar sögur um sérstakt líkam- legt atgervi, en liann var vel greindur maður, eins og hann átti kyn til. Hann dó árið 1833 og hafði j)á verið heilsuveill um nokkur ár, en líklegt er að hann liafi verið afburða göngu- maður á yngri árum eins og sumir afkomendur hans hafa verið. Jón sonur hans var, hvað þol og snerpu snerti, langt umfram flesta lians sveitunga, og svo var einnig um Einar og Bjarna syni Jóns. Einar lést árið 1919, og eru enn ofar moldu menn, sem muna hann vel. En liver var ástæðan til þess að þá félaga langaði til að vita hvað jökullinn væri breiður? Öldum saman höfðu geymst sagnir um ferðir norður að Möðrudal frá Skaftafelli. í Jarðabók ísleifs Einarssonar (1709) stendur í umsögn um Skaftafell: „Beit 14 hrossum á Möðrudalsöræf- um er jörðinni eignuð um sumartíma, kross- messna á milli; verður aldrei brúkað fyrir jökl- um.“ Arið 1779 fór Hannes biskup Finnsson um Öræfin. Ellefu árum síðar skrifar hann m. a. í bréfi: „A nefndri minni reisu talaði ég við Einar sál. í Skaftafelli [afa Bjarnaj um gamla veginn milli Öræfa og Möðrudals á Fjalli. Meinti hann að sá vegur væri cnn practicable (fær) og tveggja dagleiða ferð frá Öræfabyggð." (Hrakningar og heiðavegir If, bls. 279). Sveinn Pálsson kom að Skaftafelli árið 1794 og hafði þar töluverða viðdvöl. í Ferðabók hans kemur fram, að liann ræddi þá við lieimafólk um sagnir, sem þar voru til um ferðir yfir jökul- inn milli Skaftafells og Möðrudals, og virðist nær óhugsandi að þessi ferð hefði ekki borið á góma, ef lnin var farin fyrir 1794, og þá er mjög ólíklegt að Sveinn hefði ekki getið hennar. JÖKULL27. ÁR 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.