Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1977, Qupperneq 104

Jökull - 01.12.1977, Qupperneq 104
Föstudaginn 16. fóru þeir á fætur kl. hálf- fimm. Var þá alldimm þoka, en brátt hörfaði hún undatt norðvestan kælu og fyllti héraðið suður undan, svo að aðeins sást á liæstu fjalla- tinda. Loft var alskýjað, og ekki þótti þeim út- lit tryggilegt. Kl. hálfsjö lögðu þeir af stað upp á jökulinn og tóku stefnu í V til VNV, suð- vestanvert við Kverkfjöll. Jökullinn var harður, svo að skíðum varð ekki við komið, enda á brekku að sækja. Gengu tveir fyrir sleðanum, sá þriðji gætti mælisins og las af honum, og skiptust þeir á um það, því að sleðinn reyndist þungur. Eftir tvær klukkustundir höfðu þeir gengið 5 km. Þá var komin talsverð rigning, þoka var eigi langt undan, og sást nú jökull einn allt um kring, eftir að Hornafjarðarfjöll hurfu sýnum. Tafir urðu þeim brátt meiri en þeir höfðu gert ráð fyrir. A vegi þeirra urðu gjár, er þeir urðu að krækja fyrir, ein þeirra langmest, á að giska 20—25 m á breidd svo langt sem augað eygði til beggja handa. Með henni urðu þeir að ganga þvert til hægri rúman km, en þá var hún komin í 8 m breidd, lá þar yfir hana snjó- brú, sem þeir komust yfir, en urðu að viðhafa alla gát. Þá hafði ekki grunað, að færi yrði svo þungt sem raun varð á. Ekki höfðu þeir reiknað með að þurfa að kafa snjó, en svo reyndist, er skammt var komið, og varð snjóvaðallinn brátt í mjóalegg og meira innan skamms. Enginn kostur var þeim að grípa til skíðanna, því að sleðinn var ramdrægur i krapinu, og snjórinn vildi líka tolla við skíðin, en skíðaáburður var enginn með í förinni. Kl. 12 höfðu þeir gengið 10 km. Oðru hverju létti í súld og þoku. Kl. 5 voru 20 km að baki. Þá sá til fjalla norðan jökla, Kverkfjalla og Herðubreiðar, og til Snæfells sáu þeir bæði þá og oftar um daginn. Þeir fleygðu yfir sig tjaldinu, hituðu sér kaffi og hvíldu sig hálfa aðra klukkustund. Þegar upp var staðið, var þoka með svartasta móti, svo að ekkert var við að styðjast nema áttavitann. Klukkan 9 létu þeir staðar numið og tjölduðu til náttstaðar, fóru f þurra sokka og tóku til matar síns. Þann dag fóru þeir 29 km. Laugardaginn 17. lögðu þeir af stað um kl. 7. Þá var veður hið fegursta, vestangola og glaða- sólskin. Þeir höfðu sofið vel um nóttina og voru í mjög hátíðlegu skapi, því að svo stendur skrifað á blöðum þeirra: „Var þá fagurt um að 102 JÖKULL 27. AR litast. Til vesturs og suðurs var að líta fann- breiður Vatnajökuls, er voru þegar byrjaðar að glitra af fyrstu geislum morgunsólarinnar. I norðaustri blasti við Snæfell umkringt grösug- um heiðum og í norðvestri Kverkfjöll með jökul hið efra, en skriðjökultangar teygðust niður hlíðar þeirra, uns þeir sameinuðust aðaljöklin- um að sunnan. Þarna stóðum við góða stund og virtum fyrir okkur hina voldugu bakverði Vatnajökuls í litklæðabúningi með mjallahvíta hjálma. Við gleymdum allri eldamennsku, borð- uðum kaldan graut og lögðum af stað kl. 7.“ Um hádegi höfðu þeir farið 12 km, tjölduðu þá, hituðu kaffi og hvíldu sig í tvo tíma. Þá mældist hiti 8° á Celsíus móti sól. Þann dag fóru þeir 26 km, og 3 síðustu kílómetrana gengu þeir upp allbrattar brekkur vestur með Kverk- fjöllum, Strax í neðstu brekku tók að brydda á fjallahnúka. I suðri sást hátt toppmyndað fjall, litlu vestar minni hnúkur, og skýrðust þessi fjöll, eftir því sem ofar dró í brekkurnar. Eftir stefnu að dæma, töldu þeir þetta fjöllin í Breiða- merkurjökli, Esjufjöll og Mávabyggðir. Um það bil 3 km þar frá, sem Kverkfjöll ná lengst í vestur, tjölduðu þeir um níuleytið. Var þoka þá að færast yfir, og fylgdi ísing. Þá sýndi mælir 1° frost. Ágerðist snjókoma og suðvestan vind- ur, eftir jrví sem á leið kvöldið. Var komin hné- ófærð, er þeir gengu til náða. Ncestu nótt var þeim erfitt um svefn. Þegar þeir voru sestir að um kvöldið, ágerðist sviði í andliti, sem stafaði af sólbruna, en sólbruni hafði þeim síst í hug komið á þessum slóðum og höfðu engan áburð til varnar. Eru Norðling- ar þeir, sem þeir hittu fyrsta norðan jökla, minnug vitni útlits þeirra, er þeir komu til byggða. En úr tjaldstað sínum vestan Kverk- fjalla lögðu þeir kl. 8 næsta morgun, sunnu- daginn 18. Dimm þoka var á og drífa, og voru brautir þeirra frá því um kvöldið um það bil horfnar. Enn var móti brekku að sækja, og var nokkur hliðarhalli til vesturs. Brátt tók jökli að halla undan fæti, óx hallinn, er á leið, og jafn- framt tóku allstórar gjár að mæta ferðalöngun- um. Varð nú að gæta allrar varúðar og vita fótum sínum forráð, bundu þeir sig á streng með 10—15 m millibili. Um hádegi hvarf allt í einu öll þoka, og var þá komið glaðasólskin. Á blöðum þeirra félaga er farið hátíðlegum orðum um stórbrotið útsýni, er þá blasti við: Fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.