Jökull


Jökull - 01.12.1977, Page 108

Jökull - 01.12.1977, Page 108
í hyggju að fara Sprengisand til Hofsjökuls og kanna uppsprettur Þjórsár. Honum þótti ferð þeirra merkileg. Hann gaf þeim hvorum einn minnispening, 100 mörk. Hann spurði margs, meðal annars um nýja hólmann í Öskjuvatni og gerði ráð fyrir að leggja þangað leið sína. Svo gerði hann og lét þess síðar getið í merkri ferðasögu, sem hann skrifaði fyrir menn í öðr- um löndum, að hann hefði fyrstur manna aug- um litið nýjan hólma í Öskjuvatni. Ekki fengust þeir félagar til að breyta áætlun sinni og fá sér lítils háttar hvíld í Saurbæ, með- an þeir fengju aðstoð við undirbúning heim- farar. I Saurbæ fengu þeir eitthvað til nestis og tvenn leðurskæði, en ekki gafst tími til skó- gerðar. Séra Gunnar hafði meira við bundið en honum gott þótti, svo að honum var óhægt um brautargengi. Hann hafði tekið að sér að greiða fyrir dr. Erkes, hafði lofað honum leið- sögn næsta dag til ýmissa sögustaða í Eyjafirði, þar á meðal Gnúpufells, en dr. Erkes sagðist eiga bók, sem þar væri prentuð. En prestur fór með þeim félögum til Akureyrar og lét undir þá hesta, svo að Svartárkotshestarnir gætu látið líða úr limum sínunt eftir þembing gærdagsins. A Akureyri keyptu þeir sitt af liverju til ferðar- innar, hittu Jónas Þórbergsson, ritstjóra Dags, og birti hann klausu um ferð þeirra í næsta blaði. Um kvöldið fóru þeir að Kaupangi og gistu þar hjá Bergsteini bónda Kolbeinssyni. Var þá rétt vika, frá því þeir tjölduðu á Við- borðshálsum undir brún Vatnajökuls. Föstudaginn 23. júli lögðu þeir upp frá Kaup- angi kl. 8 árdegis. Nú fóru þeir miklu beinni leiðir milli Eyjafjarðar og Svartárkots en í norð- urleið. Frá Kaupangi fóru þeir Bíldsárskarð að Grjótárgerði í Fnjóskadal, riðu Fnjóská gegnt Þórðarstöðum, síðan inn dalinn að Sörlastöðum og þaðan yfir Vallafjall að Stóruvöllum í Bárð- ardal. Beini stóð til boða á hverjum bæ, því að Þingeyingar höfðu mikinn hug á að ræða við þessa ferðalanga, sem komið höfðu svona fáheyrðar leiðir. Sjálfandafljót riðu þeir undan Stóruvöllum, tók það hestum á miðjar síður. Ekki þótti þeim Skaftfellingunum það straum- þungt, en stórgrýtt í meira lagi, því að víða stóðu hraunsnasir upp úr vatninu. Gegnt Lund- arbrekku hljóp Baldur bóndi í veg fyrir þá, og þágu þeir þar sykrað skyr og rjóma. Fékk Bald- ur eiginhandarnöfn þeirra sér til minnis og 106 JÖKULL27. ÁR minningar. Súkkulaðimjólk og kaffi beið þeirra í Víðikeri, þegar þeir komu þar til að skila af sér hnakk og beisli. Röbbuðu þeir þar í hálfan annan klukkutíma. Að Svartárkoti komu þeir kl. hálftíu og fengu þar hinar ágætustu viðtökur eins og fyrri daginn. Klukkan var orðin 11, er þeir lögðu af stað næsta dag, laugardaginn 24. júlí. Tók Snæbjörn að sér að reiða þá á leið til jökla. Tveir félag- anna hjálpuðu bónda að laga járn undir hest- um og binda klyfjar, en einn tók til skógerðar úr skæðunum frá Saurbæ. Húsfreyja sauð kjöt og tók til annað það, er ferðalangar girntust til nestis úr búri hennar. Það var glaða sólskin og liægur suðvestan- vindur. Þeir fóru fjórir saman með fimm hesta. Suður að Dyngjufjöllum fóru þeir sömu leið og jæir komu, en urðu nú að taka smábeygjur vegna hestanna. Svo fóru þeir suður með Dyngjufjöllum, svo nefndan Sanddal, og þegar komið var suður fyrir Trölladyngjuskörð, kvaðst Snæbjörn ekki fara lengra. Þá var klukkan orðin 9. Tjölduðu þeir þar undir háu líparítfjalli, sem Snæbjörn sagði nafnlaust, en ferðalangar gáfu nafn sitt og nefndu Hornfirðingafell. Þar voru gerðir upp reikningar, og skulduðu þeir Snæbirni 160 kr. fyrir alla aðstoð og beina í báðum leiðum. Sjá má á minnisblöðum, að því lík upphæð óx Hornfirðingum mjög 1 augum, en jjeir láta þess sfðan getið, að „við nánari at- hugun fundum við, að Jietta var ekki ósann- gjarnt“. Næsta nótt varð þeim félögum ekki svefnsæl. Enn liggja þeir uppi í háfjöllum og hafa ekkert að sér og ekkert til skjóls annað en eitt segl- dúkstjald. Kalt var í veðri og allmikil kæla suð- vestan af jöklinum. Kl. 4 um morguninn vökn- uðu jjeir og héldust þá lítt við sökum kulda, og einn hafði hvimleiðan skjálfta. Kveikt var á prímusnum til upphitunar í tjaldinu og snerist sú hitun brátt í kaffihitun fyrir þá tvo, er enn kenndu engis krankleika. En þrátt fyrir las- leika höfðu þeir bundið farangur í bagga kl. 7 og héldu af stað. Hafði sá sjúki fengið í mag- ann, en lét sem ekkert væri. Þeir fóru að jökl- inum sömu leið og jieir höfðu komið, óðu vest- ustu kvísl Jökulsár, hrægrunna, nánar til tekið hnédjúpa. Kl. 1 komu þeir að jöklinum og hituðu sér kaffi. Kl. 6 komu þeir að sleðanum, borðuðu Jrar og héldu svo áfram. Gott þótti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.