Jökull


Jökull - 01.12.1977, Síða 112

Jökull - 01.12.1977, Síða 112
Skýrsla formanns um störf Jöklarannsóknafélags Islands starfsárið 10. febrúar 1976—23. febrúar 1977 Rannsóknir Framkvæmdar voru sniömælingar á Tungnár- jökli eins og vorið áður og höfðu þau Elías Elíasson og Ragna Karlsdóttir, verkfræðingar, aðal veg og vanda af þeim, en Landsvirkjun sýndi félaginu þann velvilja, sem hún áður hafði sýnt, að lána því, auk Elíasar, þann ágæta snjóbíl, Jaka, ásamt Hannesi bílstjóra. Vegna snjóa varð seinna komist á jökul en venjulega og lagði sniðmælingahópurinn úr bænum laug- ardaginn 17. júní undir stjórn Gunnars Guð- mundssonar, en tveimur dögum síðar fór úr bæn- um bresk-íslenskur leiðangur undir stjórn Helga Björnssonar jöklafræðings og Keith Millers. Var sá leiðangur fyrir í Jökulheimum, er snið- mælingafólkið kom þangað og samflot síðan haft um að koma farangrinum upp á jökulrönd. Þau Elías, Ragna og annað Gunnarsfólk mældu þ. 20. júní snið frá Nýjafelli um 7 km vega- lengd inn á jökul. Næsta dag hélt sá hópur til Grímsvatna í fögru veðri. Þar var síðan að venju grafin snjógryfja, í þetta sinn undir stjórn Einars Gunnlaugssonar. Elías og Ragna mældu línu frá Gríðarhorni í stefnu á Depil, en sá viðmiðunarpunktur sást ekki vegna snjóa. Ekki var hægt að komast nið- ur að vatnsborði við Depil, en af hæð hjarn- sléttunnar miðsvæðis má ráða, að vatnsborð við Depil hafi verið um 1425 m og mátti því búast við hlaupi á árinu, sem og varð raunin á. Ætl- unin var að mæla í þessari ferð snið Grímsvötn— Kverkfjöll, en ekki varð úr vegna þoku. Ferð þessa hóps lauk 1 Reykjavík 26. júní. Haustið 1975 komst á samvinna milli Raun- vísindadeildar H.í. og Verkfræðideildar háskól- ans í Cambridge um að reyna þykktarmælingar á Vatnajökli með rafsegulbylgjum, en fram til þessa hefur þeirri mælitækni nær eingöngu ver- ið beitt á gaddjökla og erfiðlega gengið með hana á þíðjöklum. í hlut Jöklarannsóknafélags- ins kom að flytja mælingamenn á jökul, af jökli og um jökulinn. Þátttakendur í bresk-íslenska leiðangrinum voru þrír Bretar undir stjórn 1 1 0 JÖKULL 27. ÁR áðurnefnds Keith Millers, en frá Raunvísinda- stofnun voru 4: Helgi Björnsson, Ævar Jó- hannesson, Eggert Briem og Jón Pétursson og einn Ástralíumaður, Peter Rickwood, slóst einnig með í för. Þcir félagar prófuðu tæki sín um 9 km innan við jökulrönd á Tungnárjökli og voru að þvl til 4. júlí. Þá var skipt að nokkru um lið og Carl Eiríksson kom í stað Ævars, og daginn eftir var haldið til mælinga við Grímsvötn. En í bæinn var komið aðfaranótt 14. júlí, svo að hér var um langan leiðangur að ræða. Þátttaka Ævars og Jóns Péturssonar var einkum í því skyni, að kynnast mælitækjum og tækni, en þeir Ævar og Marteinn Sverrisson á Raunvísinda- stofnun vinna nú að því að hanna nýtt og full- komnara tæki til þykktarmælinganna (breska tækið náði ekki að mæla nema 450 m þykkan jökul). Raunvísindadeild Vísindasjóðs veitti eina milljón kr. til verksins 1976. Á að reyna nýja tækið á jöklinum í vor eða sumar og er stefnt að því, að unnt verði að mæla með því tæki bæði úr snjóbílum og flugvél og skrá mæligögn á segulbönd. Ef nýja tækið reynist vel, verður stefnt að jiví að kanna ekki aðeins landslag undir Vatnajökli, lieldur einnig undir fleiri jöklum. Slíkar mælingar hafa ekki aðeins vís- indalega þýðingu. Þær hafa einnig hagnýta þýð- ingu vegna virkjana jökulvatna og einnig geta þær orðið jrýðingarmiklar fyrir almannavarnir. Einkum er í því sambandi fróðlegt að mæla landslag í öskju Oræfajökuls og Mýrdalsjökuls. Það skeði svo s.l. haust, að Skeiðará hljóp í fyrsta sinn síðan ár á Skeiðarársandi voru brú- aðar. 1 hlut varaformanns Jöklarannsóknafélags- ins, Sigurjóns Rist, kom að mæla rennslið í hlaupinu með aðstoð Vegagerðarmanna, en Helgi Björnsson og Magnús Hallgrímsson skyldu fara til Grímsvatna og fylgjast með breytingum jrar, eins og í næstsíðasta hlaupi. Þeir Gunnar Guð- mundsson, Hörður Hafliðason og Ólafur Niel- sen fluttu þá uppeftir. Þeir komust á jökul 19. september og samdægurs flaug Sigurður Þórar- insson, ásamt tveimur frá Vegagerð ríkisins, inn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.