Jökull


Jökull - 01.12.1977, Page 113

Jökull - 01.12.1977, Page 113
yfir Grímsvötn til að varpa þar niður rauðum belgjum, sem nota átti sem mælipunkta. Dvöl þeirra Helga og Magnúsar á Svíahnúk eystri varð ærið löng. Hörður, Magnús Eyjólfs- son og Olafur Nielsen, sem sendir voru til að sækja þá, voru veðurtepptir í allmarga daga við Háubungu, en sama dag og Guðmundur Jónas- son nálgaðist Grímsfjall við 6. mann mætti hann hópunum báðum á heimleið. Það hefur sýnt sig á síðastliðnu ári, eins og oft áður, að forsenda vísindarannsókna á Vatna- jökli og öðrum stórjöklum landsins er að Jökla- rannsóknafélagið hafi ætíð á að skipa niönnum, er kunna vel til ferðalaga á jöklum, því án að- stoðar þeirra kemur sérþekking vísindamanna að litlu gagni. Sigurjón Rist sá um jökulsporðamælingar sem undanfarin ár og nýtur enn aðstoðar ötulla sjálfboðaliða úr hópi félagsmanna. Um aðrar ferðir er það að segja, að farin var hressingarferð á Tindfjallajökul og önnur i Jökulheima. Voru þátttakendur um 40. Veðrið hér á Suðurlandi s.l. sumar var jú ekki sérlega lokkandi til hressingarferða, en Valur spáir góðu á sumri komanda og hefur sitthvað á prjón- unum. Farartœki Um bílakostinn er Jrað að segja eftir formanni bílanefndar, að víslarnir gömlu eru í sama ástandi og áður, bilaður mótor í öðrum og brot- ið drif í hinum, en bombardierinn Jökull I er nú endurhæfður, svo notað sér móðins orð. Lögð var drjúg vinna í að breikka beltin á honum og er álitið, að hann hafi batnað við þetta, þótt enn sé ekki allt færi við hans hæfi. Skdlar Skálinn á Grímsfjalli var bikaöur og Jökul- heimahúsin eru í allgóðu standi. I fyrra var ákveðið að koma upp tveimur litlum skálum, öðrum í Esjufjöllum, hinum í Kverkfjöllum, og var kvæðakverið litla, Grímsvatnagrallari, gefið út m. a. í þeim tilgangi að afla nokkurs fjár til þessara framkvæmcla. Stefán Bjarnason, Jón Is- dal, Valur Jóhannesson og Pétur Þorleifsson eru að vinna af kappi að Jjessum skálum. Það var ekki hvað síst fyrir þakkarverðan áhuga Jóns ísdals á skálabyggingu beggja félaga, að stjórn Ferðafélags íslands samþykkti nýlega að leggja af mörkum 100 Ju'tsund krónur í hvorn skála. Ekki má heldur gleyma Þórarni Björns- syni, þegar fjallað er um skálana. Það ltefur reynst eins og áður svo sannarlega betra en ekki að eiga þann mann að. I ráði er að reyna að koma Esjufjallaskálanum á sinn stað nú um páskana. Mér er Jrað persónulega mikil ánægja, að komist hafði á Jtessi samvinna milli þeirra tveggja félaga, sem ég met öðrum félögum frem- ur, áður en ég hætti störfum í öðru Jreirra. Eg sé í anda þann tíma nú í nálægri framtíð, að hraustir menn og konur fara í skíðagöngu þvert yfir Vatnajökul, leggja upp frá Sigurðarskála norðan Kverkfjalla og ljúka ferðinni í bragga- skála Jöklarannsóknafélagsins á Hálfdanaröldu á Breiðamerkursandi. Um þann skála er það að segja, að einnig er í ráði að dytta að honum. Breskir vísindamenn æskja þess að hafa afnot af honum á sumri komanda, eins og oft áður, og fá Jretta með því fororði, að Jteir verði að víkja þegar okkar fólk þarf að nota hann. Fundir Auk aðalfundar 10. febrúar, Jtar sem Gutt- ormur Sigbjarnarson sýndi litmyndir frá jöðr- um Vatnajökuls, voru haldnir tveir fræðslu- fundir á s.l. starfsári og svo auðvitað árshátíð. Arshátíðin, Jörfagleðin, var haldin í Atthagasal Hótel Sögu og sóttu hana um 100 rnanns. Veislu- stjóri var Magnús Hallgrímsson, sem notaði tækifærið til að veita nokkra undirstöðutilsögn í borðsiðum og má vænta þess, að Jressarar upp- fræðslu muni sjá merki við máltíðir í leiðöngr- um félagsins á komandi árurn. Sveinbjörn Bjiirnsson flutti ræðu kvöldsins og mæltist hon- um prýðilega. Árshátíðir okkar hækka óneitan- lega nokkuð hraðar í verði en laun jöklamanna almennt. Var nokkuð rætt um Jtað af skemmti- nefnd fyrir síðustu árshátíð, að hún yrði sú síðasta í Jtessu formi, en eftir hátíðina virtust flestir þátttakendur á því máli, að samkoman hefði verið svo ánægjuleg, að halda ætti áfram í svipuðu formi. Á vorfundinum 18. maí fræddu Leifur læknir Jónsson og Magnús Hallgrímsson okkur með frásiígn al frækilegri skíðagöngu þeirra og fjög- JÖKULL 27. ÁR 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.