Jökull


Jökull - 01.12.1988, Side 16

Jökull - 01.12.1988, Side 16
Samantekt ALDUR BÚÐARAÐARINNAR Á SUÐURLANDI í LJÓSI GEISLAKOLSMÆLINGA Jökulgarðasyrpa sú sem rekja má um þvert Suður- landsundirlendi og í daglegu tali er nefnd Búðaröð- in, er lykilmyndun í íslenskri jarðsögu. Um langt skeið hefur hún verið talin ummerki síðasta umtals- verða framskriðs ísaldarjökulsins á Islandi, marka skilin milli ísaldar og nútíma og samsvara jarð- myndunum frá ísaldarlokum í Skandinavíu. Þessar myndanir eru Ra jökulgarðamir í Noregi, Mið- sænsku jökulgarðamir og Salpausselká jökuljaðars- myndanimar í Finnlandi. Samkvæmt því ætti Búða- röðin að vera 10.000 ára eða rétt rúmlega það, (Guð- mundur Kjartansson, 1940, 1943, 1958, 1961; Guð- mundur Kjartansson o.fl., 1964; Þorleifur Einarsson, 1964, 1968, 1978; Þorleifur Einarsson o.fl., 1988). Það er afar mikilvægt að jarðmyndanir eins og Búðaröðin séu vel kannaðar og aldursgreindar bæði beint og óbeint. Fram undir þetta hafa þó einungis þrjár geislakolsgreiningar, sem gerðar hafa verið í þessum tilgangi, verið birtar og þar af tvær af sömu skelinni (Tafla I). Raunar sýna þær einungis aldur skelja í gömlum sjávarsetlögum nokkra kílómetra utan Búðaraðarinnar. I jarðfræðirannsóknum sunn- anlands á vegum Orkustofnunar á ámnum 1982 - 1983 fundust skeljar í jarðlögum sem eru í nánum tengslum við röðina. I framhaldi af því voru gerðar 13 geislakolsaldursgreiningar á skeljum og viði frá þessum stöðum og víðar um Suðurland (Tafla II). Skemmst er frá því að segja að aldur Búðaraðar- innar fékkst fram með mun ótvíræðari hætti en menn höfðu þorað að vona. Niðurstöðumar sýna einnig að hinar hefðbundnu skoðanir á aldri raðarinnar eru ekki alls kostar réttar. Rétt er að undirstrika áður en lengra er haldið að alltaf er átt við hefðbundin geislakolsár þar sem leiðrétt hefur verið fyrir sam- sætumisræmi (isotopic fractionation) og sýndaraldri sjávar þegar rætt er um aldur og tíma í umræðunni hér á eftir. Við Island hefur sýndaraldur sjávar reynst vera um 365 ár (Hákansson, 1983). í töflum I og II eru rannsóknarstofualdurinn og leiðrétti aldur- inn báðir gefnir upp. Þau sýni sem eru í nánustum tengslum við Búða- röðina eru 4 (Tafla IV). Það eru tvö skeljasýni sem tekin voru úr lögum sem eru undir Búðagörðunum við Minnahof og Þrándarholt í Gnúpverjahreppi (Lu-2404, Lu-2403), eitt sýni úr jökulgörðunum við Hrepphóla í Hrunamannahreppi (Lu-2401) og annað sýni frá sama stað, úr siltlögunum sem leggjast upp að jökulgörðunum (Lu-2402). Nánari staðsetning sést á kortum og sniðum sem fylgja staðarlýsingun- um í enska textanum hér að framan. Aldursgreindu sýnin eru sem sé undir, í og ofan á jökulgörðum Búðaraðarinnar og negla aldur þeirra niður á þröngt tímabil. • Skeljar undir Búðaröðinni mælast 9.995 og 9.855 ára BP. • Skeljar úr Búðaröðinni mælast 9.745 ára BP. • Skeljar ofan á Búðaröðinni mælast 9.595 ára BP. Skeljamar undir og ofan á görðunum eru í lífs- stellingum en skeljabrotin í görðunum sjálfum eru uppmnnin í sjávarbotnslögum sem jökullinn hefur rutt upp er hann gekk fram. Þær sýna því aldur sem er lítillega hærri en aldur jökulgarðsins. Samræmið í mælingunum er gott og þær sýna að framrás Búða- jökulsins átti sér stað snemma á preboreal skeiðinu og að mestri útbreiðslu náði hann á ámnum milli 9.750 - 9.600 BP. Niðurstaðan er þá sú að Búðaröðin samsvari ekki Salpausselka- Miðsænsku- og Ra jökulgörðunum. Hún er um 400 ámm yngri en yngstu garðar þessara myndana. Frá sjónarhóli jarðfræðinnar eru 400 á að vísu ekki langur tími en í þessu tilfelli er lykiljarð- myndun færð á milli tveggja jarðsögutíma, frá ísöld til nútíma eða nánar til tekið frá síðasta hluta yngra- dryas til fyrri hluta preboreal (sjá Töflu III). Á Rangárvöllum tengist Búðaröðin víðáttumikl- um árósamyndunum og fomum jökulsársöndum þar sem jökulfljót beljuðu undan jökulröndinni í ísaldar- lok og við upphaf nútíma og bára óhemju magn af framburði til sjávar. Þrjár aldursgreiningar, Lu-2405, Lu-2406 og Lu-2598 sýna aldur þessarar myndunar (þ.e. Rangárvalla). Þær eru allar frá vestasta hluta hennar. Aldurinn er 9.500 - 10.000 BP eða frá pre- 14 JÖKULL, No. 38, 1988
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.