Jökull


Jökull - 01.12.1988, Page 91

Jökull - 01.12.1988, Page 91
í fjórða lagi verður áfram haldið saman mæling- um á jökulsporðum og þeim komið á framfæri í Jökli. Islendingar byrjuðu snemma að mæla jökul- sporða reglulega og eru til samfelldar mælingar á mörgum jöklum í 60 ár. Auk þess má með ýmsum gögnum lengja þessar raðir aftur í tímann og fá þannig nothæft yfirlit jöklasögunnar jafnvel í ein- hverjar aldir. Þessum gögnum er komið á framfæri við World Glacier Monitoring Service í Sviss og þeir sjá svo um að birta þau á 5 ára fresti ásamt upp- lýsingum um aðra jökla heims. í fimmta lagi verður reynt að komast fyrir um skyldleika jökla á mismunandi stöðum á landinu, þ.e. hvort hægt sé að nota mælingar á einum jökli til að geta sér til um ástand annarra jökla. Koma þar til áhrif breytilegra þátta svo sem loftslags og lands- lags. Æskilegt er að afkoma verði mæld á nokkrum jöklum á mismunandi stöðum á landinu. Má þar til nefna Hofsjökul sem nú þegar er byrjað að mæla, Þrándarjökul á Austurlandi, Tindfjallajökul á Suður- landi, Þórisjökul á Vesturlandi, Drangajökul (í Kaldalóni) á Vestfjörðum og Bægisárjökul á Norð- urlandi. Þessir jöklar eru nefndir til dæmis en ekki sem eini eða besti kosturinn. í sjötta lagi verður haldið saman snjómælingum Orkustofnunar og Landsvirkjunar. Snjómælingar, bæði á jökli og annars staðar, má nota til að spá um rennsli áa að vori og sumri og er það víða notað er áætla skal rekstur virkjana. Æskilegt er að starfað verði sem nánast með öðr- um þeim sem stunda rannsóknir tengdar jöklum svo sem Landsvirkjun, Raunvísindastofnun Háskólans, Vegagerðinni og Jöklarannsóknafélaginu. Islend- ingar eru einfaldlega svo fáir og jöklar hér svo stóri og margir að þess eru engin tök að deila vinnuafli í marga staði ef nokkur árangur á að nást. Einnig verður starfað með erlendum aðilum sem áhuga hafa á rannsóknum íslenskra jökla. Þótt hér sé lögð fram starfsáætlun er ekki svo að skilja að henni verði framfylgt út í hörgul á næst- unni. Heldur ber að skilja hana sem skrá yfir æski- leg verkefni, sem tengjast vatnsorkurannsóknum, og munu bæta mjög við almenna þekkingu á íslenskum jöklum. Fyrst í stað verður lögð sérstök rækt við af- komumælingar. Gryfja tekin í 1400 m y.s. á Hofsjökli til að vega snjó. í upphafi afkomu- mælinga á Hofs- jökli í apríl 1988. Ljósm. Oddur Sigurðsson. Mass balance measurements on Hofsjökull 1988. Photo Oddur Sigurðsson. JÖKULL, No. 38, 1988 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.