Jökull - 01.12.1988, Blaðsíða 93
Jöklabreytingar
1930-1960, 1960-1980, 1980-1986 og 1986-1987
ODDUR SIGURÐSSON
Orkustofnun
Grensásvegi 9,108 Reykjavík
YFIRLIT
Haustið 1987 var gengið til mælinga á jökuljöðr-
um á 35 stöðum. Á 13 stöðum hafði jökull gengið
fram, staðið í stað á 3 stöðum, en hopað á 17. Einn
staðurinn var á kafi í hjamskafli og því ekki hægt að
mæla þar og á öðrum stað var jaðar jökulsins óað-
gengilegur vegna lóns.
Hyrningsjökull hefur nú skriðið fram sem næst án
afláts síðan 1972.
Allir jöklar sem mældir eru út frá Drangajökli
hafa hopað eða staðið í stað í áratug eða meira.
Framskrið Múlajökuls stöðvaðist s.l. vetur og er
hann tekinn að hopa aftur þótt tölumar sýni fram-
skrið þetta árið.
Sólheimajökull V hefur gengið rúmlega 400 m
fram á 18 árum og herðir heldur á sér en hitt. Er ef-
laust ekki langt í að myndarleg jökulhlaup komi úr
Jökulsárgili eins og oft fyrir 1936.
Allir jaðrar Vatnajökuls sem mældir eru vestan
Skaftafells hopuðu á árinu. Á vestasta mælistaðnum
við Skeiðarárjökul mældist hopið tæplega 100 m
eftir að jökullinn hafði skriðið fram um 400 m. Það
er meiri gangur en mælst hefur þar síðan á fyrstu
áratugum aldarinnar.
Meiri hluti skriðjöklanna í Örcefum gengur fram
eins og þeir hafa allir gert meira eða minna á 9. ára-
tugnum. Suðursveitarjöklar hafa verið mældir endr-
um og sinnum undanfarinn áratug og þurfum við að
taka okkur tak til að samhengi í mælingum þar rofni
ekki alveg. Þeir hafa annars verið mældir vel allt frá
aldamótum og mega mælingar þar alls ekki detta al-
veg niður.
NÝ TAFLA
Taflan yfir jöklabreytingarnar hefur breyst dálítið
frá því sem áður var. I fremsta dálki eru heiti
jöklanna og eru þeir flokkaðir eftir svæðum. Þar eru
jöklar frá Öræfajökli settir saman í flokk enda eru
þeir svipaðir um margt. Morsár- og Skaftafellsjök-
ull flokkast með Vatnajökli þar sem þeir eru frá hon-
um runnir þótt þeir séu brattir ekki síður en aðrir
jöklar í Öræfum. Breiðamerkurjökull við Breiða-
merkurfjall (vestan við Vesturrönd) rennur norður úr
Öræfajökli áður en hann beygir til austurs og síðan
til suðurs. Skýrir það flokkun hans í töflunni.
I öðrum dálki töflunnar eru skráðar jöklabreyting-
ar 1930-1960. Þetta 30 ára tímabil fellur saman við
alþjóðlegt veðurmælingatímabil sem Veðurstofan
hefur notast við enda tók Jón Eyþórsson veðurfræð-
ingur þetta saman á sínum tíma. Hér eru skráðar töl-
urnar úr töflu Jóns sem birtist í 13. árgangi Jökuls.
Þar sem misræmi er í niðurstöðudálkinum er tölun-
um breytt svo að samlagning stemmi. Ekki er víst
að þar sé réttri tölu breytt því að ekki hefur tekist að
hafa upp á frumgögnum jöklamælinga frá dögum
Jóns.
Dálkar 3 og 4 sýna tímabil sem ekki styðjast beint
við nein sérstök veðurfarstímabil. Sé tímabil annað
en segir í hausnum er það afmarkað í dálknum.
Stuðst var við frumgögn frá 1967 og yngri, en eldri
mælingablöð fundust ekki. Á nokkrum stöðum voru
tölur endurmetnar.
JÖKULL, No. 38, 1988 91