Jökull


Jökull - 01.12.1988, Síða 93

Jökull - 01.12.1988, Síða 93
Jöklabreytingar 1930-1960, 1960-1980, 1980-1986 og 1986-1987 ODDUR SIGURÐSSON Orkustofnun Grensásvegi 9,108 Reykjavík YFIRLIT Haustið 1987 var gengið til mælinga á jökuljöðr- um á 35 stöðum. Á 13 stöðum hafði jökull gengið fram, staðið í stað á 3 stöðum, en hopað á 17. Einn staðurinn var á kafi í hjamskafli og því ekki hægt að mæla þar og á öðrum stað var jaðar jökulsins óað- gengilegur vegna lóns. Hyrningsjökull hefur nú skriðið fram sem næst án afláts síðan 1972. Allir jöklar sem mældir eru út frá Drangajökli hafa hopað eða staðið í stað í áratug eða meira. Framskrið Múlajökuls stöðvaðist s.l. vetur og er hann tekinn að hopa aftur þótt tölumar sýni fram- skrið þetta árið. Sólheimajökull V hefur gengið rúmlega 400 m fram á 18 árum og herðir heldur á sér en hitt. Er ef- laust ekki langt í að myndarleg jökulhlaup komi úr Jökulsárgili eins og oft fyrir 1936. Allir jaðrar Vatnajökuls sem mældir eru vestan Skaftafells hopuðu á árinu. Á vestasta mælistaðnum við Skeiðarárjökul mældist hopið tæplega 100 m eftir að jökullinn hafði skriðið fram um 400 m. Það er meiri gangur en mælst hefur þar síðan á fyrstu áratugum aldarinnar. Meiri hluti skriðjöklanna í Örcefum gengur fram eins og þeir hafa allir gert meira eða minna á 9. ára- tugnum. Suðursveitarjöklar hafa verið mældir endr- um og sinnum undanfarinn áratug og þurfum við að taka okkur tak til að samhengi í mælingum þar rofni ekki alveg. Þeir hafa annars verið mældir vel allt frá aldamótum og mega mælingar þar alls ekki detta al- veg niður. NÝ TAFLA Taflan yfir jöklabreytingarnar hefur breyst dálítið frá því sem áður var. I fremsta dálki eru heiti jöklanna og eru þeir flokkaðir eftir svæðum. Þar eru jöklar frá Öræfajökli settir saman í flokk enda eru þeir svipaðir um margt. Morsár- og Skaftafellsjök- ull flokkast með Vatnajökli þar sem þeir eru frá hon- um runnir þótt þeir séu brattir ekki síður en aðrir jöklar í Öræfum. Breiðamerkurjökull við Breiða- merkurfjall (vestan við Vesturrönd) rennur norður úr Öræfajökli áður en hann beygir til austurs og síðan til suðurs. Skýrir það flokkun hans í töflunni. I öðrum dálki töflunnar eru skráðar jöklabreyting- ar 1930-1960. Þetta 30 ára tímabil fellur saman við alþjóðlegt veðurmælingatímabil sem Veðurstofan hefur notast við enda tók Jón Eyþórsson veðurfræð- ingur þetta saman á sínum tíma. Hér eru skráðar töl- urnar úr töflu Jóns sem birtist í 13. árgangi Jökuls. Þar sem misræmi er í niðurstöðudálkinum er tölun- um breytt svo að samlagning stemmi. Ekki er víst að þar sé réttri tölu breytt því að ekki hefur tekist að hafa upp á frumgögnum jöklamælinga frá dögum Jóns. Dálkar 3 og 4 sýna tímabil sem ekki styðjast beint við nein sérstök veðurfarstímabil. Sé tímabil annað en segir í hausnum er það afmarkað í dálknum. Stuðst var við frumgögn frá 1967 og yngri, en eldri mælingablöð fundust ekki. Á nokkrum stöðum voru tölur endurmetnar. JÖKULL, No. 38, 1988 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.