Jökull - 01.12.1988, Blaðsíða 100
Snjóflóð á íslandi veturinn 1986/87
MAGNÚS MÁR MAGNÚSSON
Veðurstofu Islands
Bústaðavegi 9,150 Reykjavík
Um 315 snjóflóð voru skráð veturinn 1986-87.
Ekki urðu nein stórtjón af völdum snjóflóða.
Þann 11. október féll flóð við Ófæru í Dýrafirði og
skemmdi bíl.
Þá féll snjóflóð þann 9. desember í Engidal í ná-
grenni Isafjarðar, sem braut A-staurasamstæðu í há-
spennulínu.
I nóvember drapst eitt lamb í snjóflóði í Kolbeins-
dal í Hólahreppi í Skagafjarðarsýslu.
Hinn 10. desember gerði suðaustan stórviðri með
mikilli rigningu í Hrafnkelsdal í Jökuldalshreppi.
Snjór hafði safnast saman í lækjagrafningum í fjall-
inu. I stórviðri þessu mettaðist snjórinn af vatni og
rann af stað niður lækjagrafningana. Um 100 flóð
munu hafa komið niður vesturhlíð Hrafnkelsdals í
veðrinu. Skemmdir urðu nokkrar á húsum á Aðal-
bóli, einkum á hlöðu. Einnig urðu skemmdir á hey-
vinnuvélum. Úrkoman var slík að kunnugir vita
ekki um hliðstæðu.
Þann 23. mars féll snjóflóð úr Hraunsgili í Hnífs-
dal og skemmdi túngirðingu á um 100 m kafla.
Daginn eftir féll snjóflóð úr Hrafnagili í hlíð Eyr-
arfjalls í Skutulsfirði og tók af fjárgirðingu á um 50
m kafla og færði jafnframt í kaf jarðýtu, sem var við
jarðvegstöku þar fyrir neðan. Ytustjórinn slapp
ómeiddur og ýtan skemmdist ekki.
Flóð féllu úr Eyrarfjalli við Flateyri 24. til 26.
mars og brutu háspennustaura. Þann 1. apríl komu
flóð úr Bæjargili og Skollahvilft ofan Flateyrar, sem
tóku af fjárgirðingu á um 200 til 300 metra kafla.
Sama dag kom snjóflóð úr Hólkotshymu og braut sjö
háspennustaura í línunni, sem liggur milli Ólafs-
fjarðar og Dalvíkur um Burstabrekkudal.
Mikil snjóflóðahrina gekk yfir Öxnadal og Öxna-
dalsheiði þann 26. mars. Alls féllu 17 snjóflóð. Eng-
in slys urðu á fólki en allar þrjár raflínumar, sem
liggja um dalinn, slitnuðu. Alls brotnuðu 9 há-
spennustaurar.
I töflunni hér á eftir eru skráð öll snjóflóð, sem
Veðurstofa Islands hefur vitneskju um. Heimilda-
menn hafa, eins og áður, verið starfsmenn Vegagerð-
ar ríkisins og veður- og snjóathugunarfólk Veður-
stofunnar. Einnig hafa ýmsir aðrir sent inn upplýs-
ingar. Ef óvissa er um dagsetningu flóðs eða ef
mörg flóð falla á ákveðnu tímabili, þá er síðasta
hugsanlega dagsetning á flóði eða lok snjóflóðatíma-
bilsins skráð sem dagur 2 í töflunni.
Rétt er að hvetja fólk, sem verður vart við snjó-
flóð að tilkynna það Veðurstofunni. Hægt er að fá
þar til gerð eyðublöð á Veðurstofunni.
Itarlegri upplýsingar um flóðin er hægt að fá á
Veðurstofu Islands.
HEIMILDIR
Snjóflóðaskýrslur Veðurstofu Islands.
Snjóflóðaskýrslur Vegagerðar ríkisins.
Kristján Agústsson 1987: Snjóflóð á Islandi vetuma
1984/85 og 1985/86. Jökull 37, 91-98.
98 JÖKULL, No. 38, 1988