Jökull - 01.12.1988, Blaðsíða 77
Slaga VÍBdísarvcllir
R - 15 R - 16
Tófubruni
R - 17
Tófubruni
R - 5
Birjiirfcll
R - 10
[ I Svarl öskulag
Black tephra layer
[' V. j Gjall frá Ögmundarhraunsgosinu
‘ ' I Scoriaceous tephra \rom the Ögmundarhraun eruption
raQgmunda^hrau^
Ögmundarhraun lava/low
Landnámslag
Settlement tephra layer
Ljósl öskulag
Light coloured tephra layer
E3
rmr
Mynd 3. Jarðvegssnið við Ögmundarhraun. Staðsetning sniða er sýnd á myndum 1 og 2.
Fig. 3. Soil sections in the neighbourhood ofthe Ögmundarhraun lava flow. Location of sections is shown in
Figs. 1 and 2.
ALDUR LANDNÁMSLAGSINS
Um aldur landnámslagsins hefur allmikið verið
ritað og hefur Margrét Hallsdóttir (1987) tekið
saman yfirlit um það.
Reynt hefur verið að aldurssetja landnámslagið
með þremur ólíkum aðferðum. I fyrsta lagi með
geislakolsgreiningum. I öðru lagi með könnun á
afstöðu þess til annarra þekktra gjóskulaga og aldur
þess síðan reiknaður út frá jarðvegsþykknun. í þriðja
lagi með tengingu við frávík í sýrustigi í ískjömum í
Grænlandsjökli en frávikin eru rakin til eldgosa.
Geislakolsgreiningar eru þeim annmarka háðar að
mæliskekkja er sjaldnast minni en 50 ár til eða frá.
Þær aldursgreiningar sem til eru af landnámslaginu
benda til síðari hluta níundu aldar (Sigurður
Þórarinsson, 1977; Hreinn Haraldsson, 1981;
Margrét Hallsdóttir, 1987).
Guðrún Larsen (1982, 1984) hefur sett fram þá
tilgátu að sýrustigsfrávik í Grænlandskjömunum
897-898 gæti orsakast af eldgosi því sem myndaði
landnámslagið. Skekkjan er 1-2 ár. Bryndís G. Ró-
bertsdóttir og Haukur Jóhannesson (1986) reiknuðu
aldur lagsins út frá afstöðu þess til annarra þekktra
öskulaga og fengu ártalið 901-902. í þessari grein er
reiknað með að landnámslagið sé fallið um 900.
MIÐALDALAGIÐ
Annað nokkuð vel þekkt gjóskulag á Reykja-
nesskaga er svonefnt miðaldalag. Gunnar Ólafsson
(1983) hefur kannað útbreiðslu þess og reynt að
heimfæra það upp á eldgos sem getið er í rituðum
heimildum. Lagið er þykkast yst á Reykjanesskaga
þar sem það er um 20 cm og auðvelt er að rekja það
inn allan skagann. Upptök öskulagsins em í sjó við
Reykjanestána. Leifar gígsins eru Karlinn, stakur
drangur skammt undan landi, en hluti af gígbarmin-
um er skammt norðvestur af Valahnúk (mynd 1) og
hefur yngra Stampahraunið runnið upp að honum.
JÖKULL, No. 38, 1988 75