Jökull


Jökull - 01.12.1988, Page 95

Jökull - 01.12.1988, Page 95
verið jökullón ofan við fellið. Þetta jökullón hefur auðsjáanlega hlaupið, því menjar um gífurlegt vatnsflóð er niður með fellinu að austan og ca. 1 km austur með Múlajökli. Mælistikan við Múlajökul V stendur á sandhól, sem hefur verið umflotinn vatni og getur horfið hvenær sem er. Landslag allt er á þessum slóðum umtumað af vatnsflóðinu. Mælistaður þessi er við vestustu mörk jökulhlaupsins og enginn garður framan við." Um Mútajökul S segir Leifur: "Trúlega er hlaupi jökulsins lokið því sums staðar með jaðrinum vom minniháttar garðar og þá í 10-15 m fjarlægð frá jaðri og gæti merkt sumarhop. Víðast á leiðinni frá Hjart- arfelli var þó enginn garður. Jökullinn er stórkost- lega sprunginn og skítugur af áfoki. Eg tel mælistað Múlajökull V ekki gefa rétta mynd af hreyfingu jað- arsins vegna nálægðar við Hjartarfell. Legg ég til að næsta haust verði komið upp nýjum punkti mitt á milli þeirra punkta við Múlajökul sem fyrir eru." MÝRDALSJÖKULL Sólheimajökull — Valur Jóhannesson segir í athuga- semd um vesturtunguna: "Jökullinn hefur gengið mikið fram yfir land, sem lá hærra (gamlar jökulöld- ur) en jökulröndin undanfarin ár. Utfallið mest allt að vestanverðu, aðeins smá lækir meðfram hausnum að austanverðu, enda land allt hærra þeim megin. Jökullinn hár og brattur. Varða í gömlu mælilínunni er komin undir jökul ca. 10 m. Jökullinn riðlast enn upp á Jökulhausinn og hefur hækkað á hausnum, en virðist ekki mikið hærri að líta yfir til Hvítmögu. Stuðlabergshausinn, sem jökullinn (Austurtunga) gekk upp að, er alveg horfinn undir jökul og hátt ís- berg upp af. Einnig hefur jökullinn skriðið mikið fram milli Jökulhauss og Austurtungu og er mjög hár. Austurtungan sjálf er þverhnípt." ÖRÆFAJÖKULL Kvíár-, Hrútár-, Fjalls- og Breiðamerkurjökull V— Hér eru glefsur úr bréfi frá Flosa Bjömssyni á Kvískerjum 17. október 1987: "Breytingar á jöklum hér á þessu ári munu helstar á Kvíárjökli, en þar skríður grjótjökuljaðarinn, sem er hár og brattur, víðast fram. Einnig hefur jökullinn heldur hækkað í sumar, a.m.k. nokkuð inneftir, aðallega syðra megin. Annars er þó nokkur hluti hans framantil að miklu leyti laus við sprungur, og hafa skálar eða ker verið talsvert áberandi í sumar, nokkuð mörg og stór, og sum þeirra með svo til flötum, lítið eitt hallandi botni. Hin stærstu munu á að giska nálega 25 m á lengd eða lengri, um 7-10 m á breidd, þ.e. botninn, dýptin talsvert mismunandi, flest þau stærstu líklega 5-8 m. Þótt Hrútárjökull hafi ekki skriðið fram um mæl- ingalínuna er aurjökullinn þama upp af mjög hár og brattur, og viðbúið að hann sígi meira á, enda er jök- ullinn hár og sprunginn þar inn af, aðallega nær Múlanum. Fjallsjökullinn virðist frekar halda áfram að lækka, líklega að undanskildum nokkrum kafla nokkuð framarlega. Við Breiðamerkurfjall hefur Breiðamerkurjökull víðast hopað eitthvað meira en um mælingalínuna, nema alveg við fjallið sjálft, þar sem jökultunga nær heldur vestar en í fyrra sumar. En mjög er jökullinn enn sprunginn og úfinn austur að vestustu röndinni. Um mælingalínuna nr. 142 upp af Nýgræðna- bakka er nú smálón meðfram jökuljaðrinum, og get- ur mælingin þar því ekki talist nákvæm, en frá jökul- merkinu er 1421 m að lóninu sjálfu. En eflaust hef- ur jökuljaðarinn verið nokkuð úti í lóninu frá ytri bakkanum talið, og áleit ég því óhætt að bæta nokkrum metrum við, þannig að frá merki að jökli tel ég um 1432 m, og er það nokkru styttra en ef miðað væri við jökulinn hinum megin lónsins, sem nær niður í það. Hér um slóðir lá mjög mikill snjór hátt til fjalla langt fram eftir sumri. Tók þó að mestu undir haust- ið, líklega þó síst í Esjufjöllum. Þótt sumarið væri hér fremur hægviðrasamt, var oft dumbungur í lofti og fátt um verulega heita daga. Hlaup er sagt hafa orðið í Jökulsá 4. og 5. júlí. Mun ekki líklegast að hlaup þessi komi úr Veðurár- dal innri? Raunar sást úr flugvél 12. s.m. að var hátt í lóninu þar, og yfirborðið sama og algerlega hulið jökum eða íshroða." Breiðamerkurjökull — Hér segir Steinn Þórhallsson í athugasemdum: "Jökuljaðar mjög flatur en sprung- JÖKULL, No. 38, 1988 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.