Jökull - 01.12.1999, Page 106
1. mynd. Bægisárjökull. Ljósm./Photo Jónas Helgason 7. september 1996.
grettistökum. Við austurtungunahefur hann gengið 24
m lengra fram en mældist nú.
Við Jökulhaus hefur jökullinn nú lækkað.
Austurtungan er há að framan, sandorpin og ávöl.
Jökullinn hefur verið þverhníptur undanfarin ár. Hluti
af vatninu kemur eftir farvegi austar en áður og sam-
anlagt vatn meira en áður.
Vatnajökull
Síðujökull- Björn Indriðason sá að töluvert vatn hafði
fallið til Djúpár úr austustu kvíslum Brunnár í leysing-
um.
Guðlaugur Gunnarsson mældi nú jöklana í fimm-
tugasta skipti og hefur enginn áður náð því marki.
í bréfi frá Helga Bjömssyni á Kvískerjum seg-
ir m.a.: „Breiðamerkurjökull hefur haldið áfram að
hopa, enda sýnist hann hafa minnkað hvar sem á hann
er litið, nema vestast við Breiðárlón. Þar hefur sein-
ustu árin sést á klettahamar neðst og hef ég ekki séð
breytingu þar í sumar.
En á Fjallsjökli hefur verið framskrið vestur af
Fjallsárlóni, en við Breiðamerkurfjallhefurhann sýni-
lega minnkað og líka við Ærfjall.
Hrútárjökull hefur gengið til baka, þó hefur hann
hækkað lítilsháttar á kafla neðan við Ærfjall.
Kvíárjökull hefur færst í aukana á mælingastaðn-
um. Hvort hái grjótjökulbunkinn hefur þar áhrif er
óvíst en hann er kominn mjög nærri jaðrinum þarna.
Mest áberandi breytingin síðan í fyrra er af völd-
um Breiðár, því snemma í desember, líklega 4. eða 5.,
hætti hún að renna undan jöklinum ofan við Breiðár-
lón, um 1 km vestur af Máfabyggðarönd, þar sem hún
hafði lengi runnið, og braust út undan Máfabyggða-
rönd með miklum látum og rennur svo vestur í Breið-
árlón. Þá náði lónið fast að röndinni og var um 5 m
djúpt þar. Framan við röndina var botnurð allt að 20
m hærri en yfirborð lónsins. Þegar Breiðá braust þarna
fram, gróf hún sér farveg þvert vestur úr þessari urð
allt að 15 m djúpan og 90 m breiðan og sópaði þessu
efni vestur í Breiðárlónið og gerði þar árkeilu, sem
hún hefur verið að bæta við síðan. Þegar þetta er talið
hafa gerst, rigndi hér á Kvískerjum yfir 100 mm á 10
klukkustundum. Við sáum Hrútá daginn eftir þennan
rigningarskvett, þann 5. desember. Hún náði þá upp í
hæstu flóðmörk sem vitað er um. Við skoðuðum Kvíá
líka sama dag. Hún var þá mjög mikil og kom undan
jöklinum á nýjum stað, norðan við mælingastaðinn.
Áberandi var þá hvað hún var dökk og leirborin. Kvíá
hafði þarna útfall fram á sumar, en færði sig þá aftur
suður fyrir mælingastaðinn."
104 JÖKULL, No. 47