Jökull - 01.06.2000, Page 61
Upphaf smásjárrannsókna á þunnsneiðum afbergi
C.W. Giimbel, rituðu einnig í þýsk tímarit um gosin
1875. Enn síðar skoðaði Zirkel (1883) rykkennt efni
sem féll í Noregi vorið 1883 og sumir töldu vera frá
Islandi.
Harry Rosenbusch, enn einn þekktur frumkvöðull
í smásjárgreiningu á bergi, ræðir allítarlega um sýni af
móbergi úr fyrrnefndum Seljadal (4. mynd) í grein um
berg frá Þýskalandi (Rosenbusch, 1872) og hafði hann
fengið það frá Robert Bunsen læriföður sínum. Hann
gaf út bók í tveim bindum „Mikroskopische Physi-
ographie der Mineralien und Gesteine" 1873-77 (síð-
ar endurútgefin nokkrum sinnum) og er þar minnst
á sýni Zirkels o.fl. frá íslandi. Önnur smásjármynd
af sýni úr Seljadal er í bók Rosenbuschs „Elemente
der Gesteinslehre“ sem út kom 1898. Fyrsta smá-
sjá Rosenbuschs til bergfræðirannsókna var smíðuð
1870, en hann fékk síðan fínsmíðaverkstæði R. Fuess í
Berlín ásamt sjónglerjafræðingnum E. Hartnack til að
setja saman aðra betri (Rosenbusch, 1876). Varð fyrir-
tæki Fuess einn helsti framleiðandi bergfræðismásjáa
næstu áratugina (5. mynd).
Fleiri rituðu greinar um smásjárrannsóknir á ís-
lensku bergi ekki löngu síðar, m.a. nemendur Zir-
kels, A. Penck (1879) og P. Schirlitz (1882). Þorvaldur
Thoroddsen og Norðmaðurinn A. Helland (sem kom
til íslands 1881 og skrifaði talsvert um jarðfræði Is-
lands) kynntu sér smásjártækni hjá Zirkel.
Frederic Eugene Wright (1877-1953)
Bandaríkjamenn voru framan af eftirbátar Evrópu-
búa í smásjár-bergfræði. Einn þeirra allra fyrstu sem
sinntu þessu sviði var C.E. Wright sem nam fræð-
in í Berlín upp úr 1870. Sonur hans, F.E. Wright,
lærði síðan hjá H. Rosenbusch og kristallafræð-
ingnum V. Goldschmidt í Heidelberg um aldamót-
in, og ritaði ásamt þeim síðarnefnda m.a. grein-
ar um þau mynstur sem fram koma á yfirborði ís-
lensks silfurbergs þegar það er lagt í ætandi vökva
(Goldschmidt og Wright, 1903-04). Hann ferðaðist
um ísland 1909 og birti a.m.k. tvær greinar um ís-
lenskt efni, um jökulrof (Wright, 1910) og smásjár-
skoðun á hrafntinnu (Wright, 1915), auk smáklausu
um jarðhita hér (Wright, 1924). F. E. Wright rit-
aði fjölda greina um ljósfræði og smásjárrannsókn-
ir í bergfræði. M.a. átti hann þátt í að þróa smá-
sjár með borði þar sem velta má bergsýni á alla
vegu (universal stage). Kennslubók hans um smásjár-
bergfræði (Wright, 1911) mun hafa haft mikil áhrif.
4. mynd. Smásjármynd af túffi frá Seljadal, úr grein
Rosenbusch (1872). - Palagonite tujf from SW-
Iceland.
5. mynd. Bergfræðismásjá frá verkstæði R. Fuess, um
1888. - Petrographical microscope.
JÖKULL No. 48 59