Jökull


Jökull - 01.06.2000, Qupperneq 61

Jökull - 01.06.2000, Qupperneq 61
Upphaf smásjárrannsókna á þunnsneiðum afbergi C.W. Giimbel, rituðu einnig í þýsk tímarit um gosin 1875. Enn síðar skoðaði Zirkel (1883) rykkennt efni sem féll í Noregi vorið 1883 og sumir töldu vera frá Islandi. Harry Rosenbusch, enn einn þekktur frumkvöðull í smásjárgreiningu á bergi, ræðir allítarlega um sýni af móbergi úr fyrrnefndum Seljadal (4. mynd) í grein um berg frá Þýskalandi (Rosenbusch, 1872) og hafði hann fengið það frá Robert Bunsen læriföður sínum. Hann gaf út bók í tveim bindum „Mikroskopische Physi- ographie der Mineralien und Gesteine" 1873-77 (síð- ar endurútgefin nokkrum sinnum) og er þar minnst á sýni Zirkels o.fl. frá íslandi. Önnur smásjármynd af sýni úr Seljadal er í bók Rosenbuschs „Elemente der Gesteinslehre“ sem út kom 1898. Fyrsta smá- sjá Rosenbuschs til bergfræðirannsókna var smíðuð 1870, en hann fékk síðan fínsmíðaverkstæði R. Fuess í Berlín ásamt sjónglerjafræðingnum E. Hartnack til að setja saman aðra betri (Rosenbusch, 1876). Varð fyrir- tæki Fuess einn helsti framleiðandi bergfræðismásjáa næstu áratugina (5. mynd). Fleiri rituðu greinar um smásjárrannsóknir á ís- lensku bergi ekki löngu síðar, m.a. nemendur Zir- kels, A. Penck (1879) og P. Schirlitz (1882). Þorvaldur Thoroddsen og Norðmaðurinn A. Helland (sem kom til íslands 1881 og skrifaði talsvert um jarðfræði Is- lands) kynntu sér smásjártækni hjá Zirkel. Frederic Eugene Wright (1877-1953) Bandaríkjamenn voru framan af eftirbátar Evrópu- búa í smásjár-bergfræði. Einn þeirra allra fyrstu sem sinntu þessu sviði var C.E. Wright sem nam fræð- in í Berlín upp úr 1870. Sonur hans, F.E. Wright, lærði síðan hjá H. Rosenbusch og kristallafræð- ingnum V. Goldschmidt í Heidelberg um aldamót- in, og ritaði ásamt þeim síðarnefnda m.a. grein- ar um þau mynstur sem fram koma á yfirborði ís- lensks silfurbergs þegar það er lagt í ætandi vökva (Goldschmidt og Wright, 1903-04). Hann ferðaðist um ísland 1909 og birti a.m.k. tvær greinar um ís- lenskt efni, um jökulrof (Wright, 1910) og smásjár- skoðun á hrafntinnu (Wright, 1915), auk smáklausu um jarðhita hér (Wright, 1924). F. E. Wright rit- aði fjölda greina um ljósfræði og smásjárrannsókn- ir í bergfræði. M.a. átti hann þátt í að þróa smá- sjár með borði þar sem velta má bergsýni á alla vegu (universal stage). Kennslubók hans um smásjár- bergfræði (Wright, 1911) mun hafa haft mikil áhrif. 4. mynd. Smásjármynd af túffi frá Seljadal, úr grein Rosenbusch (1872). - Palagonite tujf from SW- Iceland. 5. mynd. Bergfræðismásjá frá verkstæði R. Fuess, um 1888. - Petrographical microscope. JÖKULL No. 48 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.