Jökull


Jökull - 01.06.2000, Page 85

Jökull - 01.06.2000, Page 85
Skýrsla formanns Jarðfrœðafélags Islands sem hún nefndi Volcanic Crustal Accretion at Mid- Ocean Ridges at Fast and Slow-Spreading Rates. Em- ilie sýndi mismunandi skorpustrúktúra annars veg- ar á Austur Kyrrahafshryggnum sem er "fast sprea- ding"og hins vegar á Mið Atlantshafshryggnum, sem er "slow spreading", sem hún túlkaði sem mismuna- andi skorpumyndum á þessum stöðum. Kvikuhólf hafa fundist með skjálfta gögnum undir Kyrrahafs- hryggnum, en ekki undir M-Atlantshafshryggnum þar sem skorpumyndun virðist meira misleit. Á fræðslufundi félagsins í mars talaði Kristín Vog- fjörð jarðeðlisfræðingur á Orkustofnun um P og S bylgjulestir í skorpu. Kristín fjallaði um bylgjuút- breiðslu í skorpu frá smáskjálftum og sprengjum, og sýndi hvemig samsetning (character) P og S bylgju- lesta úr skorpu ræðst af dýpi upptaka, hraðastrúktúr og þykkt skorpunnar. Hún sýndi dæmi frá smánetum í Evrópu og Norður- Ameríku, þar sem aðgreina mátti dýptarfasa, fyrsta og annað Móhó endurkast, bylgj- ur sem beygja í skorpunni, Rayleigh bylgjur, möttul- bylgjur og P-SV umbreyttar bylgjur. Einnig sýndi hún gögn frá SIL netinu en í sumurn tilvikum er þar hægt að nota millifasana til að ákvarða dýpi skjálfta. Á fræðslufundi félagsins í apríl talaði Maryam Khodayar jarðfræðingur, sem nú hefur aðsetur á Orkustofnun, um Structural analysis of fractured oce- anic cmst: Methods, objectives and field examples from Borgarfjörður, W-Iceland. Maryam Khodayar hefur starfað við rannsóknir á tektónik Borgarfjarð- arsvæðisins síðan 1995, fyrst í samvinnu við Norrænu Eldfjallastöðina, en árið 1996 var verkefnið útvíkk- að í samvinnu við Hauk Jóhannesson og Páll Ein- arsson. Hún sýndi sprungukort af Borgarfjarðarsvæð- inu og undirstrikaði að tektónísk saga þess væri mjög flókin. Maryam sýndi myndir úr feltinu af göngum, misgengjum, misgengisbreksíum, míkró-strúktúrum, sprungufyllingum og sýndi hvernig hægt er að nota "cross-cutting"sprungna til að spá í aldur og tektón- íska sögu svæðisins. Á fræðslufundi félagsins í maí talaði Anne Jenn- ings, götungafræðingur og rannsóknarprófessor við INSTAAR og háskólann í Colorado um: A compari- son of Late Weichselian ice extent and deglaciation on the western Iceland and East Greenland shelves. Hún sýndi gögn um útbreiðslu jökla og hörfun þeirra á svæðunum beggja vegna Danmerkur sundsins, þ.e. í Kangerlussuaq troginu á Austur Grænlandi og í Jök- uldjúpi. JÖKULL Áslaug Geirsdóttir, dósent við jarðfræðaskor H.I., er ritstjóri Jökuls fyrir hönd Jarðfræðafélagsins, en aðrir ritstjórar eru Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðing- ur á RH og Halldór Gíslason arkitekt, sem er ritstjóri íslensks almenns efnis. I ritnefnd sitja Leó Kristjáns- son, Helgi Torfason, Kristján Sæmundsson, Haukur Jóhannesson, Karl Grönvold og Tómas Jóhannesson. Nú eru þrjú þemahefti af Jökli í vinnslu - eitt um Kötlu undir ritstjórn Áslaugar og Bryndísar annað um jökla- rannsóknir, en gestaritstjóri þess heftis er Tómas Jó- hannesson. Þriðja þemaheftið er undir ritstjórn Helga Torfasonar, en það er helgað gosinu í Vatnajökli 1996 og hlaupinu í kjölfar þess. STJÓRN JFÍ Stjórn félagsins er þannig skipuð: Árný E. Svein- björnsdóttir, formaður, Edda Lilja Sveinsdóttir, ritari, Hjálmar Eysteinsson, gjaldkeri, og meðstjórnendurn- ir Georg Douglas, Helgi Torfason, Kristján Ágústsson og Magnús Tumi Guðmundsson. Nú ganga úr stjórn þau Georg Douglas, Helgi Torfason, Magnús Tumi Guðmundsson auk formanns. Ég vil nota þetta tæki- færi til að þakka meðstjórnendum sem nú ganga úr stjórn fyrir góð störf í þágu félagsins. Endurskoðendur félagsins voru á síðasta ári þeir Ásgrímur Guðmundsson og Skúli Víkingsson, báðir á Orkustofnun. NEFNDIR OG RÁÐ Á VEGUM FÉLAGSINS Orðanefnd var endurskipuð til tveggja ára frá og með 1. maí 1997. í henni eiga sæti Jón Eiríksson (formað- ur), Barði Þorkelsson, Freysteinn Sigurðsson, Guðrún Þ. Larsen, Haukur Jóhannesson, Leó Kristjánsson og Sigurður Steinþórsson. Aðalverkefni nefndarinnar er gerð jarðfræðilegrar orðaskrár með það að markmiði að skilgreina jarðfræðileg hugtök á íslensku, finna ís- lensk heiti og skrá þau ásamt sambærilegum erlendum orðum. Stjórn JFÍ telur einnig brýnt að nefndin safni JÖKULL No. 48 83

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.