Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 10.–13. október 2014 Blekhylki.is Við seljum ódýra tónera og blekhylki Fjarðargötu 11 og Smáralind • S: 517-0150 Græddi 240 milljónir Sjóklæðagerðin á eignir upp á nærri 2,9 milljarða S jóklæðagerðin hf., sem fram- leiðir fatnað undir merkjum 66°Norður, skilaði tæplega 240 milljóna króna hagnaði í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi fé- lagsins sem nýlega var skilað til árs- reikningaskrár ríkisskattstjóra. 66°Norður er eitt af þekktari fata- merkjum landsins enda hefur Sjó- klæðagerðin verið starfandi í bráð- um heila öld – fyrirtækið var stofnað árið 1926. Upphaflega framleiddi fyrir tækið hlífðarfatnað fyrir sjó- menn og fiskverkunarfólk en fram- leiðir nú útivistarfatnað af dýrari gerðinni sem jafnvel má kalla tísku- vöru í einhverjum tilfellum. Fatn- aðurinn er einnig seldur í öðrum löndum og á Sjóklæðagerðin meðal annars dótturfélag í Bandaríkjunum. Talsverðar hræringar hafa verið í eigendahópi Sjóklæðagerðarinnar á liðnum árum og var Sigurjón Sig- hvatsson, athafnamaður og kvik- myndaframleiðandi, um tíma stór hluthafi. Félagið er nú í eigu samlagsfélags sem er í eigu Stefnis, sjóðstýringarfyrirtækis í eigu Arion banka. Helgi Rúnar Óskarsson, framkvæmdastjóri Sjóklæðagerðar- innar, er einn af hluthöfum félagsins í gegnum samlagsfélagið sem er eini hluthafi þess í dag, SF II slhf. Aðrir hluthafar eru svo meðal annars líf- eyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar. Sjóklæðagerðin á nú eignir upp á tæplega 2,9 milljarða króna og er eig- infjárstaðan jákvæð um tæplega 417 milljónir króna. Í ársreikningnum kemur fram að félagið hafi endur- fjármagnað skuldir upp á meira en 1.600 milljónir í fyrra, greitt upp eldri skuldir með nýjum. Í skýrslu stjórn- ar félagsins kemur jafnframt fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um arðgreiðslu vegna síðasta rekstrar- árs. n ingi@dv.is Fundaði nýlega með Halldóri og Davíð Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri í Skagafirði ræddi virkjanakosti við Halldór Ásgrímsson D avíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson hafa báðir, hvor í sínu lagi, fundað með Þórólfi Gíslasyni, kaupfé- lagsstjóra í Skagafirði, upp á síðkastið. Halldór Ásgrímsson fund- aði með kaupfélagsstjóranum fyrir einungis nokkrum dögum en lengra er síðan Davíð gerði það. Fundirnir fóru fram á Sauðárkróki. Þetta herma heimildir DV. Davíð Oddsson er fyrrverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins og fyrr- verandi forsætisráðherra en Halldór Ásgrímsson er fyrrverandi formað- ur Framsóknarflokksins og var hann einnig forsætisráðherra um tíma. Fjölskyldufyrirtæki Halldórs, Skinn- ey-Þinganes, átti félagið Hest eyri með Kaupfélagi Skagfirðinga en það félag átti meðal annars hlutabréf í VÍS sem keypt voru af Landsbankanum á meðan hann var ennþá í eigu ríkisins. Fundað um virkjanakosti Fundarefnið var, að minnsta kosti að hluta til í tilfelli Halldórs, virkj- anakostir í Skagafirði, samkvæmt heimildum DV, en Kaupfélag Skag- firðinga hefur tryggt sér tvo virkjana- kosti í héraðinu líkt og DV greindi frá í mars síðastliðnum. Þá sagði DV frá því að kaupfélagið hefði, í lok árs 2012, nýtt sér forkaupsrétt á félagi sem unnið hefur að undirbúningi virkjana í Skagafirði. DV hefur hins vegar ekki heimildir fyrir því af hverju Þórólfur og Halldór funduðu um þetta efni. Halldór hætti beinum afskiptum af stjórnmálum fyrir allnokkrum árum. Landsvirkjun hafði ætlað sér að kaupa 50 prósenta hlut RARIK í félaginu, sem heitir Hér- aðsvötn ehf., en eignarhaldsfélag Kaupfélags Skagfirðinga ákvað hins vegar að kaupa hlutinn í staðinn á 60 milljónir króna. Í kjölfarið á félag kaupfélagsins, Norðlensk orka ehf., 93 prósenta hlut í félaginu. Héraðsvötn ehf. var stofnað árið 1999 og hefur unnið að mögulegri byggingu tveggja virkjana í Skagafirði, Villinganesvirkj- unar og Skatastaðavirkjunar. Í svari frá Landsvirkjun í mars síðastliðnum sagði um viðskiptin: „Aldrei varð af kaupum Landsvirkj- unar á 50% eignarhlut RARIK í Hér- aðsvötnum ehf. þar sem Norðlensk orka ehf. nýtti forkaupsrétt á hlutn- um, og varð með því 100% eigandi að Héraðsvötnum ehf.“ Í kjölfarið á félag kaupfélagsins, Norðlensk orka ehf., 93 prósenta hlut í félaginu. Andstaða við virkjanirnar Báðir virkjanakostirnir eru í bið sam- kvæmt rammaáætlun. Kaupfélag Skagfirðinga hefur hins vegar á síð- ustu tveimur árum keypt upp tvær jarðir sem eru á virkjanasvæðinu. Ólíklegt að kaupfélagið gerði slíkt að ástæðulausu. Sveinn Þórarinsson, stjórnarfor- maður Héraðsvatna ehf., sagði við DV í mars: „Þórólfur [Gíslason, kaupfé- lagsstjóri KS] er öflugur. Það fara ekki allir í sporin hans.“ Sveinn sagði jafn- framt við blaðið að andstaða hefði verið við byggingu virkjana í Skaga- firði og að það yrði ekki gert nema að tryggt væri að orkufrekur notandi myndi kaupa rafmagnið sem fram- leitt væri: „Þetta liggur í dvala og hefur gert í nokkur ár. Það var hönnuð virkj- un við Villinganes sem var 30 mega- vött. Heimamenn voru tvístígandi og það voru flutningstakmarkanir á rafmagni frá svæðinu. Ég held að mönnum hafi bara ekki þótt að það væru aðstæður til þess að virkja. Það var andstaða við virkjanir í kjöl- far Kárahnjúkavirkjunar. Ég held að menn hafi bara metið það sem svo að það væri betra að bíða. Og það er nú bara staða málsins.“ Sveitarstjórinn var með DV hefur heimildir fyrir því að Ásta B. Pálmadóttir, sveitarstjóri í Skaga- firði, hafi verið á fundinum með Halldóri að minnsta kosti. DV hefur gert árangurslausar tilraunir til að ná tali af Ástu en hún er fyrrver- andi starfsmaður Kaupfélags Skag- firðinga. Blaðið hefur í gegnum tíð- ina nokkrum sinnum reynt að ná tali af Ástu en það hefur ekki geng- ið. Þegar svo stór mál eru rædd, líkt og virkjanakostir og mögulegar virkjana framkvæmdir, er ekki óeðli- legt að forsvarsmenn sveitarfélags- ins séu einnig hafðir með í ráðum. n „Það fara ekki allir í sporin hans Fundað um virkjanakosti Halldór Ásgrímsson fundaði með Þórólfi Gíslasyni fyrir nokkrum dögum og var meðal annars rætt um virkjanakosti í Skagafirði. Halldór var framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar þar til í fyrra. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Á tvo virkjanakosti Kaupfélag Skagfirðinga á tvo virkjanakosti í Skagafirði eftir að hafa keypt RARIK út úr sameiginlegu félagi. Fyrirtækið er það langstærsta í byggðarlaginu. Mynd SIgtryggur ArI Ekki tekin ákvörðun um arðgreiðslu Stjórn Sjóklæðagerðarinnar hefur ekki tekið ákvörðun um arðgreiðslu vegna síðasta rekstrar- árs. Helgi Rúnar Óskarsson er framkvæmdastjóri og einn af hluthöfum fyrirtækisins. Sá rottu hjá tollstjóra Rotta leit við í forstofu tollstjóra við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudag. Að sögn sjónarvotts sem DV ræddi við kom rottan inn í forstofuna, staldraði stuttlega við og fór síðan aftur út, en viðkom- andi kveðst ekki hafa þorað út á meðan. Samkvæmt sjónarvotti var atvikið tilkynnt til meindýravarna. Nú standa yfir framkvæmdir á götum í miðbæ Reykjavíkur. Spurður hvort rottur séu meira áberandi á götunum þegar slíkar framkvæmdir standa yfir segir Guðmundur Björnsson, rekstrar- stjóri meindýravarna Reykjavíkur- borgar, svo vissulega vera. „Þegar verið er að taka í gegn svona stór- ar götur eða stór svæði og menn ganga ekki rétt frá að kvöldi, þá hefur borið svolítið á því í kring- um það,“ segir hann. „Þetta tengist alltaf bilunum í lögnum og ein- hverju slíku, þannig að við komum þá á staðinn, reynum að finna út hvar bilunin er, til að koma í veg fyrir frekari rottugang,“ segir Guð- mundur jafnframt. Hann hafði ekki heyrt af rottunni þegar DV talaði við hann. Sveitarstjórn Skagafjarðar boðuð fund Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar, getur ekki tjáð sig um málefni meðferðarheim- ilisins Háholts fyrr en fundi fjár- laganefndar, sem fram fer 22. október næst- komandi, um heimilið er lokið. Líkt og greint hefur verið frá hyggst velferð- arráðuneytið gera 500 millj- óna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis- ins, sem er staðsett í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa væri eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. Velferðarráðherra, Eygló Harðardóttir, hefur verið boðaður á fund nefndarinnar. Vigdís hefur að auki boðið full- trúum sveitarfélagsins Skagafjarð- ar að koma á fundinn um Háholt og greina frá sínum sjónarmiðum þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.