Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 10.–13. október 201434 Fólk Viðtal af miklum kvíða. „Ég varð vitni að því þegar vinnufélagi minn, tengdapabbi bróður míns, lést í flugslysi á Melgerðismelum. Við ætluðum að leika okkur í svifflugi,“ segir hann og bætir við að tilvilj- un ein hafi orðið til þess að hann hafi ekki verið með honum í vél- inni. „Hann hrapaði í flugtaki og lést strax. Næstu tímar eru eins og í óljósri bíómynd. Ég hjóp að hon- um og ég man að ég varð að draga dóttur hans í burtu, hún var þarna með og barnabörnin hans líka. Svo man ég eftir mér í bíl, ælandi. Ég hugsa rosalega mikið um þennan atburð, hann breytti miklu í mínu lífi. Augljóslega varð ég skít- hræddur við að fljúga í mörg ár á eftir. En það er ekki það eina. Ég held að ég hafi lokast tilfinningalega í langan tíma eftir þetta,“ segir hann en bætir við að honum hafi tekist að vinna bug á flughræðslunni. „Þótt það sé ekki langt síðan þetta gerð- ist þá var engin áfallahjálp í boði á þessum tíma. Maður hefur því þurft að krafla sig út úr þessu sjálfur með tímanum. Allir þessir hlutir móta mann, gera mann að þeim manni sem maður er í dag.“ Of gott til að vera satt Hann segir vinnuna við kvikmynda- gerðina hafa hjálpað honum mikið en enn eimi af kvíðanum. „Ef ég er til dæmis staddur á einhverjum stað þar sem allir eru glaðir og brosandi get ég fengið kvíðakast. Þá finnst mér eins og eitthvað slæmt hljóti að fara að gerast. Fæðing allra barn- anna minna hafa verið mínar erfið- ustu stundir. Þá velti ég mér upp úr því af hverju ég sé svo heppinn að eignast heilbrigð börn? Af hverju við verðum alltaf ólétt á meðan ein- hverjir aðrir eiga erfitt með það? Af hverju ég eigi þetta skilið? Hvort þetta sé ekki of gott til að vera satt? En svo getur maður líka orðið ógeðslega hégómafullur og ömur- legur þegar hlutirnir ganga vel og farið að hugsa um litla hluti sem bögga mann, eins og fjárhags- áhyggjur. Maður á ekki að láta slíka hluti hafa áhrif á sig. Besti vinur minn frá Akureyri eignaðist mjög fatlað barn fyrir nokkrum árum. Þau eru ótrúlegar hetjur, hvernig þau hafa tekist á við það verkefni. Alltaf þegar ég hef verið hjá hon- um skammast ég mín svo mik- ið fyrir þau smáatriði sem ég hef látið angra mig. Og þegar fólk er að klappa mér á bakið og segja mér hversu mikill nagli ég sé fyrir að hafa látið draumana rætast. Það er ekkert mál fyrir mann sem hefur engin ljón í veginum, engar líkam- legar eða andlegar hindranir. Ég er heilbrigður og allir í kringum mig. Af hverju ætti ég að láta eitthvað stoppa mig? Ég skammast mín í alvöru. Þetta er ekkert flott hjá mér. Það eru þau sem eru hetjur.“ Börnin björguðu honum Hann viðurkennir að hafa reynt að takast á við kvíðann með smá hjálp. Það er ótrúlega margt sem maður getur gert með huganum. Ég tók til dæmis ákvörðun um að hætta að vera flughræddur og ég ákvað að hætta að reykja. Ég ákvað líka bara sjálfur að hætta í rugli þegar við komumst að því að við ættum von á barni.“ Hann segir Heiðu og börnin í rauninni hafa bjargað sér. „Heiða hefur hjálpað mér með svo mikið, hún veit það ekki sjálf. Það er engin spurning. Ég hafði ekki planað líf mitt með börnum fyrr en ég hitti hana. Hún varð óvart ólétt þrem- ur mánuðum eftir að við byrjuð- um saman. Það var þvílík guðsgjöf. Þá fór ég að einbeita mér aftur. Ég hefði ekki verið búinn að gera helm- inginn af því sem ég hef gert nema fyrir fjölskylduna. Ef ég ætti ekki börn hefði ég verið mun slakari og eytt meiri tíma sitjandi á kaffihús- um. Að eignast fjölskyldu setti teórí- una í praksís.“ Hann segist hafa lagast mik- ið af kvíðanum miðað við það sem var. „Ég er náttúrlega fáránlega líf- hræddur. Guð minn góður, allar partísögurnar sem eru til af mér. Ég hef gjörsamlega fengið alla sjúk- dóma og eftir að Google kom og hægt var að leita eftir einkennum, það er algjört eitur. Google fokkaði mér endanlega upp,“ segir hann og brosir út í annað en bætir svo við að hann sé samt sem áður þakk- látur fyrir margt sem erfiðleikarnir hafi kennt honum. „Þegar fólk deyr „súmmerast“ lífið upp. Þú gerir þér grein fyrir hversu lítill hluti af lífinu skiptir í raun máli og fattar að erjur við vini og ættingja og slík vandamál eru ekki þess virði. Ég er þakklátur að fá að vita það, aðeins 35 ára gam- all. Það er ofsalega óraunveruleg til- finning að missa einhvern nákom- inn manni. Þeir sem raunverulega hafa upplifað það hugsa öðruvísi um hlutina. Ég er rosalega hrædd- ur við að vera yfirgefinn og var lengi hræddur við að bindast tilfinninga- lega öðru fólki. En það hefur lag- ast, enda hef ég verið með konunni minni í 14 ár.“ Saknar hennar enn þá Hann segir mömmu sína hafa vit- að af kvikmyndadraumum hans. „Við horfðum saman á Tvídranga. Það var það síðasta sem við gerðum saman, áður en hún varð mjög veik. Ég held að ég hafi verið eina tíu ára barnið í Holtunum á Akureyri sem kom ekki út í fóbolta á þeim kvöld- um sem þættirnir voru sýndir. Pabbi hafði líka alltaf óbilandi trú á mér og keypti kameru handa mér þegar við ferðuðumst um Bandarík- in. Pabbi er svo mikill mega gæi, ég ber svo mikla virðingu fyrir honum. Hann er frábær enda hafa allar mín- ar ræður sem ég hef haldið á frum- sýningu snúist um hann. Pabbi á sér þann draum að ganga rauða dregil- inn og það er engin spurning að ef ég á það eftir tek ég pabba og kon- una mína með mér.“ Hann segist hugsa reglulega til mömmu sinnar. „Ég sakna henn- ar enn þá. Mjög mikið,“ segir hann og bætir við að þótt enginn hafi sest niður með honum og rætt við hann um alvarleika veikindanna hafi hann gert sér grein fyrir því hvað var að gerast. „Ég held að ég hafi kveikt á því eftir eitt samtalið okkar. Þá lagði hún fyrir mér lífsreglurnar og sagði mér ýmsa hluti, margt af því hef ég tekið með mér sem veganesti og sumt rataði meira að segja inn í Vonarstræti. Hún hefði ekki ver- ið að segja mér þessa hluti á þess- um tímapunkti nema hafa ástæðu fyrir því,“ segir hann og játar því að veikindin hafi verið löng og erfið. „Mamma læknaðist í raun og veru og fór svo í reglulegt tékk ári síð- ar. Ég fékk ekki að vita neitt þegar hún kom til baka og hún var hin brattasta. Ég held að hún hafi aðal- lega haft áhyggjur af pabba. Ég man hvað hún var glöð að hann gæti sett í þvottavél og eldað mat. Það var ekkert sjálfgefið fyrir karlmann á þessum árum.“ Er ekki reiður Hann man sérstaklega eftir einum jólunum þegar mamma hans var sótt í sjúkrabíl. „Ég held að hún hafi farið í hjartastopp. Henni hrakaði alltaf meira og hárið var farið. Hins vegar hefði kannski verið hægt að bjarga henni. Einhver læknir vildi skera af henni brjóstin en einhverra hluta vegna vildi annar læknir það ekki. Ég held að hún væri sprelllif- andi hér í dag ef þeir hefðu tekið brjóstin. Það er erfitt að kyngja því eftir á,“ segir hann en neitar því að vera reiður. „Þetta var siðferðisleg spurning og ég get ekki verið reiður. Mamma hefði líka örugglega getað farið fram á það sjálf. Kannski gerði hún það en karlaveldið sagt nei. Sem betur fer er þetta breytt í dag. Nú er þetta jafnvel gert í forvarnar- skyni.“ Hann segist ekki óttast að vel- gengnin eigi eftir að stíga honum til höfuðs. „Það væri ömurlegt ef það gerðist. Annars er ég ekki mikið að hugsa um það og veit ekki hvaða eliment það eru sem fær fólk til að breytast þótt vel gengur. Ég er svo meðvitaður um margt í lífinu að ég trúi því ekki að svo fari. Það væri svo fáránlegt og mikill veikleiki á margan hátt,“ segir hann og bætir við að það sé lítið um stjörnustæla í íslenska kvikmyndabransanum. „Sumir fá kannski þann stimpil á sig en þeir eru þá yfirleitt bara feimnir. Mér finnst allir bara dásamlegir.“ Hollywood og Jeff Bridges Aðspurður segist hann dreyma um að vinna með leikaranum Jeff Bridges. „Hann er einn af mörgum sem væri gaman að fá að vinna með. Draumurinn minn er að fá að gera verkefni á mínum forsendum og þurfa ekki að selja mig í verkefni af illri nauðsyn. Auðvitað væri gaman að fara til Hollywood eða Evrópu og gera myndir, kynnast fólki og kom- ast í stærri verkefni en það eru ein- faldlega forréttindi að fá að gera það sem maður brennur fyrir. Ég er enn þá ungur kvikmyndagerðarmaður. Ég væri mjög gamall knattspyrnu- eða handboltamaður en sem kvik- myndagerðarmaður er ég ekki einu sinni búinn að slíta barnsskónum. Það er hægt að verða gamall í þessu starfi og vonandi fæ ég að vinna við þetta miklu lengur.“ n Langur vegur að rauða dreglinum Ef Vonarstræti kemst alla leið á Óskarinn ætlar Baldvin að bjóða pabba sínum og eiginkonunni með sér. Mynd Sigtryggur Ari „Mig langaði ekki að sjá hana þannig og var farinn að stinga af á kvöldin til að losna við það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.