Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Side 16
16 Fréttir Helgarblað 10.–13. október 2014 Dýrt að gera ekki neitt n Stærstur hluti geðraskana kemur fram fyrir 25 ára aldur n Þunglyndi stúlkna eykst G eðraskanir eru algengasta orsök örorku hér á landi og sýna erlendar rannsókn- ir að stærstur hluti þeirra geðraskana sem fólk glím- ir við á fullorðinsárum hafi þegar komið fram fyrir 25 ára aldur. „Það þarf miklu öflugri forvarnir gegn geðröskunum. Með öflugum forvörnum hefur tekist að minnka tíðni dauðsfalla vegna hjarta- og æðasjúkdóma, heilablóðfalla og sömuleiðis að fækka bílslysum og tannskemmdum. Það sama þarf að gera til að minnka líkur á and- legum veikindum,“ segir Arne Holte, aðstoðarframkvæmdastjóri norsku Lýðheilsustofnunarinnar og prófessor í heilsusálfræði við Óslóarháskóla. Í vikunni hélt hann erindi á ráðstefnu um forvarnir á sviði geðheilsu á vegum embættis landlæknis og velferðarráðuneyt- isins. Að sögn Arne er staðan í Nor- egi svipuð og á Íslandi að því leyti að geðröskun sé sá sjúkdómur sem valdi hvað flestum örorku. „Að sama skapi er enginn sjúkdómur sem kostar eins mikið því geðrösk- unum getur fylgt tíð fjarvera frá vinnu.“ Í Noregi hefur verið reikn- að út að fyrir hverja manneskju sem fer af vinnumarkaði vegna andlegra veikinda tapist að með- altali 21 ár í vinnu. Hann leggur því áherslu á að mun meiri áhersla verði lögð á forvarnir og betur hug- að að geðheilsu fólks almennt. Fyrsta þunglyndið Þrátt fyrir að geðraskanir séu ein algengasta ástæða örorku í Evrópuríkjum hafa forvarnir við geðröskunum hvergi verið sett- ar á oddinn. „Víða um heim hafa þó verið einstök verkefni, eins og í Ástralíu, Hollandi, Bretlandi, Sví- þjóð og í Noregi. Hér á Íslandi hef- ur Eiríkur Örn Arnarson unnið að mjög áhugaverðu verkefni, Hug- ur og heilsa, sem snýr að því að finna unglinga í áhættu á að þróa með sér þunglyndi eða kvíða. Það er gríðarlega mikilvægt til framtíð- ar að koma í veg fyrir eða seinka fyrsta tilviki þunglyndis því að eft- ir það eru 50 prósent líkur á að fólk þjáist aftur af þunglyndi. Eftir ann- að skiptið eru svo 75 prósent líkur á því þriðja.“ Skólar í lykilhlutverki Arne segir töluverða fjármuni fara til eflingar geðheilsu en að stærstur hluti þeirra fari í heilbrigðiskerf- ið og þá í sérhæfða þjónustu við fólk sem þegar er orðið veikt. „Að sjálfsögðu þarf að sinna því fólki áfram. Það er þó mikilvægt að veita miklu meiru til forvarna.“ Hann segir forvarnir margborga sig fyr- ir efnahag ríkja því að fólk fari af vinnumarkaði þegar það veikist alvarlega og fái greiddar örorku- bætur. „Forvarnir kosta þó alltaf en hversu mikið fer eftir þeirri nálg- un sem beitt er. Forvarnarverkefni ætti alltaf að meta, hvort þau séu vel framkvæmd og hjálpi fólki. Það gengur ekki að fjárfesta í stefnu ef ekki er gert mat á útkomunni og því mikilvægt að læra af reynsl- unni. Mörg forvarnaverkefni eru þó mjög ódýr í samanburði við það að gera ekki neitt.“ Í því sambandi bendir Arne á að nær öll börn sæki leikskóla og grunnskóla og því séu þeir kjörinn vettvangur til að koma forvörn- um á framfæri. „Skólarnir verða auðvitað alltaf skólar og ekki hug- myndin að breyta þeim í heil- brigðisstofnanir. Ég tel þó að kjör- ið væri að kennarar fengju þjálfun til að fræða börn um tilfinningar og hugsanir og hvernig þær þró- ast. Börnin læra hve margar tenn- ur og rif þau hafa en lítið sem ekk- ert um tilfinningar. Ég get þó ekki fullyrt að það komi beinlínis í veg fyrir geðraskanir en gæti þó verið gagnlegt og gaman fyrir börnin að læra.“ Arne segir gæði leikskólastarfs hafa mikil áhrif á geðheilsu barna til framtíðar. „Með því að hafa fá börn á hvern fullorðinn og mennt- aða kennara meðal starfsfólks er lagður grunnur að góðri andlegri heilsu. Þessi atriði skipta miklu máli.“ Að hans sögn þurfa all- ir sem koma að umönnun barna á einhvern hátt að hafa í huga að þau þurfi alltaf að finna að þau séu mikils virði. „Þau þurfa ekki að vera fullkomin, heldur að finna hversu mikils virði þau eru. Einnig þurfa börn að hafa tilgang í lífinu. Þá á ég við að vera hluti af ein- hverju sem er stærra en þau sjálf og finna að það er einhver sem þarf á þeim að halda.“ Hann seg- ir einnig mikilvægt að börn finni að þau geti gert eitthvað, að þau séu góð í einhverju og látin vita af því. „Þá er einnig mjög mikil- vægt fyrir börn að finna til örygg- is. „Börn með geðraskanir þora oft ekki að finna til og tjá sig og eru því hrædd. Þau þurfa að finna að þau geti hugsað, fundið til og tjáð sig án þess að vera hrædd. Öll börn þurfa einnig að eiga einhvern til að deila hugsunum sínum og tilfinn- ingum með. Þær verða raunveru- legar þegar við deilum þeim með öðrum. Síðast en ekki síst þurfa öll börn félagslegan stuðning og vissu um að þegar eitthvað bjáti á, hafi þau öruggan stað til að leita á.“ Þunglyndi stúlkna eykst Aðspurður hvort þunglyndi sé al- gengara nú til dags en áður eða einfaldlega betur greint, segir Arne erfitt að svara því. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá veit ég það ekki með vissu. Í starfi mínu gef ég ráð- leggingar til heilbrigðisyfirvalda og get ekki sagt að ég viti það ekki, heldur nota bestu túlkun mína af þeim gögnum sem fyrir liggja.“ Al- mennt sé líklega ekki meiri hátt- ar aukning. Hann bendir þó á að nýlegar norskar rannsóknir sýni að geðraskanir meðal unglings- stúlkna séu að aukast. „Þessi aukn- ing hefur ekki fundist hjá drengj- um. Ástæða aukningarinnar hjá stúlkum er ekki þekkt og margar tilgátur sem hafa komið fram, til dæmis tengdar fullkomnunar- áráttu og útliti.“ Arne segir þó mikilvægt að hafa í huga að ekki þurfi nauðsynlega að þekkja ástæður þess að eitt- hvað gerist til að koma í veg fyrir að það gerist aftur. „Ef við tökum samgöngur í Noregi sem dæmi, þá hefur tekist að fækka dauðsföll- um og alvarlegum áverkum vegna bílslysa mikið og þannig koma í veg fyrir mikla óhamingju meðal fjölskyldna. Þetta var gert með því að gera betri vegi, aðskilja akreinar úr gagnstæðum áttum og setja upp hringtorg á hættulegum gatnamót- um. Samt voru slysin ekki endilega af því að það vantaði að aðskilja akreinar og að byggja hringtorg. Sama er með andlega heilsu, það er mikilvægt að vita hvað virkar og framkvæma það.“ n Dagný Hulda Erlendsdóttir dagny@dv.is Læri um tilfinningar Arne Holte segir leik- og grunnskóla kjörinn vettvang til að koma forvörnum við geðröskunum á framfæri og kenna börnum hvernig til- finningar og hugsanir þróist. MynDin Er úr SaFni. „Að sama skapi er enginn sjúk- dómur sem kostar eins mikið Vill auka forvarnir Arne Holte er aðstoðarframkvæmdastjóri norsku Lýðheilsustofnunarinnar og prófessor í heilsusálfræði við Óslóarhá- skóla. Hann hélt í vikunni erindi hér á landi á ráðstefnu um geðheilsu barna og unglinga. MynD Sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.