Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 32
Helgarblað 10.–13. október 201432 Fólk Viðtal É g held að ég sé ekki að ljúga þegar ég segi að ég hafi ver- ið 11 ára þegar ég ákveð að leggja þetta fyrir mig. Það var í tengslum við sjónvarpsserí- una Twin Peaks. Ég varð fyrir mikl- um áhrifum af þeim þáttum. Fram að þeim tíma hafði ég skrifað sög- ur en eftir að ég horfði á Tvídranga fann ég að kvikmyndagerð væri besta leiðin til að segja sögu,“ seg- ir kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Zophoníasson, leikstjóri Óróa og Vonarstrætis, sem gerði sína fyrstu stuttmynd 11 ára. „Auð- vitað æfði ég fótbolta, var í hljóm- sveit og tók út mín unglingsár – sem voru örugglega erfiðari fyrir fólkið í kringum mig en mig. held ég. En stuttmyndir voru það eina sem ég missti aldrei áhugann á, það eina sem ég lagði aldrei á hilluna. Ég vissi alltaf að kvikmyndagerð yrði að vera ofan á í lífi mínu til að ég yrði ánægður.“ Vissi að hún myndi deyja Baldvin fæddist á Akureyri árið 1978, yngstur fimm systkina. Pabbi hans heitir Zophonías Baldvins- son en mamma hans, Erla Þor- steinsdóttir, veiktist af krabbameini þegar hann var átta ára og lést þegar Baldvin var aðeins 13 ára. „Ég var örugglega alinn upp eins og ein- birni. Systkini mín segja allavega að ég hafi fengið miklu mýkra uppeldi en þau. Ég var langyngstur, mamma og pabbi voru orðin 35 ára þegar þau eignuðust mig, svo ég fékk sér- staka meðhöndlun. En svo veiktist mamma.“ Hann segir tímann þegar mamma hans var enn heima hafa verið yndislegan. „Ég fékk tvöfalda athygli. Hún var að ala upp sitt yngsta barn með þessi alvarlegu veikindi vofandi yfir sér. Hún vissi ári áður en hún fór að hún myndi deyja. Ég fékk samt ekkert að vita. Síðustu mánuðirnir með henni heima voru mér dýmætir. Hún gerði allt fyrir mig. En síðustu mánuðirnir sem hún lifði voru frekar dapurlegir. Þá var hún meira og minna á sjúkrahúsi. Lengi vel hélt ég að þetta hefði ekki haft nein áhrif á mig en þegar ég þroskaðist, fór sjálfur að eignast börn og tengjast fólki tilfinninga- lega sá ég hvað ég var í raun „fucked up“ eftir þetta,“ segir hann hugsi og bætir við: „Ég veit ekki hvað fór í gegnum hausinn á mér en síðustu dagana vildi ég ekki heimsækja hana. Hún var orðin svo illa farin. Mig langaði ekki að sjá hana þannig og var farinn að stinga af á kvöldin til að losna við það. Í síðasta skipt- ið sem ég hitti hana þurfti að leita að mér svo ég gæti kvatt hana. Hún kvaddi mig en ég kvaddi hana ekki. Ég veit ekki af hverju,“ segir hann dapur. „Ég hef alltaf séð eftir þess- um síðustu dögum og hef fyrir vikið tileinkað mér að lifa lífinu þannig að ég sjái ekki eftir neinu og missi ekki af neinu sem ég ætla mér ekki að missa af. Eins vil ég bara eyða tím- anum í eitthvað sem er þess virði. Það verður að vera gaman. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Ég legg mik- ið upp úr því, þegar við erum að vinna í bíómynd, að það sé gam- an og að öllum líði vel. Maður hef- ur ekki hugmynd um hvernig loka- útgáfan verður en ef myndin verður leiðinleg þá var allavega gaman að vinna hana. Að hafa gaman og sjá ekki eftir hlutunum – það er mottó- ið í mínu lífi.“ Á margar mömmur Hann segir fjölskylduna hafa tek- ið á sorginni hvert með sínu lagi. „Það áttu allir nóg með sitt, held ég, og flest systkini mín voru kom- in með sína fjölskyldu. Þau fluttu öll snemma að heiman og ég kynntist þeim ekki að ráði fyrr en tveimur árum eftir að mamma dó. Þá varð stóra systir mín að mömmu minni. Ég á eiginlega margar mömmur því margar mæður vina minna urðu mínar mæður og á ég þeim mikið að þakka. Pabbi gerði samt sitt besta. Við tveir fórum í ferðalag til Banda- ríkjanna einu og hálfu ári eftir að mamma dó. Við náðum aðeins að tengjast í þeirri ferð. Annars er margt í móðu frá þessum tíma. Ég man að mér fannst svo erfitt að sjá hann svona einan og varð afskap- lega þakklátur þegar hann fann sér nýja konu. Samband mitt við hana byrjaði eins og mörg önn- ur fóstursambönd, illa, en er mjög gott í dag. Byrjunin var bara partur af því hvernig ég var og inn í hvaða munstur hún var að stíga. Annars er ég feginn að hafa verið svona ungur að mörgu leyti. Næsti bróðir minn í röðinni var 17 ára. Það er hrikalegur aldur til að missa foreldri.“ Tók unglingsárin með trompi Elsti sonur Baldvins er einmitt 13 ára. „Ég sagði honum um daginn að ég hefði verið jafn gamall hon- um þegar mamma mín dó. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef hann myndi missa mömmu sína núna,“ segir hann og játar því að sakna hennar enn þá. „Ég hugsa mikið til hennar. Alveg ofsalega mikið og meira eftir því sem árin líða. Ég sakna þess að hún fái ekki að sjá börnin mín. Þau spyrja meira og meira um hana. Fyrstu árin var hún ekki raunveruleg fyr- ir þeim því hún hefur aldrei verið í þeirra lífi. Einhvern tímann get ég svo sagt þeim meira frá henni, þegar þau vilja heyra meira.“ Hann segist hafa tekið unglings- árin með trompi. „Ég byrjaði frekar snemma að fikta við brennivín og þannig og tengi það við það sem gekk á. Ég var svo leitandi. Sama ár og mamma dó skipti ég um skóla og vinahóp. Ég átti alls ekki erfitt með að eignast vini en fór þá að drekka meira, æfa trommuleik og stofnaði rokkhljómsveit. Svo kynntist pabbi nýrri konu og fór að ferðast suður til að hitta hana og á meðan stækkuðu partíin heima hjá mér. Þetta var orðið algjört partí- bæli, heimilið. Svo þegar hann var kominn í nýtt samband tók líf mitt stakkaskiptum,“ segir hann en Baldvin spilaði á þessum tíma með hljómsveitinni Toymachine og rokklíferninu fylgdi sukk og dóp- neysla. „Við tókum þátt í upphaf- inu að Airways-hátíðinni og fór- um í mikla sukkferð til New York en fljótlega eftir það spundraðist hljómsveitin.“ Ástin kviknaði í Sjallanum Í dag er Baldvin kvæntur maður og faðir þriggja barna. Andri Franz er 13 ára, Lena Mizt 10 ára og Sindri Leon sjö ára. Eiginkonan, Heiða Sigrún Pálsdóttir, er Akureyringur líkt og Baldvin. „Við vorum saman í bekk í grunnskóla. Þá var engin ást á milli okkar. Síður en svo. Það var ekkert þá sem benti til þess að við yrðum að einhverju ástarævin- týri,“ segir hann brosandi en bætir við að þau hafi orðið vinir í tíunda bekk. „Við vorum alltaf ágætis fé- lagar og hittumst gjarnan um helg- ar á skemmtistöðum og eyddum þá oft kvöldunum saman að spjalla en það var aldrei neitt meira. Svo stökk hún á mig eitt kvöldið í Sjall- anum, örugglega á Sálinni, og kyssti mig svona innilega, nánast upp úr þurru. Ég varð bara sjúkur í hana eftir það en hún vildi ekkert sjá mig. Það liðu tvö ár þar til hún gaf sig og þá var ekki aftur snúið. Þetta var örugglega eins óróman- tískt og hægt verður; ástin kviknaði í Sjallanum,“ segir hann hlæjandi. Þau Heiða giftu sig í maí 2012. „Við létum engan vita af því en settum svo í símsvarann okkar og á Facebook boð um að fólk kæmi og hitti okkur á barnum um kvöldið. Það var mjög fallegt og skemmti- legt og engin tilgerð.“ Hræddur við að verða yfirgefinn Kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Zophoníasson vissi 11 ára hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór. Hann segir erfið áföll í æsku hafa mótað sig og kennt sér að meta lífið. Baldvin segir meðal annars frá erfiðum móður- missi, flugslysinu sem hann varð vitni að, harkinu í kvikmyndabransanum og ástinni sem hann fann í Sjallanum. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.