Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 56
Helgarblað 10.–13. október 2014 79. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Þakklát fyrir 300 fermetra? Lækning í þakklæti n Á þriðjudag var Jónína Ben ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Þorsteinssyni, í viðtali við Bítið á Bylgjunni þar sem þau hjón tjáðu óánægju með fréttaflutning DV. Jónína hefur síðastliðin 11 ár búið án endur- gjalds í tæplega 300 fermetra einbýlishúsi í Stigahlíð. Þann sama dag þakkaði hún fyrir hvatningu vina. „Ég er svo þakk- lát öllu því góða fólki sem hafði samband við okkur í dag vegna viðtalsins á Bylgjunni. Mik- il lækning inn í erfiðar aðstæð- ur með uppörvandi orðum ykk- ar. Góða nótt og á morgun ný verkefni og nýir sigrar, ekkert annað í boði,“ skrifaði Jónína á Face- book- síðu sína. Afhenti sextán hundruð þúsund n Á miðvikudag fór fram af- hending í áheitasöfnun Reykja- víkurmaraþonsins eftir að Ís- landsbanki og ÍBR höfðu gert upp söfnunina. Svo kom á daginn að Sveinn Andri Sveins- son safnaði mestu. „Þar sem fyr- irsjáanlegt var að ég næði ekki á verðlaunapall í 42,2 km var ekki um annað að gera en vinna áheitasöfn- unina; 1.671.666. Kærar þakkir fá allir sem létu fé af hendi rakna til styrktar Jó- hanni Seifi,“ skrifaði Sveinn á Facebook- síðu sína. Óhræddur Bubbi n Bubbi Morthens spurði vini sína á Facebook á miðvikudag hvort að ástæðan fyrir því að sum- ir stjórnarmenn sem ákærðir eru af sérstökum saksóknara vegna starfa í stjórn Sparisjóðs Reykja- víkur sitji enn í stjórn annarra fyrirtækja vegna þess að þær séu konur. „Var að spá í því getur verið að vegna þess að þær séu konur fái þær að sitja í friði í fyrirtækj- um þeim þar sem þær vinna í friði fyrir fjölmiðlum og bloggur- um þrátt fyrir það að sérstakur hefur ákært þær,“ spurði Bubbi. Einn vinur hans varaði hann við því að nú væri hann kominn á jarðsprengju- svæði. „Við eig- um alltaf að tjá okkur óhrædd,“ svaraði Bubbi. Inniheldur mikið af glykogen og blaðgrænu. Mikið af glykogen í líkamanum við æfingar gefur betri árangur, blaðgræna eykur súrefnismettun. Inntaka 1/2 tíma fyrir æfingar eða vinnu gefur aukið þrek, lengra úthald og einbeitingu. Árangur fer eftir gæðum Allir mínir kúnnar eru að ná gríðarlegum góðum árangri með mínu æfingakerfi, ég mæli með Lifestream Spírulina fyrir mína kúnna og þá sem vilja aukna orku úthald og meiri lífsgæði. Reynsla mín er að Lifestream vörurnar eru fremstar í gæðum. Fæst í apótekum, heilsubúðum, stórmörkuðum og Fríhöfninni 29 vítamín og steinefni ·18 aminósýrur Blaðgræna · Omega · GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar Rannsóknir staðfesta árangur - www.celsus.is Garðar Sigvaldason, einkaþjálfari í Sporthúsinu Lífrænt fjölvítamín -hrein náttúruafurð V ið opnum fyrir skráningar og þá er það bara fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Linda Hilmarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hress líkams- ræktarstöðvar í Hafnarfirði. Árlegir Hressleikar fara fram fyrsta nóvem- ber en opnað verður fyrir skráningar á leikana á laugardag, 11. október. „Við höfum haldið leikana í þessari mynd frá því í kreppunni 2008 til þess að lyfta andanum. Það verður alltaf upp- selt og við komum bara rúmlega 200 manns inn í Hress,“ segir hún. „Við opnum fyrir skráninguna og fólk kem- ur strax og kaupir upp heilu liðin,“ segir hún. Leikarnir eru þannig að allir sem taka þátt greiða þátttökugjald sem rennur óskipt til góðs málefnis auk þess sem starfsmenn gefa alla vinnu sína og laun þeirra fyrir daginn fara í sama málefni. Hópurinn kemur svo saman í Hress og æfir saman í tvo tíma. Liðunum er skipt niður í átta manna hópa og hverju liði er úthlutað litur þannig að allir liðsmenn mæta í einkennislitum. „Þetta er svo mikill gleðidagur og það er svo mikil sam- kennd. Eftir æfingarnar hittast svo all- ir að kvöldi til og skemmta sér saman,“ segir Linda. „Það er ekki bara hægt að vera í ræktinni.“ Að þessu sinni styrkja þátttakend- ur fimm manna fjölskyldu í Hafnar- firði. Það eru þau Hildur Brynja Sig- urðardóttir og Erlendur Guðlaugur Guðmundsson, sem eiga börnin Írisi Emblu, Emil Snæ og Ívar Elí sem njóta góðs af líkamsræktaræði stöðvarinn- ar. Íris Embla greindist með ólækn- andi heila- og taugasjúkdóm þegar hún var sex mánaða. Auk hans er hún með CP – heilalömun – og er floga- veik og töluvert sjónskert. Fjölskyld- an eyðir oft miklum tíma á sjúkrahús- um. Yfirleitt komast færri að en vilja og því heldur söfnunin áfram bæði í formi gjafa, happdrættis og vinninga og segir Linda að stefnan sé tekin á að safna hátt í eina milljón króna fyrir fjölskylduna. n „Fyrstur kemur fyrstur fær“ Yfirleitt alltaf uppselt á Hressleikana Hress á Hressleikum Linda segist vona að fjölskyldan geti nýtt peningana sem safnast í tengslum við Hressleikana til þess að eiga skemmtilegar samverustundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.