Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 33
Helgarblað 10.–13. október 2014 Fólk Viðtal 33 Rifinn og tættur Hann viðurkennir að ábyrgð fjöl- skyldulífsins hafi oft lent á herð- um konunnar þegar hann hefur verið á kafi í vinnu. „Þetta hefur oft verið afskaplega erfitt. Heiða hef- ur líka verið í miklu námi og við með þessi þrjú börn. Ég mæli ekki með þessari leið í lífinu. Samband snýst um málamiðlanir en hjá okk- ur hefur hún frekar þurft að hliðra til svo ég geti unnið mína vinnu. En ég reyni að vera duglegri og sýna henni skilning þegar ég er ekki að vinna. Þetta hefur verið ótrúlega þroskandi og fyrst við komumst í gegnum þetta þá er varla nokkuð sem stöðvar okkur hér eftir. Núna erum við farin bæði að vinna, loks- ins er þetta farið að rúlla og mér er í fyrsta skiptið, núna eftir Vonar- stræti, farið að bjóðast verkefni. Ég hef aldrei lent í því áður. Kvikmyndagerð er skrýtin á margan hátt, það þarf mikið að ger- ast á stuttum tíma, skipulagningin er svo mikil og það er ekki hægt að hrófla við dagskránni. Það er ekki séns að ætla að mæta í viðtal í skólanum. Svona er bara dagskrá- in og næstu daga verður farið eft- ir henni. Svo getur þetta rifið mann og tætt, næturtökur og endalaus konflikt um smáhluti sem skipta í raun engu. Maður verður svo sós- aður í þessu og kemur svo heim al- veg búinn á því, hundleiður og hef- ur ekkert að bjóða. Það er fórnin við þetta. Annars erum við að læra betur og betur hvernig þetta fún- kerar meðan á þessum tímabilum stendur. Við höfum verið svo lengi saman og samband okkar er á það djúpu „leveli“ að það er skilning- ur fyrir svo miklu. Þótt auðvitað sé okkar samband bara eins og allra annarra, upp og niður.“ Fram úr björtustu dagdraumum Baldvin skaust fram á sjónarsviðið með unglingamyndinni Óróa en hann leikstýrði myndinni og skrif- aði handritið ásamt Ingibjörgu Reynisdóttur. Þrátt fyrir velgengni myndarinnar neitar hann að hafa unnið undir þeirri pressu að Vonar- stræti yrði jafn vinsæl, sem hún varð og gott betur en myndin er framlag Íslands til Óskarsverð- launa. „Ég vissi að ég gæti ekki far- ið af stað með þetta verkefni til þess að fylgja hinni myndinni eftir. Sem betur fer tókst mér að útiloka all- ar slíkar pælingar. En svo þegar á hólminn var komið og stutt var í sýningar fór ég auðvitað að vonast til þess að myndinni myndi vegna vel. Þetta hafði verið mikil vinna í langan tíma sem endaði með test- sýningum þremur mánuðum fyrir forsýningu. Þær sýningar bentu til þess að myndin væri ekki hörmu- leg svo við vorum frekar bjartsýn að fá ágætis viðtökur en ekkert í líkind- um við það sem myndin hefur feng- ið. Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu dagdraumum og verið æðislegt að upplifa.“ Leiðin hefur þó ekki verið auð- veld og litlu mátti muna að Baldvin gæfi kvikmyndadraumana upp á bátinn.„Ég byrjaði að harka árið 2001. Þá fór ég að reyna að koma mér á framfæri sem kvikmynda- gerðarmaður. Við ætluðum alltaf að flytja út en hættum alltaf við þar sem við eignuðust fleiri og fleiri börn. Árið 2004 vorum við komin með tvö börn og allt í einu fannst okkur sem við myndum aldrei láta verða af því að flytja, ég myndi aldrei láta reyna á drauminn og Heiða myndi ekki fara í nám. Þess vegna tókum við ákvörðun að sama hvað, hvort hún kæmist í skóla eða ég, þá færum við burt og árið 2005 fluttum við til Danmerkur. Síðasti sénsinn Ég sótti tvisvar um í danska kvik- myndagerðarskólanum en komst ekki inn. Frá 2006–2007 var ég því algjörlega atvinnulaus fyrir utan eitt verkefni. Þegar ég fékk seinna nei-ið frá skólanum var ég við það að gefast upp. Ég hafði hamast í þessu í sjö ár en samt ekki kom- inn lengra en þetta. En þá fékk ég óvænt atvinnutilboð frá Íslandi sem ég ákvað að stökkva á. Við fluttum heim en þá kom hrunið og aftur hafði ég ekkert að gera. Ég veit eig- inlega ekki hvað gerðist næst en ná- kvæmlega ári síðar var ég í tökum á Óróa,“ segir hann og bætir við að hugmyndin að myndinni hafi kom- ið frá strákum sem höfðu unnið með honum að stuttmynd ári áður. „Ég bara óð í myndina eins og brjálæðingur. Þetta var minn síð- asti séns og ég lagði allt í þetta – gjörsamlega allt. Ég var vakinn og sofinn út af þessu verkefni í marga mánuði,“ segir Baldvin sem fékk 60 milljóna króna styrk frá Kvik- myndasjóði Íslands til að koma Óróa á hvíta tjaldið. „Mér fannst ég skulda ríkinu þennan pening ef myndin myndi ekki ganga upp og ég hugsaði mikið um það hvað fólki fyndist um þennan strák frá Akur- eyri, sem hafði aldrei gert neitt, sem fengi allan þennan pening. Ég var því afar þakklátur fyrir viðbrögðin sem myndin fékk þegar hún kom út. Ég steig í dýpstu laugina með þessa mynd, með óreynda leik- ara, óreyndan leikstjóra og frekar ungt „crew“ sem voru flest að gera sína fyrstu bíómynd, en sem betur fer gekk allt upp. Fyrir vikið hélt ég að nú væri harkið búið, að nú færi boltinn að rúlla en ég var orðinn at- vinnulaus tveimur mánuðum eftir að tökur hættu.“ Draumur í dós Í tökum á Óróa kynntist Baldvin krökkum sem höfðu hugmynd um sjónvarpseríu með bræðrun- um Árna Pétri og Kjartani Guðjón- sonum í aðalhlutverkum. „Ég hafði engu að tapa og ákvað að gera þetta. Við skrifuðum sex þætti og fórum á sjónvarpsstöðvarnar. Órói var því ekki kominn út áður en við vor- um komin í töku á Akureyri með seríu sem kostaði lítinn pening. Sem betur fer gekk það líka upp. Vinnan við Hæ Gosa var ótrúlega skemmtilegt tækifæri en þar var ég ekki að leikstýra heldur framleiða og skrifa. Þetta var mjög lærdóms- ríkur tími,“ segir hann og bætir við að hann hafi tekið stóra sénsa til að láta draumana rætast. „Það er eina leiðin.“ Eins og áður sagði er Vonar- stræti framlag Íslands til Ósk- arsverðlauna. Baldvin hefur síð- ustu mánuði fylgt myndinni um heiminn en er nú kominn heim til að vinna að sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð með Baltasar Kormáki. „Ég er kominn í hvíld frá hátíðarúntin- um. Nú fylgja henni eftir leikarar og aðrir aðstandendur,“ segir hann en játar því að hann muni mæta á Óskarsverðlaunahátíðina ef svo beri undir. „Það er engin spurning en hins vegar er afskaplega lang- ur vegur að rauða dreglinum. Ég er stoltur fyrir hönd hópsins sem stóð að þessari mynd, að hún skuli vera framlag Íslands, það er draum- ur í dós, og í eðli mínu er ég bjart- sýnn maður en að keppa í kvik- myndagerð er ekki eins og að keppa í spretthlaupi. Vonarstræti kemur út á þeim tíma á Íslandi að hún slær í gegn. Það er ekkert víst að hún hefði gert það fyrir þremur árum. Hvað þá í öðrum löndum. Undarlega fullnægjandi Hann neitar því að vera orðinn rík- ur af kvikmyndagerð. „Ég held að menn verði seint ríkir af þessu. Svo á ég líka ekki Vonarstræti þar sem ég er ekki framleiðandinn. Ég fæ bara mína bónusa og mín laun. Aðspurður segir hann fólkið heilla sig mest við bransann. „Öll þessi flóra, samskipti við fólk og mannlegi þátturinn, það er það sem gerir kvikmyndagerð svona skemmtilega. Það er svo gefandi að vinna með fólki sem er miklu klár- ari en þú. Það er alltaf svoleiðis. Ég gæti ekki verið að vinna með fólki sem væri ekki betra kvikmynda- gerðarfólk en ég. Það eina sem ég þarf að gera, sem leikstjóri, er að halda mig við planið, vera einhvers konar sameiningartákn. Það er eitthvað ótrúlega fullnægjandi við þetta starf á margan og undarlegan hátt og sem betur fer því það fer svo mikill tími í þetta. Ef þú ætlar að vera lengi í burtu frá fjölskyldunni er eins gott að það sé þess virði sem þú ert að gera.“ Varð vitni að flugslysi Hann segir móðurmissinn og ann- að atvik sem gerðist þegar hann var 17 ára hafa haft gríðarleg áhrif á líf sitt en Baldvin hefur þjáðst Baldvin Z Baldvin ákvað 11 ára að verða kvikmyndagerðarmaður. MynD SigtRyggUR ARi Með mömmu og pabba Móðir Baldvins lést eftir erfið veikindi þegar hann var aðeins 13 ára. MynD ÚR einkASAFni nýbyrjuð saman Baldvin og Heiða voru saman í bekk í grunnskóla. MynD ÚR einkASAFni „Ef ég er til dæmis staddur á einhverjum stað þar sem allir eru glaðir og brosandi get ég fengið kvíðakast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.