Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 50
50 Menning Sjónvarp Helgarblað 10.–13. október 2014
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
L
eikkonan Keira Knightley hefur
viðurkennt að alræmdur svans
kjóll Bjarkar sé einn af uppá
haldskjólum hennar af rauða
dreglinum. „Ég elska að hún hafi
gengið rauða dregilinn og verpt eggj
um. Mér finnst það æðislegt,“ sagði
hún. Hún segir þetta í nýju viðtali við
tímaritið Glamour.
Í viðtalinu segist hún telja að hún
muni lenda á listum yfir verst klæddu
konurnar í náinni framtíð. Ástæð
an væri sú að í hvert skipti sem hún
fletti í gegnum glanstímaritin þá væri
hún iðulega ósammála tískugúrúun
um um hvaða stjörnur væru best og
verst klæddar. „Mér finnst alltaf þeir
sem eiga að vera verst klæddir, best
klæddir,“ sagði hún. „Ég er á leiðinni
á þann lista. Ég segi stílistanum mín
um alltaf að velja ekki of venjuleg föt.
Ef allt er á réttum stað þá hef ég ekki
áhuga. Ég vil helst klæðast klikkuð
um kjól og verpa eggjum út um allt.“
Leikkonan segist líka elska stíl
Helenu Bonham Carter, sem iðulega
endar á „verst klæddu listunum“. En
Keira hrósar henni fyrir að þora að
klæðast eins og hún vill. „Ég elska
fötin hennar, þau eru oft svo klikkuð.
Ef þér líður vel, hverjum er ekki sama
hvort þú sért smart eða ekki?“
Í næsta mánuði verður kvik
myndin The Imitation Game með
henni og Benedict Cumberbatch
frumsýnd. Myndin gerist í seinni
heimsstyrjöldinni og vinna þau sem
dulmálssérfræðingar fyrir breska
herinn. n
helgadis@dv.is
Segir stílistanum að velja óvenjuleg föt
Vill vera eins og Björk
Sunnudagur 12. október
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
07.00 Morgunstundin okkar
07.01 Smælki (25:26)
07.04 Kalli og Lóla (17:26)
07.15 Tillý og vinir (27:52)
07.26 Kioka (44:52)
07.33 Pósturinn Páll (3:13)
07.48 Ólivía (29:52)
07.59 Vinabær Danna tígurs
08.10 Kúlugúbbarnir (6:26
08.34 Tré-Fú Tom (23:26)
08.56 Um hvað snýst þetta
allt? (36:52)
09.00 Disneystundin (40:52)
09.01 Finnbogi og Felix (10:13)
09.24 Sígildar teiknimyndir
09.30 Nýi skólinn keisaran
09.53 Millý spyr (61:78)
10.00 Chaplin (9:50)
10.06 Undraveröld Gúnda
10.20 Ari Eldjárn e
10.45 Hraðfréttir e
11.05 Nautnir norðursins (6:8)
(Ísland - seinni hluti) e
11.35 Djöflaeyjan (2:27) e
12.05 Villta Arabía (1:3) e
12.55 Martin Clunes: Hestöflin
tamin e
13.40 Vísindahorn Ævars
13.50 Fisk í dag e
14.00 Jiro dreymir um sushi
(Jiro Dreams of Sushi) e
15.20 Góðmenni fara til heljar.
(Good People Go To Hell)
Heimildarmynd frá 2012
sem fylgir bókstafstrúar-
manni kristinnar trúar eftir.
16.45 Attenborough: Furðudýr
í náttúrunni – Gíraffar og
eðlur
17.10 Táknmálsfréttir (42)
17.20 Stella og Steinn (17:42)
17.32 Sebbi (2:40) (Zou)
17.44 Ævintýri Berta og Árna
17.49 Hrúturinn Hreinn (1:10)
17.56 Skrípin (23:52) (The Gees)
18.00 Stundin okkar (2:28)
18.25 Bókaspjall: Tom Rob
Smith
19.00 Fréttir
19.20 Veðurfréttir
19.25 Íþróttir
19.40 Landinn (5)
20.10 Vesturfarar (8:10)
Egill Helgason ferðast á
Íslendingaslóðir í Kanada
og Bandaríkjum og skoðar
mannlíf, menningu og
sögu. Flutningur næstum
fjórðungs þjóðarinnar til
Vesturheims hlýtur að
teljast stærsti atburður
Íslandssögunnar.
20.55 Hraunið (3:4)
Æsispennandi íslensk
sjónvarpssería og sjálfstætt
framhald þáttaraðarinnar
Hamarsins.
21.45 Ást 7,8 (Amour) Hjartnæm
og áhrifamikil frönsk
óskarsverðlaunamynd
frá 2012 um djúpa vináttu
fullorðinna hjóna og
breytingarnar sem verða á
lífi þeirra beggja þegar eig-
inkonan fær heilablæðingu.
23.55 Afturgöngurnar (2:8) (Les
revenants) Dulmagnaðir
spennuþættir sem hlutu al-
þjóðlegu Emmy-verðlaunin
í sínum flokki í nóvember
á síðasta ári. Einstaklingar
sem hafa verið taldir látnir
til nokkurs tíma, fara að
dúkka upp í litlu fjallaþorpi
eins og ekkert hafi í skorist.
Atriði í þáttunum eru ekki
við hæfi barna. e
00.45 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok
08:10 Fuchse Berlin - Kiel
09:30 Moto GP (Japan)
10:30 Formula 1 2014 (Rússland) B
13:25 NBA (Race to the MVP)
13:50 NBA (Looking Back at G. Payton)
14:10 Pólland - Þýskaland
15:50 Austurríki - Svartfjallal. B
17:50 Evrópudeildarmörkin
18:40 Lúxemburg - Spánn B
20:45 Rússland - Moldóva
22:25 Austurríki - Svartfjallal
00:05 Lúxemburg - Spánn
10:15 Sunderland - Stoke
12:00 Skotland - Georgía
13:40 Norður-Írland - Færeyjar
15:20 Football League Show
15:50 Eistland - England B
17:55 Wales - Bosnía-Herseg.
19:35 Chelsea - Arsenal
21:15 Eistland - England
22:55 Swansea - Newcastle
08:00 Jane Eyre
10:00 Rumor Has It
11:35 Everything Must Go
13:15 Tower Heist
15:00 Jane Eyre
17:00 Rumor Has It
18:35 Everything Must Go
20:15 Tower Heist
22:00 Green Hornet
00:00 Five Star Day
01:35 Red Dawn
03:10 Green Hornet
15:40 The Carrie Diaries
16:20 World Strictest Parents
17:20 Friends With Benefits
17:45 Silicon Valley (7:8)
18:10 Guys With Kids (14:17)
18:35 Last Man Standing (10:18)
19:00 Man vs. Wild (1:13)
19:45 Bob's Burgers (13:23)
20:10 American Dad (2:20)
20:35 The Cleveland Show
21:00 Eastbound & Down 4 (6:8)
21:30 The League (7:13)
21:55 Almost Human (7:13)
22:40 Graceland (6:13)
23:20 The Vampire Diaries
00:00 Man vs. Wild (1:13)
00:45 Bob's Burgers (13:23)
01:10 American Dad (2:20)
01:35 The Cleveland Show
02:00 Eastbound & Down 4
02:25 The League (7:13
02:50 Almost Human (7:13)
03:35 Tónlistarmyndb. Bravó
17:00 Strákarnir
17:25 Frasier (21:24)
17:45 Friends (9:24)
18:10 Seinfeld (11:22)
18:35 Modern Family (1:24)
19:00 Two and a Half Men (21:24)
19:25 Viltu vinna milljón? (3:19)
20:15 Suits (5:12)
21:00 The Mentalist (11:24)
21:40 Crossing Lines (10:10)
22:30 Shameless (11:12)
23:25 Sisters (20:22)
00:15 Hunted
01:15 Viltu vinna milljón? (3:19)
Vandaður spurningaþáttur
frá árinu 2002, stjórnandi er
Þorsteinn J.
02:05 Suits (5:12) Ferskir spennu-
þættir á léttum nótum um
hinn eitursnjalla Mike sem
hefur haft lifibrauð sitt
af því að taka margvísleg
próf fyrir fólk gegn greiðslu.
Hann nær að útvega sér
vinnu hjá einum af bestu
og harðsvíruðustu lög-
fræðingunum í New York.
02:50 The Mentalist (11:24)
03:30 Crossing Lines (10:10)
04:15 Shameless (11:12)
05:00 Tónlistarmyndb. Bravó
07:00 Barnatími Stöðvar 2
07:01 Strumparnir
07:25 Ævintýraferðin
07:35 Waybuloo
07:55 Algjör Sveppi
08:00 Doddi litli og Eyrnastór
08:10 Könnuðurinn Dóra
08:35 Tommi og Jenni
08:55 Latibær
09:05 Elías
09:15 Grallararnir
09:35 Ben 10
10:00 Lukku láki
10:25 Kalli kanína og félagar
10:35 Villingarnir
11:00 Scooby-Doo! Mystery Inc.
11:20 iCarly (19:25)
11:45 Töfrahetjurnar (3:10)
12:00 Nágrannar
12:20 Nágrannar
12:40 Nágrannar
13:00 Nágrannar
13:20 Nágrannar
13:45 Stelpurnar (3:10)
14:15 Meistaramánuður (2:4)
14:40 Heilsugengið (1:8)
15:05 Veep (7:10)
15:35 Louis Theroux: Extreme
Love Autism (1:0)
16:40 60 mínútur (2:52)
17:30 Eyjan (7:16)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Sportpakkinn (59:100)
19:10 Ástríður (9:12) (Ástríður)
19:35 Sjálfstætt fólk (3:20)
20:10 Neyðarlínan (4:7)
20:40 Homeland 8,9 (1:12)
Fjórða þáttaröð þessarra
mögnuðu spennuþátta
þar sem við höldum áfram
að fylgjast Með Carrie
Mathieson, starfsmanni
bandarísku leyniþjón-
ustunnar. Líf hennar er
alltaf jafn stormasamt og
flókið, föðurlandssvikarar
halda áfram að ógna
öryggi bandarískra þegna
og hún og Sal takast á við
erfiðasta verkefni þeirra
til þessa.
21:30 Homeland (2:12) Fjórða
þáttaröð þessarra
mögnuðu spennuþátta
þar sem við höldum áfram
að fylgjast Með Carrie
Mathieson, starfsmanni
bandarísku leyniþjón-
ustunnar. Líf hennar er
alltaf jafn stormasamt og
flókið, föðurlandssvikarar
halda áfram að ógna
öryggi bandarískra þegna
og hún og Sal takast á við
erfiðasta verkefni þeirra
til þessa.
22:20 The Knick (9:10) Glæný
þáttaröð með Clive Owen
í aðalhlutverki. Hún fjallar
um lækna og hjúkrunar-
konur á Knickerbocker
sjúkrahúsinu í New York í
upphafi tuttugustu aldar.
23:05 The Killing (6:6) Bandarísk
spennuþáttaröð sem byggð
er á hinum vinsælu dönsku
þáttum, Forbrydelsen.
23:50 60 mínútur (3:52)
00:40 Eyjan (7:16)
01:30 Daily Show: Global
Edition
01:55 Suits (10:16)
02:40 Legends (4:10)
03:25 Boardwalk Empire (5:8)
04:15 Killing Them Softly 6,2
05:50 Fréttir
06:00 Pepsi MAX tónlist
11:25 The Talk
12:05 The Talk
12:45 Dr.Phil
13:25 Dr.Phil
14:05 Survivor (1:15) Það er
komið að 26. þáttaröðinni
af Survivor.
14:50 Kitchen Nightmares (3:10)
15:35 Growing Up Fisher (4:13)
Bandarískir grínþættir
sem fjalla um hinn tólf ára
gamla Henry og daglegt
líf á meðan foreldrar hans
standa í skilnaði. Fjöl-
skylda Henry er langt frá
því að vera hefðbundin og
samanstendur af tveimur
börnum, mömmu sem er
ósátt við að eldast, blind-
um pabba og skemmtileg-
um blindrahundi.
16:00 The Royal Family (4:10)
Sænskir grínþættir um
vinalega konungsfjölskyldu
sem glímir við sambærileg
vandamál og við hin...bara
á aðeins ýktari hátt.
16:25 Welcome to Sweden
(4:10) Welcome to Sweden
er glæný sænsk grínþátta-
röð, en þættirnir slógu
rækilega í gegn í Svíþjóð
fyrr á þessu ári.
16:50 Parenthood (3:22) Banda-
rískir þættir um Braverman
fjölskylduna í frábærum
þáttum um lífið, tilveruna
og fjölskylduna.
17:35 Remedy (3:10) Remedy er
kanadísk læknadrama og
fjallar um Griffin Gonnor
(Dillon Casey) sem hættir
í læknaskólanum og snýr
aftur heim.
18:20 Reckless (6:13) Bandarísk
þáttaröð um tvo lög-
fræðinga sem laðast að
hvort öðru um leið og þau
þurfa að takast á sem and-
stæðingar í réttarsalnum.
19:05 Minute To Win It
Ísland (4:10) Minute
To Win It Ísland hefur
göngu sína á SkjáEinum!
Í þáttunum keppist fólk
við að leysa tíu þrautir en
fá eingöngu eina mínútu
til að leysa hverja þraut.
Ingó Þórarinsson, betur
þekktur sem Ingó veðurguð
stýrir þáttunum af mikilli
leikni og hvetur af krafti
alla keppendur að klifra
upp þrautastigann þar sem
verðlaunin verða glæsilegri
og veglegri með hverri
sigraðri þraut.
20:05 Gordon Ramsay Ultima-
te Cookery Course (15:20)
Frábærir þættir þar sem
Gordon Ramsey snýr aftur
í heimaeldhúsið og kennir
áhorfendum einfaldar
aðferðir við heiðarlega
heimaeldamennsku.
20:30 Red Band Society - NÝTT
(1:13) Allir ungu sjúklingarnir
í Red Band Society hafa
sögu að segja og persónu-
leg vandamál að yfirstíga.
Vandaðir og hugljúfir þættir
fyrir alla fjölskylduna.
21:15 Law & Order: SVU (9:24)
22:00 Fargo (3:10) Fargo eru
bandarískir sjónvarps-
þættir sem eru skrifaðir
af Noah Hawlay og eru
undir áhrifum samnefndrar
kvikmyndar Coen bræðra
frá árinu 1996 en þeir eru
jafnframt framleiðendur.
22:50 Hannibal (3:13)
23:35 Ray Donovan (6:12)
00:25 Scandal (16:18)
01:10 The Tonight Show
01:55 Fargo (3:10)
02:45 Hannibal (3:13)
03:30 Pepsi MAX tónlist
Þ
að kemur fyrir á svona sex
mánaða fresti að ég fæ
ógeð á sjálfri mér. Finnst
gjörsamlega nóg komið af
hamborgurum, súkkulaði,
bjór, béarnaisesósu og hreyf
ingarleysi og langar helst til að
henda allri óhollustunni sem fyllir
skápana heima hjá mér. (Nei meist
aramánuður, þessi pistill kemur
þér ekkert við, mér gæti ekki staðið
meira á sama um þig).
Þegar sá gállinn er á mér fer ég
yfirleitt í búðina og dunda mér þar
vel og lengi. Les innihaldslýsingar
gaumgæfilega og fylli körfuna af
lífrænum og hollum mat, án allra
hægdrepandi aukaefna. Finnst ég
fyrir vikið loksins vera orðin full
orðin og fyllist stolti. Klappa sjálfri
mér á bakið og segi, eiginlega upp
hátt því ég er svo stolt: Dugleg Sól
rún, dugleg. Svo kem ég heim og
raða vörunum í skápana. Áður en
það er hægt þarf ég þó að moka
út öllum lífrænu vörunum sem
ég keypti sex mánuðum áður, og
henda í ruslið.
Síðast gerðist þetta fyrir um
þremur vikum og þá henti ég með
al annars lífrænu hnetusmjöri, sem
var orðið loðið af myglu. Það var
reyndar keypt fyrir um einu og hálfu
ári, svo myglan var líklega eðlilegur
fylgifiskur. Þá henti ég líka þránaðri
lífrænni kókosolíu á svipuðum aldri,
sem ekki hafði verið notuð til annars
en að smyrja á mér bumbuna þegar
ég var ólétt. Í staðinn fyrir þetta kom
svo önnur krukka af lífrænu hnetu
smjöri og risastór krukka af lífrænni
kókosolíu sem ég ætlaði mér nú al
deilis að steikja allt upp úr. Þá keypti
ég líka munaðarvörur eins og líf
rænt hunang, agavesýróp, möndlur
og ristaðar kókosflögur, út á hafra
grautinn sem ég fæ mér alltaf á
morgnana (hóst …).
Vandamálið er hins vegar það að
ég veit ekkert hvað ég á að gera við
allt þetta lífræna drasl. Ég hef ein
faldlega ekki hugmyndaflug, tíma
eða nennu til að standa í stórkost
legri eldamennsku á hverju kvöldi.
Ég hef til dæmis hvorki tíma né að
stöðu til þess að leggja möndlur í
bleyti á kvöldin til að útbúa ferska
lífræna möndlumjólk á morgnana,
þó að Ebba Guðný segi að það sé
ekkert mál. Það er bara víst ógeðs
lega mikið mál! Mér fannst ég nú
samt verða að gera eitthvað við all
ar þessar lífrænu vörur sem flæddu
út úr skápunum hjá mér, svo ég
lagðist yfir internetið. Og fann ná
kvæmlega það sem ég var að leita
að: Lífrænt heilsunammi. Já, takk!
Lífrænt súkkulaði, lífrænt hun
ang, lífrænt haframjöl, lífrænar
kókosflögur og lífræn kókosolía.
Allt sett saman í pott, hitað, kælt
og skorið í litla bita. Gæti ekki verið
auðveldara og sjúklega hollt vænt
anlega. Kvöldið eftir veiddi ég svo
lífræna góðgætið út úr ísskápnum
og át næstum alla bitana í kvöld
mat. Nákvæmlega eins og höfund
ur uppskriftarinnar hafði eflaust
hugsað sér að gert yrði.
Ég þarf varla að taka fram að
þessar lífrænu vörur í skápunum
hjá mér hafa ekki verið snertar síð
an, fyrir utan kókosolíuna sem ég
hef tvisvar poppað upp úr. Mér er
bara gjörsamlega fyrirmunað að
ástunda heilbrigðan lífsstíl lengur
en í korter í einu. Og svo þetta með
hreyfingarleysið. Ég komst ekki
einu sinni það langt í þessari at
rennu að ég næði að finna hlaupa
gallann En ég geri það næst. Eftir
sex mánuði. n
„Ég hef til dæm-
is hvorki tíma
né aðstöðu til þess að
leggja möndlur í bleyti
á kvöldin til að útbúa
ferska lífræna möndlu-
mjólk á morgnana, þó
að Ebba Guðný segi að
það sé ekkert mál.
Lífrænt heilsu-
nammi í kvöldmat
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Helgarpistill
Keira Knightley Leikkonan telur að hún
muni enda á listum glanstímaritanna yfir
verst klæddu konurnar. MyND REUTERS
B
reski leikarinn Bened
ict Cumberbatch virðist
eiga auðvelt með að
leika snjallar og gáf
aðar persónur, hvort sem
það er fiðluleikandi rann
sóknarlöggan Sherlock
Holmes eða hinn illi Khan
í Star Trek Into Darkness. Nú
leikur hann stærðfræðisnillinginn
Alan Turing í kvikmyndinni The Im
itation Game, sem er að vekja lukku
á kvikmyndahátíðum víða um heim
þessa dagana. Cumberbatch er jafn
vel orðaður við óskarinn fyrir
frammistöðu sína í myndinni.
Á blaðamannafundi á
kvikmyndahátíð Britisth
Film Institute í London á
dögunum sagðist hann þó
vera meira en til í að leika
misvitrar persónur. „Þið vitið
að ég get alveg leikið heimska
karaktera líka. Ef einhver veit um vit
laust fólk sem ég get leikið, látið mig
vita.“ n
Cumberbatch vill
leika heimskingja
Leikur stærðfræðisnilling í nýrri mynd um Alan Turing