Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 25
Umræða 25Helgarblað 10.–13. október 2014 Þeir taka besta plássið fyrir sig. Þetta er óður til bæjarins. Skemmtilegasta helgi lífs míns. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Kú, um MS. - DV Spessi ljósmyndari um húðflúr af skjaldarmerki Ísafjarðar sem hann fékk sér nýlega - DVJón Gunnar Geirdal um fertugsafmælið sitt. - DV Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Sumir sóa því sem aðrir eiga F ólk getur þakkað Guði fyrir DV, um leið og DV getur þakkað Guði fyrir fólkið. En reyndar væri þó eðlilegast ef Guð þakk- aði fólkinu fyrir DV. Þessa lymsku- legu áróðursrullu læt ég hér vera byrjun pistils míns, vegna þess að í okkar ágæta blaði má oftar en ekki finna sjálfsagða afskiptasemi, upp- byggileg leiðindi, gagnrýna hugs- un og viðhorf sem miða að því að bæta heiminn. Og þetta gerist vegna þess að enn er til fólk sem hefur þá gandísku hugsun að leiðarljósi, að hægt sé að fangelsa líkama, en ekk- ert geti kúgað stolta sál til hlýðni. Þegar ég frétti af einhverjum konugreyjum sem þiggja styrki úr ríkissjóði til þess að geta greitt sér arð, þá verður mér hugsað til bók- stafstrúar jafnréttisráðs og samtím- is spyr ég mig þeirra spurningar, hvort hér sé komið dæmi um kven- rembugyltur. Og þegar fólk sem – í nafni Guðs – svíkur og prettar; kemur sér upp óteljandi leiðum til að vera hafið yfir bolinn, þá spyr maður sig ósjálfrátt að því, hvort ekki verði að banna einkakross- festingar með lögum. Það er nefni- lega eðli þeirra sem svíkja samfé- lagið, að gera sig að blórabögglum eða sjálfskipuðum fórnarlömbum siðmenningarinnar. Já, ég vil beita eðlishyggju við þessa flokkun, þar eð hið yndislega óeðli, er bókstaf- lega í eðli þeirra sem hafa með elju og ástundun náð að stinga úr sér augu siðvitsins. Eitt allra magnaðasta dæm- ið um dulbúna sjálftöku og himin- háar greiðslur fyrir örfá atkvæði, er að finna hjá einum af ráðherrum framagosaflokksins. En hér er um að ræða rekstur fangelsis í þeim fagra Skagafirði. Örfá framagosaat- kvæði fá hálfan milljarð til að dreifa á tún, jafnvel þótt allir sem vit hafa á málinu, séu vissir um að þarna sé verið að kasta peningum á glæ. Og okkur er sagt að við verðum að sætta okkur við öll æðisköst sið- blindra ráðamanna. En kæru vinir, Guð getur þakkað fólkinu fyrir DV. Hér reyna menn að benda á misfellurnar. Hér er reynt að gagnrýna sjálftöku og þvætting. Og þetta er gert á þeim tímum sem við lifum nú: þegar ráðamenn hagnast á fáfræði lýðsins og innan- tómum einkaheimi þeirra sem selja sálir sínar fyrir klink svæfingar- iðnaðarins. Mér er nákvæmlega sama um kyn þeirra sem geta ekki falið lort- inn sem læðist uppá hnakka; þeir sem þurfa að svíkja og pretta til að koma sér fyrir, allavega nokkrum fetum, framan við ræsiskák sam- félagsins og njóta forréttinda vegna tengsla við drullusokka sem sitja á hraukum sínum í embætt- ismannaklíku, þeir eru og verða skítseiði í mínum augum. Þessu fólki getur DV bjargað úr nístandi klóm grimmúðlegrar græðgi … með óvæginni umfjöllun. n Allt sem kostar ekki neitt má auðveldlega finna og góðvild þín mun geta eytt gæfuleysi hinna. Rétt upp hönd sem dreymir um að búa í gámi? Í samanburði við nágrannalöndin er íslenski húsnæðismarkaðurinn að sumu leyti einstakur, ekki síst fyrir þær sakir að hér á landi hef- ur í gegnum tíðina verið rekin mjög afdráttarlaus og einhæf séreigna- stefna. Húsnæðisstuðningur hef- ur að mestu leyti verið bundinn við kaup á húsnæði en stuðningur við þá sem hafa verið á leigumarkaði hef- ur verið afmarkaður við þann hóp sem hefur lægstar tekjur. Það hef- ur því ekki verið stutt markvisst við uppbyggingu leigumarkaðar, þvert á móti hefur fyrirkomulag opinbers húsnæðisstuðnings beinlínis haml- að slíkri þróun. Hrunið leiddi í ljós hversu óhagstætt þetta fyrirkomulag er fyr- ir þjóðfélagið. Þegar fjöldi heim- ila gat ekki lengur verið innan þess kerfis sem stjórnvöld höfðu ákveðið að væri hin eina rétta lausn þá urðu brestir kerfisins augljósir. Þegar fjöldi fólks fór á milli búsetuforma og missti um leið rétt til almenns hús- næðisstuðnings. Enn rýkur úr rústunum Sex árum eftir hrunið er húsnæðis- markaðurinn enn í upplausn. Rúst- irnar standa eiginlega bara galopn- ar og það rýkur úr þeim. Aðgengi venjulegs fólks með venjuleg laun að nauðsynlegu lánsfjármagni á viðráð- anlegum kjörum er mjög takmark- að, kröfur lánastofnana um eigið fé miklar og viðmið um greiðslugetu úr takti við það sem meginþorri launa- fólks þekkir. Leiguverð hækkar stöð- ugt í réttu hlutfalli við ástandið og í takti við fjölgun íbúða sem eru nýtt- ar til þjónustu við sívaxandi fjölda ferðamanna. Lausnir í sjónmáli? En hvað er að frétta af aðgerðum stjórnvalda, ríkisstjórnar sem mynd- uð var á forsendum loforða um bætta stöðu íslenskra heimila? Jú, þrátt fyr- ir að í fyrsta skipti í sögu okkar ágæta lands hafi tekist á síðasta kjörtímabili að mynda þverpólitíska samstöðu um nýja og endurbætta húsnæðis- stefnu, þá ákvað nýr húsnæðismála- ráðherra að það skynsamlegasta í stöðunni hlyti að felast í því að „hvíla“ innleiðingarferlið og skipa nefnd. Í stað þess að gera það sem beinast lá við, að halda m.a. áfram innleiðingu almennra húsnæðisbóta, sem hafa það að markmiði að jafna húsnæð- isstuðning heimila, þá var gripið ákveðið í handbremsuna. Í stað þess að hlusta á sveitarfélögin í landinu sem hafa talað fyrir breytingunum og tekið fullan þátt í vinnunni við út- færslu þeirra, þá varð það niðurstaða nýrra valdhafa að gera bara eins og gamla pólitíkin hefur alltaf gert, að skipa nýja nefnd. Það er svo heldur ekki til þess að hjálpa til að ráðherra húsnæð- ismála velji að verja tíma sínum og orku í að reyna að sannfæra þjóðina um ágæti þeirrar hugmyndar að búa í gámahúsum og lemji þess á milli á sveitarfélögunum fyrir að kaupa ekki fleiri félagslegar íbúðir. Engar blikur á lofti í fjárlögum Húsnæðismálaráðherrann virðist hins vegar fullkomlega áhyggjulaus yfir þeirri staðreynd að í nýju fjár- lagafrumvarpi þeirrar ríkisstjórn- ar sem hún er hluti af er hvergi gert ráð fyrir upptöku nýs húsnæðis- stuðningskerfis, að formlegum við- ræðum við sveitarfélögin um inn- leiðingu þeirra hefur verið hætt og að þær fjármálareglur sem Alþingi hefur samþykkt og sveitarfélögunum ber að starfa eftir er svigrúm sveitar- félaganna til lántöku vegna kaupa á félagslegum íbúðum afar takmark- að og í mörgum tilfellum ekkert. Rót vandans liggur heldur ekki þar, hún liggur miklu dýpra en svo að stór- kostleg fjölgun félagslegra íbúða geti talist raunveruleg lausn. Ég spyr því eins og margir aðrir, hvað er eiginlega að frétta? Hversu lengi skal hvíla áður en tímabært er að hefja aftur störf? n „Sex árum eftir hrunið er hús- næðismarkaðurinn enn í upplausn. Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Kjallari 1 Fertugur maður í Kópa-vogi fullnægir konum í frítíma sínum Síðustu fjögur ár hefur rúmlega fertugur maður í Kópa- vogi sérhæft sig í að framkalla djúpa slökun og fullnægingu hjá konum með nuddi á G-blett. 62.630 hafa lesið 2 Svikahrappi vikið úr Háskóla Íslands Síðast- liðinn febrúar var Linjie Chou, kínverskum doktorsnema við Háskóla Íslands, vísað formlega úr skólanum. Hann hafði stund- að nám við viðskiptafræðideild skólans um árabil undir handleiðslu Snjólfs Ólafssonar. 47.915 hafa lesið 3 Útgerðarmaður leggur í stæði fyrir hreyfihamlaða „Það eru engin stæði laus fyrir þá sem eru ekki hreyfihamlaðir,“ segir Jakob Valgeir Flosason útgerðarmaður í samtali við DV um bílastæðakjallarann í Höfðatorgi. 37.336 hafa lesið 4 Pitsustaður hafði betur í fabrikkubaráttu Áfrýjun- arnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu frá því í sumar þess efnis að banna eigendum að nefna veitingastað sinn Pizzafabrikkan og nota lénið pizzafabrikkan.is. 34.681 hafa lesið 5 Vanhugs-að húðflúr Hollywood- stjarnanna Að fá sér húðflúr ætti alltaf að vera gert að vel ígrunduðu máli. Þá væri æskilegast að velja einhverja mynd, tákn eða texta sem eldist vel. Svo virðist þó sem hvatvísi og blind ást ráði stundum ferðinni þegar kemur að því að velja húðflúr. 29.499 hafa lesið 6 Situr uppi með skemmda innréttingu: „Nú lekur kúkur og piss inn í skápana í eldhúsinu“ „Þetta var algjör martröð,“ segir Sigurður Þór Helgason, í samtali við DV.is. Sigurður birti á Facebook-síðu sinni í gær lýsingu á reynslu sinni af samskiptum og viðskipt- um við verslunina Rafha og fyrirtækið Sóllilju ehf. vegna kaupa og uppsetningar á eldhúsinnréttingu. 28.721 hafa lesið Mest lesið á DV.is Myndin Þeir sigla beitivind Þegar siglt er skáhallt á móti vindi er talað um að sigla beitivind, beita upp í vindinn, bíta eða flaska. Ef beitt er of stíft upp í vindinn fer vindur-inn úr seglunum og er þá talað um að báturinn sé í járnum. Mynd SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.