Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 24
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson • Fréttastjóri: Jóhann Hauksson Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Þorsteinn Guðnason • Sölu- og markaðsstjóri: Helgi Þorsteinsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttaSkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð Dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtaRSími aUglýSingaR Sandkorn 24 Umræða Helgarblað 10.–13. október 2014 Litlir sigrar eru risastórir. Barnaníðingur er ekki bara barnaníðingur. Eins gott að ég fór ekki af stað í nótt. Björg Valgeirsdóttir, annar eigenda lögmannstofunnar Dika lögmanna. - DV Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar. - DVBíl hinnar óléttu Lenu Margrétar Aradóttur var stolið. - DV Kaupfélagið mætt í Leifsstöð Niðurstöðurnar í útboði Isavia fyrir veitingareksturinn í Leifs- stöð þykja stórundarlegar. Mesta furðu hefur vakið að Kaffitár Að- alheiðar Héðinsdóttur hlaut ekki náð fyrir augum valnefndarinn- ar. Aðalheiður hefur gagnrýnt leyndina og segir fullum fetum að hún hafi verið höfð að fífli. Kaffitári, innlendu fyrirtæki á Suðurnesjum, er semsagt hent út en Joe & The Juice kemur inn. Eina veitingafyrirtækið sem hélt velli gegnum þessa uppstokkun var veitingastaðurinn Nord. Og það er ekki bara að hann haldi sínu heldur bætir hann við sig. Nord mun stofna með Lagardére Services séríslenskt fyrirtæki fyr- ir flugvöllinn. Í sameiningu ætla þau svo að reka Nord auk þess að opna sjálfsafgreiðsluveitinga- stað, Segafredo, kaffihús og bar með íslensku þema. Semsagt mikil umsvif. Einhvern veginn kemur það ekkert sérstaklega á óvart að á meðal þeirra sem eiga Nord er Sigurjón Rúnar Rafns- son, aðstoðarkaupfélagsstjóri í Skagafirði og einn nánasti sam- starfsmaður Þórólfs Gíslason- ar kaupsfélagsstjóra. Lagardére Services er alþjóðlegt stórfyr- irtæki sem sérhæfir sig í rekstri verslanasvæða og fríhafna á al- þjóðaflugvöllum. Ársvelta fé- lagsins í fyrra var 4,6 milljarð- ar evra. Jón Steinar hrærir í Hæstarétti Ástæða er til að staldra við við- tal Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem hætti nýlega í Hæstarétti og sendir nú frá sér bókina „Í krafti sannfæringar – saga lögmanns og dómara“. Jón Steinar hefur svo að segja verið sá eini í lög- fræðinga- og dómarastétt sem hefur leyft sér að fjalla með gagn- rýnum hætti gegn þessu helgasta véi íslenskrar stjórnskipunar. Það sem meira er, líklega er að finna í bók Jóns Steinars djúpstæðustu gagnrýni á Hæstarétt sem nokkru sinni hefur verið sett fram. Jafnvel lögmenn sem myndu teljast á öndverðu pólitísku róli við Jón Steinar segja bókina mik- il tíðindi að þessu leyti og að mörgu leyti það sem þurfti að segja og það sem Hæstiréttur þurfti að heyra. Gagnrýnin er á stundum flug- beitt í bókinni og uppljóstranir þó nokkrar eins og ráðgjöf hans til Geirs H. Haarde. Einna merki- legust er þó kannski sú skoðun Jóns Steinars að stemningin meðal hæstaréttardómaranna hafi verið of einsleit í þá veru að fara eftir stemningunni í samfé- laginu á hverjum tíma. Alla vega er ljóst að héðan í frá verður ekki lengur tabú að ræða opinskátt um störf réttarins. Um Ísland og Noreg U m Það hefði getað gerzt í gær. Ég var á opinberlega auglýstum fundi í hjarta Reykjavíkur fyr- ir mörgum árum, hafði ásamt öðrum verið beðinn um að hafa fram- sögu um fiskveiðistjórn og lýsti fyr- ir fundarmönnum, að vel gæti reynzt að leita til Noregs um fyrirmynd að hagkvæmri og réttlátri stjórn á nátt- úruauðlindum. Norðmenn höfðu fyrir löngu með rammgerðri laga- setningu lagt grunninn að olíuauði í þjóðareign, og olíusjóðurinn var byrj- aður að taka á sig mynd. Nema flestir fundarmanna komu af fjöllum. Þögn sló á mannskapinn. Leyfir maðurinn sér að bera saman olíu og fisk? hugs- uðu sennilega einhverjir í salnum, en enginn sagði neitt. Mér varð hugsað til reynslu eins kollega míns af eldri kynslóðinni, sem hafði í ræðustól á fundi mörgum árum fyrr lýst þeirri skoðun, að enginn viti borinn eigandi laxveiðiár myndi hleypa veiðimönn- um í ána sína án endurgjalds og sömu búhyggindi ættu að sjálfsögðu við um sameiginarauðlindina á miðunum umhverfis Ísland. Þá reis einn fundar- maðurinn upp (hann var bæði alþing- is- og útvegsmaður) og spurði með þjósti: Leyfir prófessorinn sér að bera saman þorsk og lax? Digur sjóður Hvar stöndum við nú? Norðmenn eiga olíusjóð, sem þeir kalla eftir- launasjóð og geyma í útlöndum utan seilingar stjórnmálamanna, og nem- ur hann nú 4,4 milljónum norskra króna – það gerir rösklega 82 milljón- ir íslenzkra króna – á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Noregi. Ekki bara það: þjóðartekjur á mann í Noregi eru nú tvöfaldar á við Ísland, og þjóðar- tekjur á hverja vinnustund í Nor- egi eru nærri þrefaldar á við Ísland. Norðmenn hafa í krafti hyggilegrar hagstjórnar og auðlindastjórnar tekið út aukna velsæld ekki bara í auknum tekjum, heldur einnig í auknum tóm- stundum, þ.e. minni vinnu. Atvinnu- leysi í Noregi er minna en nokkurs annars staðar í Evrópu. Velgengni sína eiga Norðmenn öðrum þræði því að þakka, að þeir gættu sín á að lýsa olíuna þjóðareign skv. lögum og hleypa hagsmunahópum ekki í hana, en á því svelli hefur mörgum öðrum olíulöndum orðið hált, t.d. Nígeríu. Fólkið í Nígeríu situr eftir með tvær hendur tómar, en Norðmenn hafa fullar hendur fjár. Þar skilur milli feigs og ófeigs. Orðin „olíukóngur“ og „olíudrottning“ eru ekki til í norsk- um orðaforða, enda engin ástæða til, þar eð norska þingið girti fyrir hætt- una á ójöfnum aðgangi að þjóðarauð- lindinni. Alþingi brást Hefðu Íslendingar farið eins að við stjórn fiskveiða við Ísland og Norð- menn við stjórn olíuauðsins, væri trúlega öðruvísi umhorfs hér heima en nú er. Ég benti á það fyrir bráð- um 30 árum, að álagning veiðigjalds á markaðsforsendum myndi þá duga til að fjármagna afnám tekju- skatts einstaklinga, og hefði Ísland þá orðið fyrsta tekjuskattslausa landið á OECD-svæðinu. Hefði þjóðin sem réttur eigandi fiskimiðanna tekið fullt gjald af afnotunum af eign sinni strax í árdaga kvótakerfisins og áfram og lagt tekjurnar til hliðar frekar en að afnema tekjuskattinn, hefði hlaðizt upp gildur sjóður, sem gæti nú slagað hátt upp í olíusjóð Norðmanna mið- að við fólksfjölda. Ekkert af þessu mátti þó verða, þar eð Alþingi láðist að verja fólkið í landinu fyrir ágangi hagsmunahópa. Alþingi veitti þeim beinlínis færi á að hrifsa auðlindina til sín. Stjórnmála- flokkarnir reyndu að bæta fyrir van- ræksluna einn af öðrum eftir dúk og disk með því að taka veiðigjald á stefnuskrá sína líkt og til málamynda, og Alþingi leiddi lítils háttar veiði- gjald í lög 2002, en skaðinn var skeð- ur. Útvegsmenn voru orðnir að ríki í ríkinu, svo að Ísland ber nú að ýmsu leyti ríkari svip af Rússlandi en Nor- egi, Danmörku og Svíþjóð. Afstaða fólksins í landinu er skýr og birtist m.a. í því, að 83% kjósenda lýstu fylgi við auðlindir í þjóðareigu í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um nýja stjórnar- skrá 20. október 2012. Alþingi kom sér undan því að staðfesta vilja kjós- enda í stjórnarskrármálinu og þá um leið í fiskveiðistjórnarmálinu og reyn- ir nú að drepa málinu á dreif til að þóknast útvegsmönnum enn frekar en orðið er. Góðu vanir Málið er samt ekki einfalt. Þegar olía fannst við Noreg, voru engir olíugreif- ar til staðar. Norska þingið þurfti því ekki að setja gamalgrónum hagsmun- um stólinn fyrir dyrnar, heldur dugði að girða fyrir yfirvofandi hættu. Þegar aflaheimildir urðu verðmætar við upptöku kvótakerfisins hér heima, biðu útvegsmenn við dyrnar. Þeir voru góðu vanir frá fyrri tíð, þegar þeir fengu margir sjálfsafgreiðslu í bönkunum og gátu fellt gengið nán- ast eftir geðþótta. Þeir þurftu ekki að kunna fótum sínum forráð, þeim var alltaf bjargað. Það hefði því þurft sterk bein til að segja þeim að standa nú loksins utan dyra. Því var ekki að heilsa á Alþingi. Raunar er fiskveiðistjórn Norð- manna sama marki brennd og hér heima, en Norðmenn hafa ráð á því, þar eð sjávarútvegur skiptir litlu máli í þjóðarbúskap Norðmanna á heildina litið, þótt hann sé mikilvægur í byggðarlögunum meðfram langri og vogskorinni strandlengju Noregs. n „Leyfir prófessorinn sér að bera saman þorsk og lax? Þorvaldur Gylfason skrifar Kjallari Vá, þetta er alvarlegt Þ að er alvarleg brenglun í þeirri sýn á hlutverk fjöl- miðla sem birtist hjá Sig- urði Inga Jóhannssyni land- búnaðarráðherra í viðtali í þættinum Bítið í Bylgjunni á mið- vikudaginn. Þar tók ráðherrann það til bragðs að sneiða að fréttamönnum Kastljóss vegna umfjöllunar þeirra um víðtæk sérhagsmunatengsl skrif- stofustjóra landbúnaðarráðuneytis- ins í stað þess að svara málefnalega. Á hvaða stað er ráðherra í ríkis- stjórn landsins kominn þegar svona dylgjur byrja að vella frá honum í við- talinu?: „Hvaða tengsl hafa fjölmiðla- menn úr sinni fortíð við eitt og ann- að, til dæmis starfsmenn í Kastljósi? Er ekki rétt að byrja á því ef menn ætla inn á þessa braut, er þá ekki rétt að menn byrji á sjálfum sér?“ sagði Sigurður Ingi. Eins var lýsandi í Kastljósi kvöldið áður þegar ráðherrann stökk í afar sérstaka vörn fyrir hagsmunatengda ráðuneytismanninn með því að segja: „Mér fannst að Kastljós hefði farið út á nýjar brautir í gærkvöldi með því að ráðast á embættismann sem kemur með strætó á hverjum degi í vinnuna.“ Hvert er ráðherrann eiginlega að fara? Nærtækasta svarið er að svona séu alltaf svör stjórnmálamanns sem er kominn í nauðvörn fyrir slæman mál- stað, og í þessu tilfelli sé ekkert gott svar til sem útskýrt geti það samkrull sérhagsmuna sem kerfið tryggir á kostnað almenningshagsmuna. Þess vegna sé farið í manninn á þennan séríslenska og eitraða hátt sem ger- ir alla opinbera umræðu marklausa. Bull af þessu tagi hefur smám saman orðið svo yfirgengilegt að allt traust á stjórnmálamönnum er farið. Málflutningur af þeirri tegund sem Sigurður Ingi gaf okkur svo prýðilega sýnikennslu um, gengur alltaf út á það að andskotast í þeim einstaklingunum sem spyrja óþægi- legra spurninga og lofsyngja heil- agleika þess manns eða málefnis sem gagnrýnin kann að beinast að. Allt er þetta samkvæmt hefðinni, jafn öm- urlega lamandi og það nú er fyrir vit- ræna umræðu og eðlilega málsmeð- ferð. En það er líka önnur hlið á þess- um varnarhætti stjórnmálamanna, sem Sigurður Ingi Jóhannsson sýndi í vikunni. Sú hlið er öllu dekkri og er birtingarmynd hugarfars sem virð- ist hafa verið að grafa um sig meðal stjórnmálamanna og vert er að átta sig betur á. Einkenni þessarar fram- göngu eru þau sömu og í stjórn- málabaráttunni þar sem menn takast á með úr sér gengnum glímutökum persónulegra ávirðinga og árása sem yngri kynslóðir eru farnar að hlæja að. Nema nú eru þeir sem reynt er að berja á ekki lengur pólitískir and- stæðingar eingöngu, heldur líka fjöl- miðlar og eftirlitsstofnanir ýmiss konar og starfsfólk þeirra og forystu- menn, jafnvel heilu ríkin og ríkja- samböndin. Og afleiðingarnar geta verið víð- tækari og alvarlegri. Þessi tegund stjórnmálamanna virðist vera farin að upplifa og útmála jafnvel lögbund- in ferli eftirlitsstofnana, sjálfsagða og málefnalega umfjöllun fjölmiðla, eða niðurstöður rannsókna og jafnvel dómstóla sem persónulegar árásir eða pólitísk plott gegn sér sem bregð- ast megi við með hvaða hætti sem er, þess vegna persónulegum gagn- sóknum. Við höfum líka glögg dæmi um þetta í máli Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur. Þetta er hættuleg braut sem ráðamenn nú feta því með þessu grafa þeir augljóslega undan þessum stofnunum samfélagsins og vefengja sjálfan grundvöllinn sem þær starfa á, utan við pólitíkina, í þágu almenn- ings. Gísli Marteinn Baldursson sagði eftir sögulegt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra í sunnudagsþætti sínum í febr- úar á þessu ári: „Vá, þetta var furðu- legt.“ Eftir viðtölin við Sigurð Inga á RÚV og Bylgjunni hugsar maður: Vá, þetta er alvarlegt. n Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur@dv.is Leiðari „Þessi tegund stjórnmálamanna virðist upplifa jafnvel lög- bundin ferli sem persónu- legar árásir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.