Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 46
46 Menning Helgarblað 10.–13. október 2014 Þ að er kannski óþarfi að kynna Yoko Ono; hún er gjörninga- listakona, óhljóðasmiður, pólitískur aðgerðasinni og eiginkona Bítils. Frá árinu 2007 hefur hún heimsótt Ísland árlega til að tendra listaverk sitt, Imagine Peace Tower. Friðarsúlan í Við- ey beinir ljósgeisla upp í reykvískan hausthimininn frá 9. október – fæðingardegi Johns Lennon – og til 8. desember – dagsins þegar Mark David Chapman skaut hann til bana fyrir utan heimili hjónanna í New York árið 1980. Frá dauða Lennons hefur Ono verið einn mest áberandi málsvari friðar og ástar í heiminum, en á sama tíma hefur hún ítrekað staðið í vegi fyrir því að Chapman fái reynslulausn úr fangelsi. Hann situr enn inni tæp- um 34 árum eftir morðið. Á miðviku- dag milli klukkan 13.40 og 13.50 á átt- undu hæði Nordica Hotels fékk ég – í tilefni að afhendingu Ono-Lennon friðarverðlaunanna daginn eftir – að spyrja Yoko Ono um friðarsúluna, ást og tímann sem það tekur að fyrirgefa morðingja. Eftirfarandi er íslensk þýð- ing af orðaskiptum okkar Yoko. Hæ. Heiður að fá að hitta þig. Sömuleiðis. Jæja. Ég vil byrja á því að spyrja, af hverju fannst þér Ísland hentugur staður fyrir friðarsúluna? Þetta er nyrsta landið á heimskortinu. Norðrið er viska og hér viljum við skapa visku sem við getum sent út til heimsins. En hér er ekki einungis viska, heldur líka orka. Þetta land býr yfir gríðarlegri orku. Þú hefur kannski ekki tekið eftir því. Þannig að það er landafræðileg lega Íslands, frekar en stjórnmálin … Fólk víða um heim sér súluna sem tákn um frið og íslensk stjórnvöld vilja kynna Ísland sem land friðar og nýta sér þannig súluna, held ég, til að styrkja þá ímynd. En fyrr í vikunni tilkynnti ut- anríkisráðherra að við myndum taka siðferðislega afstöðu með loftárásum í Írak og Sýrland og á sama tíma tök- um við við mjög fáum flóttamönnum frá Sýrlandi. Finnst þér óþægilegt að … Nei, nei. Ég skal segja þér hvernig þetta er. Ég held að við verðum að vera þolinmóð og leyfa fólki að taka sér tíma. Tökum dæmi af fimm ára barni sem getur ekki hlaupið hratt, en þú segir: „hei, hlauptu nú hraðar.“ Þetta á maður ekki að gera. Maður gefur sér tíma og segir barninu að það sé í lagi að taka sér sinn tima. Þannig er það með allt. Þetta land er að gera ýmis- legt fallegt. Í staðinn fyrir að spyrja, þegar það er að gera svo marga fal- lega hluti, hvað með þetta og hitt? Það er ekki sanngjarnt. Við erum öll bara mannverur. Ókei. Ég held að þetta tengist annarri spurnig um eðli friðarins. Mig langar að spyrja þig um skilgreiningu þína á friði. Hvort friður sé eitthvað annað en bara kyrrlátt ástand, en í slíku ástandi getur kúgun auðvitað átt sér stað. Til dæmis eigum við Íslendingar hlut að máli þar sem við framleiðum ál sem er notað til að búa til vopn sem er síðan kannski beitt til að halda fólk niðri einhvers staðar í heim- inum … Ég held að það sem við köll- um frið sé það þegar við meið- um ekki hvert annað. Núna erum við að meiða hvert annað, nánast alltaf vegna peninga. Það er hræði- legt að manneskjur geri það. En þegar við hugsum um þetta hugsar hvert okkar: „þetta kemur aldrei fyrir mig,“ og svo höldum við bara áfram að reyna að eignast pen- ing. En núna, fyrir tilstilli tölvunnar, vitum við að þetta getur komið fyr- ir okkur líka. Við lifum á tölvuöld svo við getum skilið hvert ann- að svo fljótt. „Je minn, þetta gæti komið fyrir mig!“ Þess vegna er fólk byrjað að krefj- ast heimsfriðar, og mun fá hann! Ég vona það svo sannarlega Ég líka. Það sem ég er að reyna að spyrja er … Það er auð- velt fyrir okkur Íslendinga að vilja frið þegar við þurfum í raun ekki að deila við neinn, við erum svo langt í burtu, en við tökum engu að síður þátt í kerfi sem … Æ. Ekki hugsa þannig. Ekki gagn- rýna það hversu einangrað landið er. Það er það vissulega, en allt er lán í óláni. Það felst ákveðið lán í því hversu einangrað landið er. Fólk er farið að stunda hugleiðslu og vill virkilega líta inn á við. En heimurinn býður ekki upp á það, hann er hávaðasamur og svo framvegis, en hérna höfum við stað þar sem fólk getur komið og íhugað. Fólk getur litið inn á við og svo farið aftur til síns háværa heima- lands. En að eiga þetta er mikilvægt, þetta er í raun það sem þið eruð að gefa heiminum. Hvaða áhrif telur þú að listaverk á borð við friðarsúluna geti haft? Ég spyr vegna þess að nú hefur farið fram umræða um það í borgarráði. Svein- björg Birna Sveinbjörnsdóttir borgar- fulltrúi spurði hvað súlan kostaði ár- lega, og gagnrýndi raunar Jón Gnarr fyrir að taka við verðlaununum vegna þess að hann hafði verið borgarstjóri. Hvað myndir þú segja við fólk sem gagnrýnir kostnað við listaverk á borð við þetta? Þessi spurning á við um hvert ein- asta listaverk, listaverk kosta pening. En þið eruð ekki að borga mér fyrir þetta verk, þetta er bara kostnaðurinn við að halda því gangandi. Þess vegna er það ekki jafn mikið og ef þið hefð- uð þurft að borga listamanni háar fjárhæðir fyrir að búa það til. Þegar það var gert lagði ég út helming fjár- hæðarinnar á móti borginni. Mér fannst það mjög mikilvægt, margir listamenn þurfa að hafa áhyggj- ur af fjárhagslegum gróða, en ég gerði það ekki. Önnur spurning sem mig langar að spyrja, nánast heimspekileg, er um eðli ást- arinnar. Því það er hlutur sem þú hefur predikað … Það er líklega erfiðari spurning, því hún snýst ekki peninga. Ást er orka, orkan til að hreyfa hluti, skapa hluti, uppgötva hluti. Ástin er mjög mikilvæg. Heimurinn er svo slæmur að helsta tilfinningin okkar er ekki ást, heldur ótti, en við verðum að breyta honum í ást. En telur þú ekki að ást … Annað mál- efni sem er í deiglunni hér eru inn- flytjendamál, útlendingaótti og kyn- þáttahatur. Stundum velti ég því fyrir mér hvort útlendingaóttinn, það að hræðast þá sem koma að utan, sé ekki afleiðing af ást, það er ást sem bein- ist einungis að lokuðum og takmörk- uðum hópi fólks. Sjálfs- ást! Já, mögulega … Fyrst þurfum við að elska okkur sjálf. Því flest fólk í heiminum er al- gjörlega gagntekið af sjálfu sér, og það ert þú líka … Að sjálfsögðu. Þú segir: „við erum ekki að gera hlutina rétt,“ en gefðu þér bara tíma. All í lagi, hlutirnir taka tíma … Annað hugtak sem er náttúrlega nátengt þess- um stóru málum á borð við ást og frið er fyrirgefningin … Hvað segir þú? Fyrirgefningin. Ó já. Hún er mjög erfið. Auðvitað, hún er líklega erfiðasta athöfn ástarinnar, að ég held. En er friður mögulegur án þess að fólk fyrir- gefi hvert öðru? Já, allt í lagi … Áður en við fyrirgef- um einhverjum verðum við að fyrir- gefa okkur sjálfum og það er mjög erfitt. Við erum öll sek, við upplifum okkur sek. Svo fyrst þarf maður að segja: mér þykir þetta leitt, fyrirgefðu, ég elska þig og þakka þér. Öll þessi orð eru gríðarlega sterk og gríðarlega mik- ilvæg. Gerðu þetta í eitt ár og sjáðu hvað gerist. Aðstoðarmaður Yoko Ono: Það er bara tími fyrir eina spurningu í við- bót, er það í lagi? Því það er fullt af … En það er mjög mikilvægt að þú spyrjir um fyrirgefninguna. Ef þú ert að velta fyrir þér af hverju ég fyrirgefi ekki Chapman … Jæja. Þú verður að gefa mér tíma. En munt þú nokkurn tímann geta fyrir gefið slíkan verknað? Hversu langur tími er nægur tími? Varðandi Chapman, held ég að það sem ég hafi mestar áhyggjar af er hvort hann muni gera eitthvað svipað við aðra þegar hann kemur út. En líka hvort aðrir munu gera eitthvað svip- að við hann. Því þetta er karma, þú veist. Þetta er það sem ég hef áhyggjur af. Ég vil bíða með að kveða upp dóm um mína fyrirgefningu þar til síðast. Ekki bara segja: hei, ég get fyrirgefið, svo við skulum bara … því að í þessu ákveðna tilviki verð ég að hugsa um annað fólk líka. Ókei? Ókei. n n Yoko Ono svarar spurningum um Sveinbjörgu, friðarímynd Íslands og Mark Chapman Ást, friður og tíminn sem það tekur að fyrirgefa morðingja Allt tekur tíma Yoko Ono útskýrir fyrir blaða- manni að breytingar taki langan tíma og maður þurfi að vera þolinmóður í biðinni eftir betri heimi. Mynd Sigtryggur Ari Kristján guðjónsson kristjan@dv.is Fyrirgefningin er erfið Yoko Ono hefur áhyggjur af því að morðingi Lennons endur- taki ódæðið eða verði sjálfur fyrir árás. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.