Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 39
Helgarblað 10.–13. október 2014 Lífsstíll 39 10 leiðir til að auka gáfurnar n Það þarf ekki að kosta neitt að auka þekkingu sína n Talaðu við gáfað fólk og lærðu tungumál A ð öðlast meiri þekkingu og auka gáfur sínar þarf hvorki að kosta mikla fyrir­ höfn né peninga. Stundum þarf kannski bara örlítið að breyta út af vananum, eins og til dæmis að skipta út hálftíma á Face­ book fyrir hálftíma á vefsíðunni ted. com og hlusta á áhugaverða fyrir­ lestra. Að grípa í bók fyrir svefninn getur líka verið gulls ígildi, þrátt fyrir að þú lesir ekki nema í tíu mínútur. Hér á eftir koma tíu leiðir til að auka við þekkingu sína á ein­ faldan hátt. 1 Notaðu internetið betur Nýttu þann frímtíma sem gefst, til dæmis í vinnunni eða á kvöldin í eitthvað annað en að skoða samfélagsmiðla á netinu, eða myndbönd af krúttlegum dýr­ um. Netið er endalaus uppspretta fróðleiks sem auðvelt er að sækja sér. Horfðu til dæmis á fræðslufyr­ irlestra á Ted eða taktu námskeið á netinu. 2 Skrifaðu niður fróð-leik Að skrifa niður það sem þú lærir er góð regla. Bæði er það góð leikfimi fyrir heilann að rifja upp nýjar upplýsingar, til dæmis í lok dags, og það eykur líkurnar á að þú munir þennan nýja fróðleik. Hafðu það til dæmis fyrir reglu að skrifa niður 400 til 500 orð af nýjum fróðleik á hverju kvöldi. 3 Sjálfsöryggi og hamingja Sjálfsöryggi og hamingja skiptir miklu máli þegar kemur að greind. Til að auka bæði sjálfsöryggið og hamingjuna er því gott að gera lista yfir hluti sem þú hefur áorkað í lífinu. Ekki einblína á allt það sem þér finnst þú eiga eftir að gera. Reyndu frekar að nýta það sem þú hefur gert til að fleyta þér áfram. 4 Spil-aðu spil Spilaðu borð­ spil og leystu gát­ ur. Hvort tveggja er auðvitað hin besta skemmtun en einnig frábær hugarleikfimi. Spil á borð við skrafl (e. scrabble), bridds, skál, battleship og fleira eru góð dæmi um spil sem efla lausnamið­ aða hugsun. Reyndu svo að spila skrafl án þess að nýta þér bækur og ábendingar, það er auka áskorun. 5 Finndu þér gáfaða vini Reyndu að umgangast gáfað og vel upplýst fólk. Helst fólk sem þú tel­ ur gáfaðra en þú. Það getur vissulega haft slæm áhrif á sjálftraustið að finnast allir í kringum sig vita meira en það er samt ein auðveldasta leiðin til að fræðast. Vertu auðmjúk/ ur og opin/n fyrir því að læra nýja hluti af vinum og kunningjum. 6 Lestu mikið Flestir vita að lestur eykur orðaforða, en einnig virkni heilans. Auðvitað væri æskilegast að lesa fræðibækur allan liðlangan daginn, en það er þó ekki nauðsynlegt. Allur lestur hefur góð áhrif. Best er þó að lesa fræðsluefni í bland við skáld­ og ástarsögur. Lykil­ atriðið er að gefa sér reglulega tíma til að lesa. 7 Útskýrðu fyrir öðrum Vertu duglegur að útskýra fyr­ ir öðrum og miðla fróðleik. Þú get­ ur nefnilega ekki gert það nema þú skiljir sjálf/ur fullkomlega út á hvað hlutirnir ganga. Það að vera viljugur til að útskýra og miðla hef­ ur því sjálfkrafa þau áhrif á þú lærir hlutina betur. Það er nefnilega ekki alveg það sama að læra eitthvað nýtt og að vera tilbúin/n til að miðla þekkingunni áfram. 8 Prófaðu nýja hluti Vertu dugleg/ur að prófa nýja hluti og fara út fyrir þæginda­ rammann. Það er yfirleitt jákvætt að upplifa eitthvað nýtt. Þú veist í raun aldrei hvort eða hvenær sú upplif­ un, eða vitneskjan sem þú tileinkar þér, mun nýtast þér í lífinu. 9 Lærðu nýtt tungumál Þú þarft ekki að taka tungu­ málanámið með trompi og ferðast heimshorna á milli eða eyða fúlg­ um fjár í að ná fullum tökum á nýju tungumáli. Þú getur einfaldlega lært nýtt tungumál í rólegheitunum fyrir framan tölvuna heima hjá þér. Það eru til vefsíður á netinu sem bjóða upp á tungumálanám án endur­ gjalds og um að gera að nýta sér það. 10 Kúplaðu þig frá Gefðu þér tíma til að hugsa um sjálfa/n þig og jafnvel hugleiða. Það er gott að kúpla sig reglu­ lega frá amstri dagsins, setj­ ast niður í ró og næði, helst í algjörri þögn og tæma hugann. Þá er einnig gott að gefa sér tíma til að hugsa. Einbeita sér að því að hugsa um eitt­ hvað ákveðið, en ekki flækja mörg­ um hugsunum saman. Góðir vinir Safnaðu í kringum þig gáfuðu fólki og reyndu að drekka í þig fróðleik. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Velkomin í stórglæsilegan sýningarsal okkar að Draghálsi 14-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.