Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 28
Helgarblað 10.–13. október 201428 Fólk Viðtal Fann ástina á Einkamál.is S veinbjörg tekur glaðleg á móti blaðamanni á skrif- stofunni í Hamraborginni og býður upp á kaffi og vatn. Hún var rétt að klára að renna yfir fréttirnar á netmið- lunum, en þannig byrjar hún flesta daga. „Þetta er semsagt ástæðan fyr- ir því að ég ákvað að hella mér út í pólitík,“ segir Sveinbjörg og bendir á fallegt málverk sem hangir uppi á vegg á skrifstofunni. Málverkið er af nokkrum konum sem halda á bús- áhöldum, íklæddar íslenska þjóð- búningnum – augljóslega vísun í búsáhaldabyltinguna. „Það er sem- sagt hrunið sem ýtti mér af stað,“ bætir hún við. Hún var þó búsett í Lúxemborg þegar bankakerfið á Íslandi hrundi eins og spilaborg fyrir sex árum síð- an. „Ég sat við tölvuna og las fréttir af nýjum banka falla á hverjum degi og ákvað að fara bara í netbindindi,“ segir hún hlæjandi. Árið 2009 flutti hún svo heim til Íslands eftir um þriggja ára búsetu í Lúxemborg. Lætur flokkslínur ekki hefta sig Sveinbjörg er tiltölulega nýlega orðin framsóknarkona – svona formlega að minnsta kosti. Hún skráði sig í flokkinn árið 2012 en hafði áður ver- ið skráð í Sjálfstæðisflokkinn frá 16 ára aldri. „Ég hef alltaf verið sam- mála þessari hugmynd um einstak- lingsframtakið og að við eigum að uppskera eins og við sáum, með samfélagslegri ábyrgð þó.“ Það var þó eitthvað við hugmyndafræði Fram- sóknarflokksins sem heillaði hana meira. „Svo var búið að taka mjög mikið til í flokknum eins og hann birtist mér. Mér fannst það vanta hjá hinum flokkunum. Þetta var bara eins og í Dallas, JR fór í tveggja þátta frí og kom svo aftur. Þetta voru mikið sömu persónur og leikendur, fyrir og eftir hrun.“ Sveinbjörg kaus engu að síður Besta flokkinn í sveitarstjórnar- kosningunum fyrir fjórum árum og viðurkennir það blákalt fyrir blaða- manni. „Skilaboðin sem ég vildi gefa með því var að það þyrfti að taka til og breyta. Ég hef aldrei látið flokkslínur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, varð á einni nóttu einn umdeildasti stjórnmálamaður landsins eftir að hafa óvænt tekið oddvitasæti framboðsins fyrir kosningar í vor. Hún segist koma til dyranna eins og hún er klædd og ætlar ekki að breyta sér þótt hún sé komin í pólitík. Hvorki framkomu né fasi. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir sett- ist niður með henni á skrifstofunni í Kópavogi, þar sem hún hefur aðsetur sem lögmaður, og ræddi um pólitíkina, hvernig það er að vera opinber persóna, fjölskylduna og ástina, sem hún fann á Einkamál.is. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Er bara hún sjálf Sveinbjörg ætlar ekki að breyta sér þrátt fyrir að vera orðin opinber persóna. Mynd SigtRygguR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.