Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Síða 28
Helgarblað 10.–13. október 201428 Fólk Viðtal Fann ástina á Einkamál.is S veinbjörg tekur glaðleg á móti blaðamanni á skrif- stofunni í Hamraborginni og býður upp á kaffi og vatn. Hún var rétt að klára að renna yfir fréttirnar á netmið- lunum, en þannig byrjar hún flesta daga. „Þetta er semsagt ástæðan fyr- ir því að ég ákvað að hella mér út í pólitík,“ segir Sveinbjörg og bendir á fallegt málverk sem hangir uppi á vegg á skrifstofunni. Málverkið er af nokkrum konum sem halda á bús- áhöldum, íklæddar íslenska þjóð- búningnum – augljóslega vísun í búsáhaldabyltinguna. „Það er sem- sagt hrunið sem ýtti mér af stað,“ bætir hún við. Hún var þó búsett í Lúxemborg þegar bankakerfið á Íslandi hrundi eins og spilaborg fyrir sex árum síð- an. „Ég sat við tölvuna og las fréttir af nýjum banka falla á hverjum degi og ákvað að fara bara í netbindindi,“ segir hún hlæjandi. Árið 2009 flutti hún svo heim til Íslands eftir um þriggja ára búsetu í Lúxemborg. Lætur flokkslínur ekki hefta sig Sveinbjörg er tiltölulega nýlega orðin framsóknarkona – svona formlega að minnsta kosti. Hún skráði sig í flokkinn árið 2012 en hafði áður ver- ið skráð í Sjálfstæðisflokkinn frá 16 ára aldri. „Ég hef alltaf verið sam- mála þessari hugmynd um einstak- lingsframtakið og að við eigum að uppskera eins og við sáum, með samfélagslegri ábyrgð þó.“ Það var þó eitthvað við hugmyndafræði Fram- sóknarflokksins sem heillaði hana meira. „Svo var búið að taka mjög mikið til í flokknum eins og hann birtist mér. Mér fannst það vanta hjá hinum flokkunum. Þetta var bara eins og í Dallas, JR fór í tveggja þátta frí og kom svo aftur. Þetta voru mikið sömu persónur og leikendur, fyrir og eftir hrun.“ Sveinbjörg kaus engu að síður Besta flokkinn í sveitarstjórnar- kosningunum fyrir fjórum árum og viðurkennir það blákalt fyrir blaða- manni. „Skilaboðin sem ég vildi gefa með því var að það þyrfti að taka til og breyta. Ég hef aldrei látið flokkslínur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, varð á einni nóttu einn umdeildasti stjórnmálamaður landsins eftir að hafa óvænt tekið oddvitasæti framboðsins fyrir kosningar í vor. Hún segist koma til dyranna eins og hún er klædd og ætlar ekki að breyta sér þótt hún sé komin í pólitík. Hvorki framkomu né fasi. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir sett- ist niður með henni á skrifstofunni í Kópavogi, þar sem hún hefur aðsetur sem lögmaður, og ræddi um pólitíkina, hvernig það er að vera opinber persóna, fjölskylduna og ástina, sem hún fann á Einkamál.is. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Er bara hún sjálf Sveinbjörg ætlar ekki að breyta sér þrátt fyrir að vera orðin opinber persóna. Mynd SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.