Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 2
Vikublað 14.–16. október 20142 Fréttir
Borgar sig
að borga ekki
Á dýrustu bílastæðunum í mið
borg Reykjavíkur er ódýrara að
fá sekt en greiða stöðumæla
gjald sé bílnum lagt þar í sama
stæði allan daginn. Klukku
stund á dýrustu gjaldsvæðun
um, sem merkt eru P1, kostar
225 krónur. Sé bíl lagt þar í
átta klukkustundir, frá klukkan
9 til 17, er stöðumælagjaldið
1.800 krónur. Stöðumælasekt
er 2.500 krónur en sé greitt inn
an þriggja daga lækkar hún í
1.400 krónur. Ætli fólk að hafa
bílinn í stæðinu allan daginn er
því ódýrara að fá sekt en greiða
í stöðumælinn. Á ódýrari bíla
stæðum sem merkt eru P2, P3
og P4 er gjaldið fyrir daginn þó
lægra en stöðumælasekt.
Samkvæmt upplýsingum
frá Bílastæðastjóði er sett ein
sekt á bíl yfir daginn en sé hann
færður í annað stæði eftir að
sektin er sett á og ekki greitt þar
heldur, hlýtur eigandi bílsins
aðra sekt.
T
engdafaðir Bjarna Bene
diktssonar fjármálaráðherra,
Baldvin Jónsson, fær 18 millj
ónir á ári frá ríkissjóði fyrir
verkefnastjórnun á kynningu
og markaðssókn íslenskra matvæla í
Bandaríkjunum.
Í fjárlögum fyrir árið 2014 eru átján
milljónum heitið í „markaðssetning
og kynning á íslenskum matvælum á
erlendri grund“ og er í undirflokk ut
anríkisráðuneytisins „ýmis verkefni“.
Þessi liður var einn mjög fárra liða
sem hækkaði í fjárlögum til utanríkis
ráðuneytis frá árinu 2012, en fyrir var
12 milljónum króna varið í þennan
málaflokk. Baldvin hefur samtals
fengið rúmlega 400 milljónir króna frá
ríkissjóði í þau nærri tuttugu ár sem
hann hefur verið í Bandaríkjunum.
Baldvin hefur aðstöðu við ís
lenska sendiráðið í Washington og
er þar titlaður sem landbúnaðarfull
trúi (e. agricultural attaché). Sjálfur
segir Baldvin að laun hans séu aðeins
helmingur upphæðarinnar, en nefn
ir þó að útgjaldaliðir telji líka til hús
næðis síns í Bandaríkjunum sem og
flug fram og til baka frá Íslandi.
Vinnur sjálfstætt á ríkislaunum
Í upphafi sumars sendi DV fyrir
spurn til utanríkisráðuneytisins og
spurði í hvað milljónirnar átján færu.
Urður Gunnarsdóttir, upplýsinga
fulltrúi ráðuneytisins, segir að um sé
að ræða markaðsverkefni sem hafi
verið rekið frá árinu 1995. „Verkefnið
var lengst af undir yfirstjórn land
búnaðarráðuneytis og síðar í umsjá
Bændasamtaka Íslands og naut fjár
stuðnings frá ríkinu, flest árin í kring
um 25 mkr. Frá árinu 2006 hefur
utanríkisráðuneytið átt óbeina að
komu að verkefninu með þeim hætti
að verkefnisstjóri þess hafði starfs
aðstöðu við Sendiráð Íslands í Wash
ington þótt hann ynni að öðru leyti
sjálfstætt,“ svarar Urður.
380 milljónir á 16 árum
Það má segja að markaðssetningar
starf Baldvins í Bandaríkjunum hafi
hafist með stofnun Áforms árið 1995.
Það var nokkrum árum áður en
Bjarni Benediktsson, tengdasonur
hans settist á þing. Áform var átaks
verkefnis sem stuðla átti að mark
aðssetningu landbúnaðarafurða er
lendis. Árlega var það félag stutt af
ríkinu um 25 milljónir og alla tíð
var Baldvin eini starfsmaður Átaks.
„Þetta lækkaði árið 2009 í átján millj
ónir, í fyrra í tólf milljónir og þar með
lauk ríkið þessum beinu afskipt
um,“ sagði Baldvin í samtali við DV
árið 2011. Samkvæmt þeirri sömu
frétt höfðu 380 milljónir runnið til
Baldvins frá íslenska ríkinu frá árinu
1995 til ársins 2011.
Fjárveitingin „vistuð í
utanríkisráðuneytinu“
Í svari Urðar Gunnarsdóttur kemur
fram skýring á þessu misræmi milli
orða Baldvins þá og þeirri stað
reynd að hann starfi enn á kostnað
skattgreiðenda sé að árið 2012 hafi
komið fram tillaga um tímabundna
fjárveitingu. „Milli umræða um fjár
lagafrumvarp ársins 2012 kom fram
tillaga sem var samþykkt um að
veitt yrði sérstök tímabundin fjár
veiting eða styrkur til að halda ver
kefninu áfram í tvö ár. Alþingi ákvað
þá að fjárveitingin yrði vistuð í ut
anríkisráðuneytinu og var hún 12
mkr. fyrir hvort ár. Ráðuneytið fól
Íslandsstofu afgreiðslu þessa máls
og ráðstafaði Íslandsstofa styrknum
með sama hætti og árin á undan. […]
Undir meðferð Alþingis á fjárlaga
frumvarpi þessa árs kom aftur fram
tillaga um framlengingu á styrk til
markaðsverk efnisins um ný tvö ár,
þ.e. 2014 og 2015 um 18 mkr. hvort
ár,“ skrifar Urður.
DV hafði samband við Urði á ný
nú í október og spurði um hver af
rakstur verkefnisins væri. „Samn
ingurinn við framkvæmdaaðila var
gerður í júní sl. og því of snemmt
fyrir ráðuneytið að meta afrakstur
inn af markaðssetningunni,“ var svar
Urðar.
Segir árangurinn mikinn
„Árangurinn er náttúrlega sá að það
er búið að móta þarna og hefja þetta
starf. Það er búið að búa landbún
aðinn undir hugsanlegan útflutning
á grunvelli gæða, hollustu og hrein
leika. Það er búið gera reglugerðir,
og vinna að sérstökum kjötskurði,
og fleira í þeim dúr, sem greinin var
einfaldlega ekki tilbúin fyrir á þeim
tíma,“ svarar Baldvin í samtali við DV
aðspurður um ávinninginn af mark
aðsstarfi hans undanfarin ár. Hann
nefnir í því samhengi stóraukinn
útflutning á vörum svo sem skyri,
osti, smjöri, og fiski. Hann nefnir
sömuleiðis þann árangur sem náðst
hefur með því koma íslenskum mat
vörum í verslunina Whole Foods.
„Árangurinn hefur verið að við erum
að flytja út fleiri vörutegundir í mat
vælaiðnaði til Bandaríkjanna en öll
Norðurlöndin samanlagt.“
Kostnaður við búsetu
og verktakalaun
Að sögn Baldvins fara milljónirnar
átján ekki eingöngu í hann. „Mað
ur verður að átta sig á því að þess
ar átján milljónir voru tólf milljón
ir í þrjú ár. Það var í raun verið að
halda lífi í verk efninu meðan verst
gekk. Síðasta ríkisstjórn ákvað að
reyna að halda í lífi í þessu. Þar áður
voru þetta 25 milljónir á ári,“ segir
Baldvin. Hann segir að gengishrun
hafi haft talsverð áhrif á verkefnið
og því sé það fé sem verkefninu sé
nú veitt á við fjórðung þess sem það
var. „Nei, nei, þetta eru ekki bara
laun mín. Það eru náttúrlega ferða
lög og kostnaður við búsetu þarna.
Síðan hefur talsvert af peningi verið
sett í markaðssetningu fyrir vestan,
við höfum tekið þátt í gerð auglýs
ingaefnis og tekið á móti kaupmönn
um hérna heima,“ segir Baldvin.
Hann segir að verktakalaun hans séu
fimmtíu prósent af upphæðinni.
Gagnrýni í nefnd
Árið 2013 var sett á fót nefnd innan
utanríkisráðuneytisins sem átti að
hafa það markmið að skoða allt fyrir
komulag markaðsefnis landbúnað
arvara Íslands erlendis. DV hefur
heimildir fyrir því að innan þessar
ar nefndar hafi verið fjallað á gagn
rýnin hátt um störf Baldvins í Banda
ríkjunum. Hafa bændur haft orð á
því að árangur af tíu ára starfi sé nær
enginn. Nefndarmenn eru fimmtán
talsins samtals, flest allir frá hags
munasamtökum, og má þar meðal
annars telja Ágúst Andrésson, for
stöðumann kjötafurðastöðvar Kaup
félags Skagfirðinga, og Jón Ásbergs
son frá Íslandsstofu. Þess má geta
að í ágúst árið 2013 skipaði Gunnar
Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
nýja stjórn Íslandsstofu eftir ýms
um tilnefningum, og var þar á meðal
Baldvin Jónsson. Var hann tilnefnd
ur af Illuga Gunnarssyni, mennta og
menningarmálaráðherra.
Engin eftirlitsskylda
Jón Ásbergsson segir í samtali við
DV ekki hafa heyrt af neikvæðri
umræðu um störf Baldvins inn
an nefndarinnar. Hann segir þó að
það gæti hafa farið framhjá sér þar
sem hann hefur ekki mætt á fundi
síðustu mánuði. „Þessi nefnd hefur
engar eftirlitsskyldur en á hins
vegar að vega og meta hvort unnt
sé að efla þá sókn sem verið hefur í
markaðsmálum og móta langtíma
stefnu í útflutningsþjónustu,“ svar
ar Jón spurður um tilgang nefndar
innar. Hvað varðar störf Baldvins
segir Jón: „Þessi nefnd er að skoða
störf Íslandsstofu, einfaldlega alls
staðar þar sem eru settir opinber
ir fjármunir í markaðssetningu á
erlendum vettvangi, þar með talið
er þetta sem hét áður Áform. Það
sem ég hef heyrt af þessu er að það
var verið að tína þetta til sem einn
af þessum þáttum sem að um ræð
ir þegar talað er um fjármuni hins
opinbera.“ n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is „Nei, nei, þetta eru
ekki bara laun mín.
Það eru náttúrlega ferða-
lög og kostnaður við bú-
setu þarna.
Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Hann hefur starfað
við ýmsa markaðs-
setningu í Banda-
ríkjunum frá árinu
1995. Samtals hefur
ríkissjóður veitt hon-
um rúmlega fjögur
hundruð milljónir
króna frá þeim tíma.
Mynd Gunnar GunnarSSon
Tengdafaðir Bjarna
Ben fær 18 milljónir
n Baldvin Jónsson fær átján milljónir á ári frá ríkissjóði
Par með fölsuð
skilríki
Karl og kona voru stöðvuð í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar síð
degis síðastliðinn föstudag
vegna gruns um að skilríki sem
þau framvísuðu væru ekki í lagi.
Bæði höfðu þau framvísað grísk
um vegabréfum og kennivott
orðum. Við skoðun kom í ljós
að vegabréfin voru breytifölsuð
og kennivottorðin grunnfölsuð.
Lögreglan á Suðurnesjum hand
tók því parið og færði það á lög
reglustöð. Mál fólksins er komið
í hefðbundið ferli að sögn lög
reglunnar.