Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Síða 3
Vikublað 14.–16. október 2014 Fréttir 3 Minniborgir.is Ferðaþjónusta Gisting-Veitingar-Afþreying. Höfum opnað nýjan veitingastað í Minniborgum sem er opinn allt árið. Frábær aðstaða fyrir hópa og fjölskyldur. Verðum með villibráðar,- og jólahlaðborð í haust og vetur. Fyrir sumarbústaðafólk verðum við með jólahlaðborð fyrstu 2 helgarnar í desember. Minniborgir.is ferðaþjónusta á góðum stað BOLT INN Í BEIN NI Eignir tryggingatakanna eru sannarlega að engu orðnar n Gift á einungis tæplega 200 milljóna eignir eftir n Búið að greiða út hundruð milljóna F járfestingarfélagið Gift greiddi út 305 milljónir króna til kröfuhafa sinna í fyrra en meðal annars er um að ræða Arion banka. Eftir í fé­ laginu standa eignir upp á rúm­ lega 195 milljónir króna en voru tæplega 500 milljónir í árslok 2012. Þetta kemur fram í ársreikningi fé­ lagsins sem samþykktur var af stjórn Giftar, Kristni Hallgrímssyni hæsta­ réttarlögmanni, þann 10. september síðastliðinn. Fjárfestingarfélagið Gift er í eigu Eignarhaldsfélags Samvinnu­ trygginga sem hélt utan um eignir tryggingafélagsins Samvinnu­ trygginga eftir að það lét af störfum árið 2006. Félagið átti hlutabréf í VÍS sem seld voru með miklum hagn­ aði árið 2006. Í stað þess að slíta fé­ laginu og greiða fjármuni þess út til tryggingatakanna – um 8.000 þúsund einstaklinga – var tekin ákvörðun um að stofna fjárfestingar­ félagið Gift og hefja áhættufjár­ festingar með eignunum og einnig lánsfé. Félagið keypti svo meðal annars hlutabréf í Kaupþingi síðla árs 2007. Kröfuhafarnir fá afganginn Félagið er í slitameðferð og hefur verið það síðan árið 2012. Eins og segir í skýrslu stjórnar Giftar þá voru nauðasamningar félagsins sam­ þykktir árið 2012 og fela þeir í sér að kröfuhafar félagsins eignast all­ ar eignir þess. Útgreiðslan í fyrra var hluti af því uppgjöri og munu kröfu­ hafar félagsins eignast það sem eftir stendur af eignunum. Um þetta segir í skýrslu stjórnar í ársreikningnum: „Hinn 29. mars 2012 fór fram upp­ gjör á 4,3% greiðslu vegna óum­ deildra krafna. Félagið á enn eftir að ganga frá greiðslu umdeildra krafna og að lokum úthluta öllum eignum félagsins til kröfuhafa þess. Á árinu 2013 voru greiddar 305 millj. kr. til kröfuhafa.“ Búið að færa niður skuldir Búið er að færa niður skuldir Giftar í ársreikningi félagsins og í kjölfar skuldauppgjörsins við kröfuhafa fé­ lagsins. Þegar mest lét námu skuld­ ir félagsins umfram eignir 56 millj­ örðum króna. Þessar skuldir voru að mestu vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi og voru með veðum í hlutabréfunum sem keypt voru. Eftir hrunið 2008 lá fyrir að Gift gæti ekki greitt þessar skuldir til baka þar sem veðin fyrir lánunum höfðu tap­ að verðgildi sínu. Félagið hefði get­ að farið í þrot, ef kröfuhafar þess hefðu sótt það hart og frekar vilj­ að þann kost en nauðasamninga, og varð síðar nefndi kosturinn ofan á. Gjaldþrot hefði falið í sér skoðun óháðs skiptastjóra á bókhaldi og viðskiptum félagsins. Um þessar mundir er staðan því sú að hluta­ fé félagsins er einskis virði. „Hlutafé félagsins er allt í eigu Eignarhaldsfé­ lagsins Samvinnutrygginga en í ljósi nauðasamninga félagsins er það einskis virði.“ Eignir orðnar að engu Þegar staða Eignarhaldsfélags Sam­ vinnutrygginga er skoðuð sést að eignir þess eru afar litlar í dag. Inni í þessu félagi voru eignir trygginga­ taka Samvinnutrygginga sálugu sem síðar voru fluttar yfir í Gift. Félag­ ið á einungis tvær milljónir króna en skuldar lítið sem ekkert. Eignir tryggingatakanna inni í félaginu eru bókfærðar á samtals tæplega 350 milljónir króna – bæði bein eignar­ réttindi tryggingatakanna og eins fjármunir sem er að finna í sérstök­ um Samvinnutryggingasjóði þang­ að sem eignirnar renna tveimur árum eftir að tryggingatakarnir falla frá. Þessar eignir tryggingatakanna núllast hins vegar út vegna annarra skuldbindinga félagsins. Unnið er að slitum Eignarhaldsfélag Sam­ vinnutrygginga, líkt og Giftar, og eins Eignarhaldsfélagsins Andvöku sem DV fjallaði um í síðustu viku. Í tilfelli Giftar og Eignarhaldsfélags Sam­ vinnutrygginga munu trygginga­ takarnir gömlu því ekki fá neitt út úr félögunum en enn er hugsan­ legt miðað við eignastöðu Andvöku að þeir fái eitthvað við útgreiðslu á eignum þess. n „Hlutafé félagsins er allt í eigu Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga en í ljósi nauðasamninga fé- lagsins er það einskis virði. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Stýrt frá Sauðárkróki Gift var um tíma stýrt frá Sauðárkróki þar sem forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga, Þórólfur Gíslason og Sigurjón Rúnar Rafnsson, komu að málum. Þórólfur var um tíma stjórnarformaður félagsins og Sigurjón Rúnar stýrði viðræðum Giftar við Kaupþing um fjármögnun og útfærslu viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi, líkt og DV hefur fjallað um. Mynd RagnaR axElSSon M eiðyrðamál sem Egill Einars­ son höfðaði gegn Inga Krist­ jáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 28. október. Héraðsdómur Reykjavík­ ur sýknaði Inga Kristján í nóvember í fyrra en Egill hafði höfðað mál gegn honum vegna ummæla á mynd sem birst hafði á Instagram. Krafðist Egill einnar milljónar króna í miskabætur fyrir ærumeiðandi aðdróttanir þar sem Ingi Kristján hafði breytt mynd af Agli sem birtist á forsíðu Monitor með því að teikna kross á hvolfi á enni Egils, skrifa aumingi þvert yfir andlit hans og í myndtexta stóð „Fuck you rapist bastard.“ Krafðist Egill þess að ummælin yrðu ómerkt. Héraðsdóm­ ur sýknaði sem fyrr segir Inga Kristján en Egill afrýjaði til Hæstaréttar þar sem málið verður samkvæmt dagskrá tekið fyrir eftir rúmar tvær vikur. n mikael@dv.is Meiðyrðamál aftur fyrir dóm Egill Einarsson áfrýjaði til Hæstaréttar Málið fyrir Hæstarétt Egill tekur mál sitt alla leið í kerfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.